Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 54
Patty Spyrakos og Baldur Helgason sýna verk sín í Gallerý Port á Lauga-vegi. Yfirskrift sýning-arinnar er Skemmtilegs og þar er að finna olíu- málverk og teikningar Baldurs og keramikskúlptúra Pattyar. Patty og Baldur unnu flest verkin á sýningunni í vinnustofu sinni í Chicago þar sem þau búa og starfa. „Ég flutti til San Francisco 2008 og fór í nám í myndskreytingu. Þar kynntist ég Patty og við giftum okkur og eignuðumst börn. Við fluttum síðan til Chicago til að geta verið nær fjölskyldu hennar,“ segir Baldur. Hann segir að það hafi tekið sig smátíma að koma sér á framfæri sem listamaður í Bandaríkjunum. „Þegar ég komst að með fyrstu sýninguna mína þá fóru hlutirnir að fara í gang, önnur gallerí höfðu samband og vildu sýna verk mín og það gengur vel þessa dagana. Ég hef verið búsettur erlendis í tíu ár og finnst gaman að sýna hér á landi, maður vill sýna fólkinu sína hvað maður hefur verið að gera. Það er líka skemmtilegt að sýna í í galleríi eins og þessu. Gallerý Port er perla á Laugaveginum, í miðri túrista- þvögunni,“ segir Baldur. Olíumálverk hans og kolateikn- ingar eru í skopmyndastíl. „Þetta eru skopmyndir, svolítið expressj- ónískar týpur,“ segir hann. „Í skop- myndastíl er ég að túlka ýmislegt eins og angist, kímni og mannúð.“ Týpurnar eru með áberandi stórar varir og Baldur er spurður um skýr- inguna á því. „Ég var mjög lítill sem krakki, ekkert nema augu og varir og það hefur fest sig í myndmáli mínu.“ Skúlptúrar Pattyar eru úr keramík og sýna naktar konur í skoplegum stíl, með þykkar varir og áberandi hárgreiðslu. Patty segist þarna vera að leggja áherslu á hlutverk konunnar sem viðfangs. „Ég er ekki að skapa gallalausa og tímalausa nakta ímynd heldur endurspegla innri togstreitu. Þessar verur eru oft með slaufur og bólgna kvenlega hárgreiðslu til þess að sýnast en það undirstrikar að það er útilokað að dæma fólk einungis eftir útlitinu,“ segir hún. Í sumar hefur Patty sýnt verk sín á fjórum sýningum í Chicago, þar á meðal eru skúlptúrar álíkir þeim sem hún sýnir í Gallerý Porti, en sumir mun stærri. Skúlptúrarnir hafa slegið í gegn í Chicago og einn- ig í Gallerý Porti þar sem búið er að selja langflesta þeirra. Auk kven- skúlptúra sýnir Patty matarverk úr keramík, og má þar nefna sviða- haus, en sviðahausa hefur hún aldr- ei smakkað en séð eiginmann sinn gófla þeim í sig. Hún sýnir einnig pulsu, pulsusinnep, kleinu, kókó- mjólk og sundkort, allt úr keramík. Þetta er önnur sýning Baldurs í Gallery Port og fyrsta sýning Pattyar á Íslandi. Hjónin segjast vilja eyða meiri tíma hér á landi. „Við komum hingað einu sinni á ári, helst á sumr- in og eyðum góðum tíma hérna. Við erum að reyna að finna út úr því hvernig við getum verið helming af árinu hérna og hinn helminginn úti,“ segja þau. Túlkanir í skopmyndastíl Hjónin Patty Spyrakos og Baldur Helgason sýna olíumálverk, teikningar og ker- amíkskúlptúra í Gallerý Port. Búa í Chicago en vilja eyða meiri tíma á Íslandi. SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Stærðir: 18–24 Verð: 7.995 Margir litir Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Patty og Baldur sýna fjölbreytt úrval verka í Gallerý Port. Þetta er önnur sýning hans þar en hún sýnir þar í fyrsta skiptið. FréttaBlaðið/Þórsteinn Meðal verka Patty eru pulsa í pulsu- brauði, sinn- ep og kókó- mjólk. allt úr keramík. FréttaBlaðið/ Þórsteinn skopmyndir Baldurs prýða veggi gallerísins. lengst til hægri er sviðahaus með til- heyrandi eftir Patty. FréttaBlaðið/ Þórsteinn Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 4 . á g ú s t 2 0 1 8 L A U g A R D A g U R34 m e n n i n g ∙ F R É t t A B L A ð i ð menning 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 8 -5 8 F 0 2 0 8 8 -5 7 B 4 2 0 8 8 -5 6 7 8 2 0 8 8 -5 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.