Fréttablaðið - 04.07.2018, Síða 16

Fréttablaðið - 04.07.2018, Síða 16
– Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie’s Italian á Hótel Borg að fullu. Hann staðfestir það í samtali við Markaðinn. Viðræður standa yfir við eigendur félaga sem fara fyrir 60 prósenta hlut í staðnum, samkvæmt upplýsingum úr árs- reikningi. Um er að ræða Birgi Þór Bieltvedt, Sigurgísla Bjarnason og Stefán Örn Melsted. Þeir eiga saman veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll. Jón Haukur segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu „í far- vegi“ og þeim sé ekki lokið. Veit- ingastaðirnir Kaffi París og Jamie’s Italian hafi verið opnaðir um svipað leyti og það fari mikill tími í að sinna rekstri hvors staðar fyrir sig. „Við höfum því velt fyrir okkur hvort það ætti ekki að aðskilja rekstur veitingastaðanna,“ segir Jón Haukur. Jamie’s Italian var opnaður í júlí í fyrra. Hann tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var nei- kvætt um 85 milljónir króna við ára- mót, samkvæmt ársreikningi Borg- arhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna í fyrra. Launakostn- aður er stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna. – hvj Vinnur að því að eignast Jamie’s Italian að fullu Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. Salan dróst saman um 31 prósent frá fyrra rekstrarári þegar hún nam um 1.247 milljónum króna, að því er fram kemur í ársreikningi Hvals. Félagið átti hvalkjötsbirgðir að virði 1.880 milljónir króna í lok september í fyrra en til saman- burðar voru birgðirnar metnar á 2.560 milljónir í lok september árið 2016. Hvalur hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2016 til 30. septem- ber 2017 og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir á milli rekstrarára. Tekjur félagsins námu ríflega 2,8 milljörðum króna á tímabilinu og munaði þar mestu um tekjur af eignarhlutum þess í HB Granda, Hampiðjunni og Nýherja sem námu saman- lagt allt að 1,6 millj- örðum. R e k s t r a r g j ö l d Hvals voru tæpir 1,7 milljarðar á rekstrarárinu e n ko st n - aður vegna r e k s t u r s hvalveiði- skipa og hvalstöðv- a r i n n a r í H v a l - firði sem og útflutningstengdur kostnaður var um 640 milljónir. Hvalur átti eignir upp á 19,6 millj- arða króna í lok september 2017. Skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum og var eigið fé félagsins 17,3 milljarðar. Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, for- stjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi Hvals en félagið átti 39,5 prósenta hlut í lok september í fyrra. Alls eru hluthafar Hvals 113 talsins. Stjórn félagsins lagði í maí síðast- liðnum til að greiddur yrði út arður upp á einn milljarð króna til hluthafa. Hvalur gerir út tvö hvalveiðiskip í sumar en skipin hafa heimild til þess að veiða útgef- inn kvóta upp á 161 langreyði auk 20 pró- senta af ónýttum kvóta síðasta árs. Síðast voru stundaðar veiðar á langreyði sumarið 2015 en þá veiddust 155 langreyðar. – kij Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Festa lífeyrissjóður hefur fjárfest í Kviku banka en sjóðurinn gekk nýverið frá kaupum á tæplega 1,1 prósents hlut í fjárfestingarbank- anum. Eftir kaupin er lífeyrissjóður- inn tuttugasti stærsti hluthafi Kviku. Seljandi hlutabréfanna er meðal annars Mízar, fjárfestingar- félag Guðmundar Steinars Jóns- sonar, sem er gjarnan kenndur við útgerðar félagið Sjólaskip. Hann á nú tæplega 2,9 prósenta hlut en til saman burðar nam eignarhlutur hans um 5 prósentum í byrjun sumars. Festa er þriðji lífeyrissjóðurinn sem kemst í hóp tuttugu stærstu hluthafa bankans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er þriðji stærsti hluthafinn með 8,3 prósenta hlut og þá fer Lífsverk með 2,6 prósent. Miðað við núverandi gengi bréfa í bankanum – 7,75 krónur á hlut – er 1,08 prósenta eignarhlutur Festu í Kviku metinn á um 155 milljónir króna. Stjórn Kviku samþykkti á fundi sínum í fyrradag að stefna að skrán- ingu hlutabréfa bankans á aðal- markað Nasdaq-kauphallarinnar á næstu sex til tólf mánuðum. Hluta- bréfin voru tekin til viðskipta á First North-markaðinum um miðjan mars. VÍS er stærsti hluthafi bank- ans með 21,8 prósenta hlut. – kij Festa kaupir hlut í Kviku Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjár-festingarsjóður í ríkiseigu í heimin-um, keypti í Arion banka fyrir um 500 milljónir króna í nýafstöðnu hlutafjárútboði bankans. Nemur eignarhlutur sjóðsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, í kringum 0,3 prósentum sem er litlu minni hlutur en stærstu lífeyrissjóðir landsins fengu úthlutað í útboði bankans. Olíusjóðurinn, sem á samtals eignir að virði um 1.100 milljarða Bandaríkjadala, hefur vaxið gríðar- lega frá stofnun hans árið 1990 og á sjóðurinn í dag að meðaltali um 2,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í Evrópu. Ekki er vitað til þess að sjóðurinn eigi eign- arhlut í öðrum skráðum félögum í Kauphöllinni á Íslandi en Arion banka. Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 86 krónum á hlut og var um fimm- tán prósentum hærra en í útboði bankans þegar Kaupþing og vog- unarsjóðurinn Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða. Kaupend- ur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingarsjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenn- ingur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Nöfn þeirra erlendu sjóða sem fjárfestu í Arion banka hafa enn ekki birst á hluthafalista bankans – fyrir utan sjóði í stýringu Lands- downe, Miton og Eaton Vance sem eiga samanlagt nærri sex prósenta hlut – en eignarhlutur þeirra er í dag skráður í vörslu bandarískra fjárfestingarbanka. Að sögn þeirra sem þekkja vel til nam fjöldi nýrra erlendra fjárfestingarsjóða sem bættust við hluthafahóp bankans í kjölfar útboðsins nærri tuttugu talsins, en þar er einkum um að ræða bandaríska sjóði. Í flestum tilfellum keyptu sjóð- irnir hvor um sig á bilinu um 0,5 til 1 prósents eignarhlut í bankanum en í þeim hópi var meðal annars sjóður í rekstri sænska eignastýr- ingarfyrirtækisins Lannebo Fonder, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Sjóður í stýringu félagsins er einnig í hópi stærstu hluthafa íslenska stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem er skráð í dönsku kauphöllina, með um 2,4 prósenta hlut. Miðað við núverandi hluta- bréfaverð Arion banka er markaðs- virði eins prósents hlutar í bank- anum um 1.700 milljónir króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með 0,6 prósenta hlut, eins og upplýst var í Markaðnum í síðustu viku. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa miðvikudaginn 20. júní átti félagið samtals 12 milljónir hluta, sem eru metnir á rúmlega milljarð króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Þá átti félagið Vogun hf., sem seldi fyrir skemmstu þriðjungshlut sinn í HB Granda, samtals 0,4 pró- sent af heildarútgefnum bréfum bankans. Markaðsvirði hlutar Vog- unar, en stærsti hluthafi þess félags er Kristján Loftsson og fjölskylda í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, er í dag um 690 milljónir króna. Eignarhlutur annarra einka- fjárfesta í Arion banka er hverfandi. Samkvæmt hluthafalista Arion banka eiga átta af stærstu lífeyris- sjóðum landsins samtals um 3,1 prósents hlut í bankanum. Þar munar mest um 0,65 prósenta hlut Gildis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 0,53 prósent, Frjálsi og Stapi eiga hvor um sig 0,4 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna fer með 0,38 prósent og Almenni á 0,35 prósent. Eignarhlutur annarra sjóða – Birtu og Lífsverks – er tals- vert minni. hordur@frettabladid.is Olíusjóðurinn keypti fyrir um 500 milljónir Norski olíusjóðurinn á um 0,3 prósenta hlut í Arion. Nærri 20 nýir erlendir sjóðir bættust við hluthafahópinn í nýafstöðnu útboði. Flestir keyptu á bilinu 0,5 til 1 prósents hlut, meðal annars sænska eignastýringarfyrirtækið Lannebo Fonder. Norski olíusjóðurinn er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum. Sjóðurinn á eignir að virði um 1.100 milljarða dala. NordicpHotoS/Getty hlut á norski olíusjóðurinn að meðaltali í hverju einasta skráða fyrirtæki í heiminum. 1,4% tap á veitingastaðnum Jamie’s italian við pósthússtræti var 86 milljónir króna í fyrra. eigið fé var neikvætt um 85 milljónir króna. frÉttabLaðið/aNtoN briNK 4 . j Ú l í 2 0 1 8 M I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -A C D 8 2 0 5 0 -A B 9 C 2 0 5 0 -A A 6 0 2 0 5 0 -A 9 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.