Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 8
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Það er eins
og enginn sé
á staðnum
því allir eru
uppteknir í
tækjunum
sínum og
telja sig eiga
þar í mikil-
vægum
samskiptum
við aðra.
Framlagning kjörskrár
Kjörskrá vegna íbúakosningar um miðbæjarskipulag
Sveitarfélags ins Árborgar, sem haldnar verða laugardag-
inn 18. ágúst 2018, skal lögð fram eigi síðar en 8. ágúst
2018.
Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á
öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn ákveður.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum er bent á að
senda þær sveitarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar.
Dómsmálaráðuneytinu,
4. ágúst 2018
Einu sinni var lífið list. Nú er það listi.Óopinber endalok sumars eru handan horns-ins. Að lokinni verslunarmannahelgi vaknar
raunveruleikinn af sumardvala. Verkefni vetrarins
skjóta frjóöngum, vaxa og verða að löngum listum: Það
vantar nýja kuldaskó á börnin; er búið að skrá Siggu
litlu á fótboltanámskeiðið og Jón litla í píanótímana?
Yfirmaðurinn er kominn heim úr fríinu. Hann var að
senda tölvupóst. Þarf að svara. Set það á listann. Hvar
eru skólatöskurnar aftur? Síminn pípar. Sms. Stíla-
bækurnar; hvað þarf að kaupa margar? Ekki gleyma
blýöntunum. Síminn pípar. WhatsApp. Siggu er boðið
í afmæli hjá Jónu. Beint í Kringluna. Ha, er mjólkin
búin? Ókei: Afmælisgjöf, mjólk, brauð, bananar, ostur.
Tölvupóstur. Yfirmaðurinn. Fundur á morgun. Set
það á listann. Fréttirnar. Þarf að kíkja á fréttirnar. Og
Facebook. Ekki gleyma Instagram. Skúra gólfið. Eru að
koma jól? Gjafalisti. Jólakortin. Síminn pípar. Tölvu-
póstur. Þarf að svara. Set það á listann. Listinn. Hvar er
listinn? Þarf að finna listann. Set það á listann.
Umbun sýndarathafna
Innkaupalistar. Minnislistar. Aðgerðalistar. Við þekkj-
um öll sæluna sem fylgir því að leysa verk af höndum;
strika yfir atriði á lista. Rannsóknir sýna að í hvert sinn
sem við ljúkum verkefni eykst magn taugaboðefnisins
dópamíns í heila. Dópamín framkallar ánægju, veldur
með okkur vellíðan og orsakar jafnvel sigurtilfinningu.
Listar eru mikilvæg líflína á annasömum tímum. Þeir
fleyta okkur gegnum daginn, halda okkur á floti. Eða
það höldum við. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að listar
séu þvert á móti þungt farg sem sökkvir okkur í hyldýpi
tilgangsleysis og leiðir okkur á glapstigu. Fall okkar er
falið í efnafræði ánægjunnar.
Vegna gleðinnar sem það veitir okkur að klára
verkefni sækjum við ítrekað í litlu og auðveldu verkin
á aðgerðalistanum: svara tölvupósti, hringja símtal,
halda fund. Könnun sem Microsoft gerði meðal skrif-
stofufólks í Bretlandi sýnir að 77% þess telur sig hafa
átt árangursríkan dag hafi það ekki áorkað öðru en að
svara öllum ólesnu tölvupóstunum í innhólfinu.
Slíkur árangur er þó aðeins tálsýn. Því á meðan við
sitjum við tölvuna í dópamín-vímu og svörum fleiri og
fleiri tölvupóstum er eiginlegur afrakstur oft enginn. Í
stað þess að byrja á stóru skáldsögunni förum við út í
búð og kaupum nýja stílabók. Í stað þess að skrifa efnis-
grein í hundrað síðna skýrslu höldum við fund. Í stað
þess að forrita nokkrar línur af kóða í margra ára hug-
búnaðarverkefni dútlum við með Post-it miða. Í stað
þess að setjast niður og spjalla við börnin um daginn
og veginn kaupum við handa þeim límmiðabók. Í stað
þess að klára viðskiptaáætlunina endurskipuleggjum
við aðgerðalistann.
En hvernig getum við brotist undan þessari fíkn í
tafarlausa umbun slíkra sýndarathafna?
Á dánarbeðinum
Ímyndum okkur að lífið sé dagatal. Við horfum inn í
framtíðina. Hver einasti númeraði ferningur er tómur.
Það er ekkert á dagskrá, við höfum ekkert að gera. Það
er þetta viðhorf sem kemur okkur í klandur.
Þegar við skráum fund í dagatalið teljum við
okkur skipuleggja viðburð á tíma sem ekkert stóð til.
Ferningurinn var jú tómur. Slíkt er rökvilla. Þegar við
skráum fund í dagatalið stelum við stund frá stóru
verkefnunum: Skáldsögunni sem á að skrifa, forritinu
sem stendur til að smíða, börnunum sem þarf að koma
til manns. Því dagatalið er aldrei tómt. Það er fullt af
lífi – það er fullt af lífi þangað til við kaffærum það í svo
mörgum sýndarathöfnum að ekki gefst tími til að horfa
á sólarlagið, lesa bók, fara í fjallgönguna, veiðiferðina,
matarboðið, göngutúrinn …
Á dánarbeðinum mun enginn líta til baka og hugsa til
þess með stolti að hafa svarað öllum tölvupóstunum í
innhólfinu áður en kallið kom. Njótið verslunarmanna-
helgarinnar, kæru landsmenn – og munið þegar þið
snúið til baka í veruleika listanna að fríi loknu að það er
aðeins einn listi sem skiptir máli. Sá listi kallast lífið.
Lífið er listi
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Stórfyrirtæki keppast við að laða til sín við-skiptavini og beita meðal annars lokkandi auglýsingum. Ekkert skal til sparað þegar kemur að því að sannfæra viðskiptavininn um að vara fyrirtækisins sé nokkuð sem neytandinn þurfi
mjög nauðsynlega á að halda. Slík fyrirtæki eru sannar-
lega ekki líkleg til að auglýsa: Ekki eyða of miklum tíma
hjá okkur því þið gætuð tapað vitglórunni! Þetta gerðu
forsvarsmenn Facebook þó nýlega í bloggfærslu þar sem
þeir viðurkenndu slæm áhrif þess að dvelja lengi á sam-
félagsmiðlinum.
Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að það hefur
slæm áhrif á andlega heilsu einstaklinga að eyða miklum
tíma á samfélagsmiðlum. Forsvarsmenn Facebook hefðu
auðveldlega getað leitt þessar niðurstöður hjá sér, ekki
græða þeir stórkostlegar upphæðir á því að viðurkenna
að miðillinn sé ekki sú sáluhjálp sem dyggustu notendur
hans ætla. Það er stórmerkilegt að fyrirtæki sem hefur
hag af því að viðskiptavinirnir eyði sem mestum tíma hjá
því skuli áminna fólk um að gera ekki of mikið af slíku þar
sem það geti skaðað andlega heilsu þess.
Nú hafa forsvarsmenn Facebook og Instagram ákveðið
að koma með viðbót á samfélagsforrit sín þar sem
notendur geta áttað sig á því hversu lengi þeir hafa verið
á viðkomandi samfélagsmiðli. Þetta er viðleitni, en engin
lausn. Neytendur eiga auðveldlega að geta áttað sig á því
sjálfir hversu miklum tíma þeir eyða á samfélagsmiðlum.
Stór hópur fólks er mjög meðvitaður um að eyða þar ekki
óhóflegum tíma. Svo er hinn hópurinn sem kann hvergi
betur við sig en á samfélagsmiðlum. Í þau fáu skipti sem
þessir einstaklingar eru fjarri þeim miðlum þjást þeir
nánast af aðskilnaðarkvíða. Sumir eru orðnir svo háðir
miðlunum að þeir eru í hálfgerðu leiðsluástandi við
notkun á þeim og glata öllu tímaskyni. Ekki er líklegt að
þeir læknist af fíkninni þótt Facebook og Instagram gefi
þeim vísbendingar um að þeir séu að eyða hættulega
miklum tíma þar.
Samfélagsmiðlar hafa margt til síns ágætis og gera lífið
óneitanlega oft þægilegra. Þar er fólk leitt saman og deilir
sögum, myndum og skilaboðum. Slík samskipti koma
þó ekki í staðinn fyrir hin raunverulegu samskipti þar
sem fólk hittist augliti til auglitis. Raddblær skiptir máli
í samskiptum fólks. Það gerir snerting einnig, faðmlag,
handaband eða vinalegar strokur sem eru til marks um
vinarþel og flokkast ekki undir káf. Broskallar eru ágætir
til síns brúks en koma ekki í staðinn fyrir bros sem fólk
sem nær vel saman sendir hvað öðru. Hin raunverulega
nánd skiptir máli en samt eru ansi margir sem forðast
hana. Dag hvern sjást fjölskyldur og vinahópar sitja
saman, en það er eins og enginn sé á staðnum því allir eru
uppteknir í tækjunum sínum og telja sig eiga þar í mikil-
vægum samskiptum við aðra. Um leið veita þessir sömu
einstaklingar nánast enga athygli fólkinu sem þeir sitja
með. Það er engin nánd milli fólks því allir eru heillaðir af
tækjunum sínum. Meira að segja forsvarsmenn Facebook
sjá að þetta er ekki í lagi.
Raunveruleg
nánd
4 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
4
-0
8
-2
0
1
8
0
3
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
8
-6
C
B
0
2
0
8
8
-6
B
7
4
2
0
8
8
-6
A
3
8
2
0
8
8
-6
8
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K