Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Sækja þarf þriggja vikna grunnnámskeið áður en fólk fer að æfa CrossFit. Kennt er þrisvar í viku og hefst næsta grunnnámskeið þann 8. ágúst. Aðstaðan verður öll hin glæsi-legasta. Nýja Reebok Fitness stöðin er u.þ.b. 2.400 fermetrar að stærð og þar af fara 350 fermetrar undir CrossFit,“ segir Ágúst Ágústs- son hjá Reebok Fitness og CrossFit Kötlu en ný stöð verður opnuð í september í Lambhaga 15 (við rætur Úlfarsfells, rétt við Bauhaus). Fyrir er CrossFit Katla í Reebok Fitness í Holtagörðum. Í Lambhaga er undirbúningur í fullum gangi og segir Ágúst nýju stöðina bjóða upp á aukið úrval tíma og æfinga. CrossFit Katla Lambhaga er systurstöð Cross- Fit Katla Holtagarðar og mun sama æfingaprógramm vera á báðum stöðvum. Meðlimir í CrossFit Kötlu greiða eitt gjald en geta síðan valið hvort þeir mæti á æfingu í Lamb- haga eða Holtagörðum, allt eftir því hvað hentar þeim. Meðlimir Kötlu geta einnig nýtt sér alla almenna tíma og aðstöðu í Reebok Fitness stöðvunum. Fjölbreyttir tímar Hér verður sérstakur salur með inn- rauðum hita en innrauður hiti fer dýpra inn í líkamann og mýkir alla vöðva og liði. Þá geta CrossFittarar til dæmis brotið upp rútínuna með því að fara Hot yoga, Triggerpoint Pilates eða sótt teygjutíma. Hér verður boðið upp á hjólreiðatíma þar sem hjólað er eftir vöttum og einnig hægt að fara í spinning. Eftir æfingar getur fólk svo slakað á í gufubaði og dýft sér í heita og kalda potta,“ segir Ágúst. Þá verður barnapössun í boði í Lambhaga. Ekkert sé til sparað við nýju stöð- ina og meðal annars hafi sérstaklega verið hugað að hljóðvist við hönnun CrossFit salarins. „CrossFit æfingunum getur fylgt hávaði frá lóðaköstum. Helmingur- inn af gólfinu í nýja CrossFit salnum er sérstaklega útbúinn til að bregðast við því. Þegar við steyptum gólfið skildum við hundrað fermetra svæði eftir sem fyllt var af sandi, stuð- kantur settur meðfram veggjum og svo steypt yfir. Flöturinn er því ekki járnabundinn við veggi og með því vonumst við til að hávaða leiði ekki eins um húsið. Í Holtagörðum er salurinn á 2. hæð og þar má ekki kasta lóðum, þótt það hendi öðru hvoru í hita leiksins,“ segir Ágúst. Tímar fyrir unglinga (8.-10. bekk) Fljótlega eftir opnun Reebok stöðvarinnar verður boðið upp á tíma fyrir unglinga (8.-10. bekk) í Reebok Fitness og svo yngri börn í kjölfarið. Ágúst leggur áherslu á að tímarnir snúist ekki um keppnis- æfingar heldur heilbrigðan lífsstíl til langframa. „Ég hef lengi átt mér þann draum að ná fyrr til krakka og kynna fyrir þeim þetta fjölbreytta og skemmti- lega æfingaform sem tengist ekkert endilega keppni, heldur því að hreyfa sig rétt, viðhalda liðleika og styrk og passa upp á góða næringu. Tilgangurinn er ekki „sixpack“ heldur lífsgæðin sem fylgja hraustum líkama sem endist lengur og er sterkari gagnvart sjúkdómum. Með því að gera krakka og unglinga með- vitaða um heilbrigt líferni snemma á ævinni fjárfestir maður í heilsunni til framtíðar,“ segir Ágúst. Unglingatímarnir verða kenndir í æfingaaðstöðu Kötlunnar í Lamb- haga og þjálfari verður Marion Fennö Muyingo. Alhliða þjálfun hentar öllum Brynjar Ingólfsson, annar yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu, segir alla geta stundað CrossFit. Áhersla sé lögð á heimilislegt andrúmsloft og passað upp á að iðkendur framkvæmi æfingarnar rétt. „Iðkendur í CrossFit Kötlu eru á mjög breiðu aldursbili eða frá 16 til 65 ára. Kynjahlutfallið er 60% konur, 40% karlar. Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að nú sé ég foreldra vera farna að taka unglingana með sér á æfingar. CrossFit er sport sem fólk á ólíku getustigi getur stundað saman en á jafningjagrundvelli,“ segir Brynjar. „Við viljum að fólki líði vel og höfum frekar lagt áherslu á heimilisbrag og góðan anda en keppnisæfingar þó við séum alltaf að vinna að því að fólki nái sínu besta formi. CrossFit er alhliða styrktar- og úthaldsþjálfun sem er byggð upp á breytilegum æfingum sem undirbúa líkamann fyrir áskoranir af hvaða tagi sem er. Það ættu allir að geta stundað CrossFit. Það er alltaf hægt að finna æfingar og hreyfingar sem henta hverjum og einum,“ segir Brynjar. Byrja ætti á að sækja grunn- námskeið í CrossFit til að læra undir- stöðuatriði og rétta tækni. Grunnnámskeið að hefjast „Það þarf að taka þriggja vikna grunnnámskeið í CrossFit áður en fólk fer að æfa. Námskeiðið er kennt þrisvar í viku þar sem farið yfir helstu atriði í CrossFit, beitingu líkamans í hinum ýmsu æfingum og hvernig fólk geti „skalað“ æfingar sem framkvæmdar eru. Eftir það getur fólk mætt í Wod (Workout of the day),“ útskýrir Brynjar. Næsta grunnnámskeið hefst 8. ágúst, kostar 19.900 krónur og er septemberaðild innifalin. „Tíu þjálfarar starfa á stöðinni, fimm karlar og fimm konur, sem öll eru með Level 1 eða Level 2 kennslu- réttindi. Við stefnum á að fjölga þjálfurum með haustinu,“ segir Davíð Ólafsson, annar yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu, og bætir við að í boði verða rúmlega 50 tímar í viku þegar opnað verður í Lambhaga. „Þeir sem eru meðlimir í CrossFit Kötlu geta komið og notað aðstöðuna (svo- kallað open box), og æft sjálfir þegar engir tímar eru í sölunum. Stöðvarn- ar verða opnar til klukkan 22 mánu- daga til fimmtudaga, til klukkan 21 á föstudögum og til klukkan 20 um helgar,“ segir Davíð. Heimasíða Crossfit Kötlu er www. Crossfitkatla.is og Facebook-síðan www.facebook.com/CrossfitKatla/ Framhald af forsíðu ➛ Aðstaðan verður öll hin glæsilegasta í nýja húsnæðinu, gufa, heitir og kaldir pottar og barnagæsla svo fátt eitt sé nefnt. Í boði verða rúmlega 50 tímar í viku þegar opnað verður í Lambhaga í september. MyndIR/SIGTRyGGUR ARI Þeir sem eru meðlimir í CrossFit Kötlu geta komið og notað aðstöðuna og æft sjálfir þegar engir tímar eru í söl- unum. Stöðvarnar verða opnar til klukkan 22 mánudaga til fimmtudaga, 21 á föstudögum og 20 um helgar. „CrossFit er sport sem fólk á ólíku getustigi getur stundað saman en á jafningjagrundvelli,“ segir Brynjar. Áhersla er lögð á heimilislegt andrúmsloft þó að ávallt sé unnið að því að fólk nái sínu besta formi. 2 KynnInGARBLAÐ FÓLK 4 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -7 6 9 0 2 0 8 8 -7 5 5 4 2 0 8 8 -7 4 1 8 2 0 8 8 -7 2 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.