Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 27
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Nýtt og fjölbreytt starf verkefnastjóra / aðstoðarsaksóknara á ákærusviði LRH VERKEFNASTJÓRI Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Dagleg verkefni, auk starfa aðstoðarsaksóknara, lúta að aðstoð við verkefnastjórnun, m.a. skipulagningu og útdeilingu verkefna á starfsmenn, samhæfingu á sviðinu samkvæmt markmiðum þess, eftirlit með árangri og utanumhald ýmissa starfsmannamála. Einnig annast verkefnastjóri sérfræðilega greiningu viðfangsefna og samskipti við aðila og stofnanir í tengslum við meðferð mála og úrlausn verkefna. Aðrar hæfniskröfur: • Mjög góð samstarfsfærni og jákvætt viðhorf • Sjálfstæði í samskiptum og vinnu, frumkvæði og skipulagshæfni • Lausnamiðuð nálgun í starfi og metnaður til að ná árangri • Góð hæfni til að miðla upplýsingum • Mjög gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri • Mjög gott vald á ensku, talaðri og ritaðri Menntunar - og hæfniskröfur: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði er forsenda • Yfirgripsmikil þekking og reynsla á sviði rannsókna og saksóknar • Reynsla af málflutningi fyrir héraðsdómstólum er nauðsynleg • Reynsla af stjórnun verkefna og öðrum tilgreindum ábyrgðarsviðum er mikilvæg • Nám í stjórnun æskilegt Leitað er að metnaðarfullum og öflugum lögfræðingi til starfa á ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Starfið er nýtt starf og heyrir undir sviðsstjóra ákærusviðs. Verkefnastjóri verður sviðsstjóra til aðstoðar við stýringu ákærusviðs og verður staðgengill í fjarveru hans. Verkefnastjóri mun auk þess vera aðstoðarsaksóknari. Starfið er mjög fjölbreytt, krefjandi og reynir mikið á samskipti og kraftmikil vinnubrögð. Á sviðinu starfa hátt á annan tug lögfræðinga sem aðstoðarsaksóknarar eða saksóknarfulltrúar sem ákærendur en þeir eru lögreglustjóra til aðstoðar við framkvæmd ákæruvalds samkvæmt skilgreiningu laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Hlutverk þeirra er að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum. Ákærendum ber að leiðbeina lögreglumönnum um framkvæmd rannsóknar og gefa fyrirmæli um framkvæmd hennar eftir því sem við á, sem og að tryggja að fylgt sé fyrirmælum laga um rannsóknir mála og að gætt sé grundvallarmannréttinda við rannsóknir. Að lokinni rannsókn tekur ákærandi ákvörðun um afdrif máls. Sjá nánar um hlutverk ákærenda: www.rikissaksoknari.is/um-akaeruvaldid/skipulag/ Sjá nánar um lögregluna á höfuðborgarsvæðinu: www.logreglan.is/logreglan/umdaemin/hofudborgarsvaedi/ Upplýsingar veitir: Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www. hagvangur.is. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 15. ágúst n.k. Starfshlutfall er 100%. Þess er vænst að umsækjendur hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á hæfni sem óskað er eftir. Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð starfsferilskrá, staðfestar upplýsingar um menntun auk kynningarbréfs þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og rökstyður hæfni sína í starfið. Mat á hæfni umsækjenda í starfið byggir m.a. á innsendum gögnum. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins. Skilyrði er að umsækjendur hafi óflekkað mannorð. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfa um 400 manns, bæði lögreglumenn og borgaralegir starfsmenn, og sinna þeir fjölbreyttum verkefnum. Fjórar lögreglustöðvar eru í umdæminu. Embættið leggur mikla áherslu á jafnrétti og að öllum líði vel í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er þjónustustofnun sem nýtur trausts almennings. Auk hefðbundinnar löggæslu hefur embættið lagt mikla áherslu á baráttuna gegn skipulagðri brotastarfsemi og heimilisofbeldi. Samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi, var valið framúrskarandi nýsköpunarverkefni af Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Mannauðsstjóri Starfs- og ábyrgðarsvið: • Þróun mannauðsstefnu og eftirfylgni hennar í anda embættisins • Ráðningar og samningagerð • Ábyrgð á helstu mannauðsferlum: þróun, innleiðing, þjálfun og umbætur ferla • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur varðandi ráðningar, þjálfun, fræðslu og þróun starfsmanna • Aðkoma að launasetningu og starfsmati • Umsjón með jafnlaunavottun og gæðastjórnun á sviði mannauðsmála • Aðkoma að innleiðingu persónuverndar Menntunar- og hæfniskröfur: • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af mannauðsmálum er skilyrði • Framúrskarandi samskiptahæfni • Leiðtogahæfni og frumkvæði í vinnubrögðum • Árangursmiðuð nálgun og skipulagshæfni • Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg • Metnaður til að ná árangri í starfi • Sjálfstæð, öguð og traust vinnubrögð Lögreglustjóraembættið á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða reyndan og öflugan mannauðsstjóra. Um spennandi og fjölbreytt starf er að ræða og er mannauðsstjóra falið að leiða sviðið og taka þátt í að byggja upp gott og kraftmikið embætti. Lögð er áhersla á nútímalega stjórnunarhætti og þjónandi forystu. Mannauðsstjóri á sæti í yfirstjórn embættisins. Upplýsingar veitir: Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www. hagvangur.is. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 15. ágúst n.k. Starfshlutfall er 100%. Atvinnuauglýsingar atvinna.frettabladid.isSölufulltrúar Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 512 5441 Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 512 5426 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 8 -6 2 D 0 2 0 8 8 -6 1 9 4 2 0 8 8 -6 0 5 8 2 0 8 8 -5 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.