Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 5 6 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 4 . j ú l Í 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag sKoðun Bubbi Morthens fjallar um laxalús og eitur. 10 sport Þó ótrúlegt megi virðast komust Englendingar í 8-liða úrslit á HM eftir vítaspyrnu- keppni. 14 tÍMaMót Blængur NK kom til heimahafnar í gær með verð- mætasta farminn. 16 lÍfið Með hverju mæla útlend- ingar við vini sína á Íslandi? 26 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Bæjarhátíðarskraut! Vatnsheldar fánalengjur ofl. Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, var ánægðasti maður HM-torgsins á Ingólfstorgi í gær. Svíar lögðu þá Sviss að velli í 16-liða úrslitum mótsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN plús 3 sérblöð l fólK l  nýsKöpun á Íslandi l MarKaðurinn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 golf Haraldur Frank- lín Magnús, atvinnu- kylfingur úr GR, komst fyrstur íslenskra kylfinga á Opna breska meistara- mótið í golfi í gær. Er um eitt elsta og virtasta golfmót heimsins að ræða en þar mun hann keppa við kylfinga á borð við Tiger Woods, Jordan Spieth og Rory McIlroy. Tók hann þátt í úrtökumóti með 72 öðrum kylfingum en aðeins þrír þeirra kom- ust áfram í Opna breska meistaramótið. Var hann efstur við komu í klúbbhúsið en hann þurfti að bíða eftir að mótinu lyki áður en sætið var í höfn. Hann tók léttan blund í búningsklef- anum til að halda ró sinni. „Ég hafði ekki taugar í að fylgjast með. Ég fór bara inn í búningsherbergi, stillti vekjaraklukku og ætlaði að reyna að sofa aðeins,“ sagði Haraldur þegar Fréttablað- ið heyrði í honum í gær. Hann sagði að veðurað- stæður hefðu eflaust ekki truflað hann jafn mikið og aðra kylfinga. „Það var hávaðarok þarna en ég held að veðrið hafi hjálpað mér.“ – kpt / sjá síðu 14 Sá fyrsti á Opna breska KjaraMál Kjarasamningur ljós- mæðra við ríkið, sem felldur var af félagsmönnum í síðasta mánuði, fól í sér um tólf prósenta launa- hækkun þegar allt er talið saman. Þá var samningurinn afturvirkur um níu mánuði. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Umræddur samningur fól í sér rúmlega 4,2 prósenta mið- læga launahækkun auk nokkurra bókana. Sú helsta fól í sér um sex- tíu milljóna króna innspýtingu frá heilbrigðis ráðuneytinu. Hluti bókananna hefði skilað sér í frekari hækkunum en þessi hefði skilað sé misjafnlega til félagsmanna. Samn- ingurinn var felldur af félagsmönn- um með 63 prósentum atkvæða en þriðjungur vildi samþykkja hann. Fyrr á þessu ári samdi hluti aðild- arfélaga BHM, en Ljósmæðrafélag Íslands á aðild að bandalaginu, við ríkið. Sá samningur fól í sér ríf- lega tveggja prósenta afturvirka hækkun til sex mánaða auk þess að laun hækkuðu á ný um tvö prósent í upphafi júní. Að sögn heimildarmanna Frétta- blaðsins var samningurinn þess eðlis að óttast var að hann hefði áhrif á samninga BHM þar sem hækkun ljósmæðra væri umtals- vert meiri en annarra aðildarfélaga bandalagsins. Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um orðróminn eða stöðuna í kjaradeilu ljósmæðra þegar Frétta- blaðið leitaði eftir því. Samninganefnd ljósmæðra hefur ekki sagt frá því hvaða kröfur hún hefur uppi við gagnaðila sinn nú og sagt að trúnaður ríki um það sem fram fer á fundum. Fjármála- ráðuneytið birti í gær tölur þar sem farið er yfir kjör ljósmæðra á undanförnum árum. Þar segir að meðalheildarlaun ljósmæðra séu með því hæsta sem þekkist innan BHM og að meðaldagvinnulaun stéttarinnar hafi hækkað um fram hjúkrunarfræðinga og önnur aðild- arfélög bandalagsins. Þá sagði fjár- málaráðherra að hann gerði ekki athugasemdir við að kröfurnar yrðu gerðar opinberar. Fréttablaðið hefur rætt við nokkr- ar ljósmæður um samninginn sem felldur var. Sumar þeirra höfðu á orði að kynningin á samningnum hefði ekki verið eins og best verður á kosið í ljósi þess hve ofboðslega flókinn hann var. Þá hafi formaður samninganefndarinnar talað gegn honum. Ný nefnd var skipuð eftir að samningurinn var felldur. Ekki náðist í samninganefndar- fulltrúa ljósmæðra í gær til að bera efni fréttarinnar undir þá og spyrja út í afstöðu þeirra til yfirlýsingar fjármálaráðuneytisins þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Ljósmæður hafa boðað til yfir- vinnubanns sem mun taka gildi um miðjan mánuðinn ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Bannið kemur til með að hafa mikil áhrif ef af því verður en ástandið er víða slæmt fyrir og vaktir keyrðar áfram með neyðarmönnun. Velferðarnefnd Alþingis kom saman í gær vegna stöðunnar sem komin er upp. Á fundinn mættu, auk nefndarmanna, heilbrigðisráð- herra, landlæknir og fulltrúar Land- spítalans. Guðjón S. Brjánsson, full- trúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram bókun á fundinum þar sem skorað er á stjórnvöld að leið- rétta kjör ljósmæðra. „Staðan sem komin er upp er grafalvarleg og við megum engan tíma missa,“ sagði Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra að fundi loknum. joli@frettabladid.is Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. Samninganefnd ljós- mæðra hefur ekki upplýst hvaða kröfur hún hefur uppi nú þar sem trúnaður ríki um það sem fram fer á fundum. 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 0 -A C D 8 2 0 5 0 -A B 9 C 2 0 5 0 -A A 6 0 2 0 5 0 -A 9 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.