Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 10
frí heimsending á fartölvum á elko.is GARMIN VIVOSMART 3 0100175500 0100175503 AÐEINS 100 STK. AÐEINS 85 STK. AÐEINS 30 STK. AÐEINS 25 STK. -29% -32% -10% -30% LOGIK ÖRBYLGJUOFN L17MW14E 184.495 verð áður: 204.995 APPLE MACBOOK Z0TZ PHILIPS 49” UHD SNJALLSJÓNVARP 49PUS8303 119.995 verð áður: 169.995 14.995 verð áður: 21.990 7.695 verð áður: 10.995er hafin! útsalan Anton Sveinn setti Íslandsmet SUND Anton Sveinn McKee setti nýtt Íslandsmet í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í Glasgow í Skotlandi í gær. Anton Sveinn synti á 1:00,45 mín- útum og var í 7. sæti í sínum riðli. Hann komst ekki áfram í úrslita- sundið. Gamla Íslandsmetið hans Ant- ons Sveins, frá HM í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi 2015, var 1:00,53 mínútur. Anton Sveinn hóf æfingar á ný í byrjun ársins eftir að hafa tekið sér frí eftir Ólympíuleikana í Ríó. – iþs Valdís úr leik á Opna breska GOLF Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Valdís lék annan hringinn í gær á fimm höggum yfir pari og endaði samtals á sex höggum yfir pari. Niðurskurðurinn miðaðist við eitt högg yfir pari. Valdís var á einu höggi yfir pari eftir skrautlegan fyrsta hring og því í fínni stöðu. Skagakonan byrjaði hringinn í gær illa, fékk þrjá skolla á fyrstu fjórum holunum og eftir það var róðurinn þungur. Hún fékk alls sjö skolla á hringnum í gær og tvo fugla. – iþs Anton Sveinn bætti eigið Íslandsmet á EM í Glasgow. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Kári Jónsson tók risa- stórt skref á ferli sínum þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnu- mannasamning og það var ekkert smálið sem verður fyrsti vettvangur hans í frumraun hans sem atvinnu- maður. Hafnfirðingurinn samdi nefnilega við spænska stórliðið Barcelona, en hann mun æfa og spila með B-liði félagsins sem leikur í spænsku B-deildinni fyrst um sinn. Kári, sem er tvítugur, lék undir stjórn Finns Freys Stefánssonar þegar hann sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í fyrra og hittifyrra. Íslenska liðið fór upp úr B-deild mótsins árið 2016 og lenti svo í átt- unda sæti í A-deildinni árið eftir. Finnur Freyr telur að góð spila- mennska hans þar hafi vakið athygli útsendara Katalónanna. „Það var fljótlega ljóst að Kári hafði einstakar körfuboltagáfur og að hann skildi leikinn afburða vel. Ég byrjaði að kljást við hann í yngri flokkunum og maður sá það strax að hann myndi komast langt. Hann hafði gríðarlegan leikskilning og þegar ég þjálfaði hann í U-15 og U-16 ára landsliðunum var hann með mjög þroskaðar pælingar um taktík og hvernig leikmenn myndu blómstra inni á vellinum,“ sagði Finnur Freyr um Kára. „Kári sýndi það þegar hann spil- aði með okkur á Evrópumóti leik- manna yngri en 20 ára að hann er í sama gæðaflokki og sterkustu leik- menn í Evrópu í hans aldursflokki. Þarna voru ekki þeir leikmenn sem voru komnir að hjá NBA-liðum, en sterkustu leikmenn sem leika í Evrópu á þessum aldri og Kári stóðst þeim fyllilega snúning. Það kom honum á kortið og hann er að njóta góðs af því. Auk þess sem sú staðreynd að við fórum tvívegis á EuroBasket í A-landsliðinu varð til þess að útsendarar fóru að líta til íslenskra leikmanna,“ sagði Finnur um þróun Kára sem leikmanns. „Það sem hann skortir aðallega er líkamlegur styrkur og því mun hann klárlega bæta við sig hjá Barcelona. Hann mun fara í gegnum sama módel og aðalliðið hjá B-liðinu og vera í umhverfi þar sem hann á alla möguleika á að taka næsta skref sem leikmaður. Það er auðvitað mikill munur á gæðum leikmanna í A- og B-liðunum, en það er samgangur á milli liða og hann er að fara að æfa að einhverju leyti með aðalliðinu og hann mun græða helling á því,“ sagði Finnur um þetta skref Kára. „Það er nokkuð langur vegur á milli þess að leika með B-liði Barce- lona og að koma sér að hjá aðal- liðinu. En vonandi notar Kári þetta sem stökkpall til þess að komast enn lengra. Það er hins vegar ekkert slor að vera farinn að leika í spænsku B- deildinni á þeim aldri sem hann er á og það verður spennandi að sjá hann leika þar næsta vetur. Honum eru allir vegir færir í framtíðinni ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Finnur um komandi keppnistímabil hjá Kára. hjorvaro@frettabladid.is Sýndi ungur afburðagáfur Kári Jónsson er búinn að semja við spænska stórliðið Barcelona. Hann mun leika með B-liði félagsins. Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kára í yngri landsliðum Íslands og þekkir vel til Hafnfirðingsins knáa. Kári var með 19,9 stig, 4,6 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með Haukum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI Það er nokkuð langur vegur á milli þess að leika með B-liði Barcelona og koma sér að hjá aðalliðinu. En vonandi notar Kári þetta sem stökkpall til þess að komast enn lengra. Finnur Freyr Stefánsson 4 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -6 7 C 0 2 0 8 8 -6 6 8 4 2 0 8 8 -6 5 4 8 2 0 8 8 -6 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.