Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 18
Ég vakna ekki allt í einu og er í toppstandi. Núna tekur við enn meiri vinna og það er enginn sem er að fara að gera þetta fyrir mig. Ég þarf að sjá til þess að ég sé réttu megin í lífinu og í jafnvægi. Þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í á hverjum degi og það hjálpar til að hafa þetta góða fólk í KR í kringum mig. Þó svo að ég sé ekki að gera þetta fyrir neinn annan en sjálfan mig þá vill maður samt ekki bregðast þeim sem hafa gert svona margt fyrir mann,“ segir Björgvin Stefánsson, leikmaður KR í knattspyrnu. Björgvin var ekki í leikmanna- hópnum gegn Val í byrjun júlí og var þá ákveðið að tala um agabann. Síðar gaf KR út yfirlýsingu þar sem kom fram að Björgvin hefði ákveðið að leita sér aðstoðar sérfræðinga vegna misnotkunar á róandi lyfjum. Einnig sagði í yfirlýsingunni að KR mundi aðstoða Björgvin í einu og öllu við að ná bata. „Ég veit að það var ekki sjálfgefið hjá KR og ég var ekki endilega að búast við því en það var mikill léttir og ég er þakklátur þeim að standa við bakið á mér – það sýnir hvernig fólk þessi klúbbur hefur að geyma, hvað þetta eru miklir toppmenn og góðir menn í kringum klúbbinn,“ segir hann. Þegar hann þrumaði boltanum í netið gegn Grindavík þreif hann um merki KR á brjóstinu og hljóp til stuðningsmanna. Algjörlega ósvikin gleði og hélt hann fast og lengi í KR- merkið. Stúkan tók undir og fagnaði með. „Ég fann fyrir því og finn fyrir miklum stuðningi. Maður er hálf klökkur eiginlega og þetta er svo langt frá því að vera sjálfgefið. Þegar maður gerir mistök þá líður manni illa og maður vill gera allt til að bæta fyrir það. Það var frábært að gera það með markinu og ég mun reyna að halda því áfram. Þetta hvetur mann áfram til að standa sig og reyna að gefa til baka.“ Mark Björgvins kom eftir frá- bæran sprett Óskars Arnar Hauks- sonar, sem er fyrirliði KR. Björgvin fór á nærstöngina og þrumaði fast fram hjá markverði Grindavíkur. Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálf- ari KR, teiknaði markið upp í huga Björgvins rétt áður en hann fór inn á völlinn. „Óskar matreiddi þetta fyrir mig og ég þurfti ekki að gera mikið. Bjarni var nýbúinn að hamra á því að ég ætti að hlaupa á nærstöngina. Hann sagði við mig að sama hvað, ég ætti að fara á nærstöngina og það borgaði sig.“ Eftir leikinn gegn Val sló Óskar á þráðinn til Björgvins og áttu þeir gott spjall sem Björgvin er þakk- látur fyrir. „Hann heyrði í mér og sagði að hann og allir strákarnir stæðu með mér. Það skipti þá engu máli hvað hefði komið upp á og þeir myndu styðja við bakið á mér, sama hvað. Við áttum gott spjall og mér leið vel eftir það samtal. Nánast allir strákarnir heyrðu svo í mér og og það er mikil samstaða innan félagsins og ég er mjög þakk- látur fyrir að hafa þá sem liðsfélaga.“ Hann segir að það sé sterkt bræðralag í klefa KR-liðsins. „Ég man þegar ég kom hingað fyrst, þá hélt ég að ég yrði lengur að komast inn í hópinn og yrði lengur að aðlagast en frá degi eitt þá var mér vel tekið. Það er sterkt bræðralag í klefanum og allir að róa í sömu átt og menn eru tilbúnir að gera margt hver fyrir annan. Ég held að þetta sé meðal annars ástæða þess að KR er rótgróið stór- veldi og risaklúbbur á þessu landi og hefur verið alla tíð. Það er vegna fólksins í kringum félagið. Um leið og maður kemur hingað þá er þetta eins og ein stór fjölskylda – allt frá stjórn- inni og til stuðningsmannanna.“ Leikurinn gegn Grindavík var fyrsti leikur Björgvins eftir að hann reimaði á sig takkaskóna eftir að hann sneri til baka. Hann var ekki mikið að búast við að fá mínútur en kallið kom frá Rúnari Kristinssyni að hita upp og gera sig kláran. „Það var einstaklega ljúft að koma inn á og ég var ekkert endilega að búast við því enda fyrsti leikurinn minn í hóp frá því ég sneri aftur. Það sýnir hvað KR hefur mikla trú á mér og það var frá- bært að geta hjálpað liðinu um leið með markinu. Ég fór í burtu skömmu eftir Vals- leikinn til að taka á mínum vanda- málum. Svo tók ég nokkrar æfingar fyrir þennan leik. Rúnar var búinn að segja við mig að ef ég er í andlegu jafnvægi þá sé ég með liðinu. Þar ætla ég mér að vera.“ Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, er snúinn aftur á völlinn. Hann bendir á að nú taki við vinna utan vallar líka. FRéttaBlaðið/SigtRygguR aRi Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, Við áttum okkur að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við Verðum þVí að minna sVolítið á hVað lífið snýst um. hann heyrði í mér og sagði að hann og allir strákarnir stæðu með mér. það skipti þá engu máli hVað hefði komið upp á og þeir myndu styðja Við bakið á mér, sama hVað. Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varð- andi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífs- mynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótbolta- leikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar  minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þess- um lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmanna- hópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orr- ustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Von- andi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar. Bara eitt líf að spila úr Rúnar Kristinsson, þjálfari KR stendur við bakið á Björgvin. FRéttaBlaðið/ERniR KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér að- stoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. Fögnuðurinn leyndi ekki tilfinningum hans til félagsins og stuðn- ingsmanna sem hafa tekið honum opnum örmum. Framhald á síðu 20  Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is 4 . á g ú s t 2 0 1 8 L A U g A R D A g U R18 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -3 B 5 0 2 0 8 8 -3 A 1 4 2 0 8 8 -3 8 D 8 2 0 8 8 -3 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.