Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 50
Lestrarhestur vikunnar Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi, veljið eitt pappírsdýr sem þið finnið á safninu, skrifið nafn, símanúmer, aldur og nafn á áhuga­ verðri bók sem þið hafið lesið og takið þannig þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Konráð á ferð og flugi og félagar 312 „Jæja þá, tvær sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. Konráð horfði á gáturnar. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessar sudoku gátur hraðar en Kata? ? ? ? Emil Halldórsson er sjö ára og einn daginn tók hann sig til og setti upp sýningarstað fyrir steinana sína. Hvar átt þú heima Emil? Ég á heima á Akureyri. Hvert er helsta áhugamálið þitt? Helsta áhugamálið mitt núna er að safna steinum. Hvar finnur þú þá? Bara uppi í fjalli. Eru flottir steinar uppi í fjalli á Akureyri? Nei, á Eskifirði. Varstu  á ferðalagi þar? Ég er þar núna. Við erum þar oft í sveitinni hennar langömmu minnar. Það er uppáhaldsstaðurinn okkar. Hvað gerir þú við steinana? Ég er búinn að setja þá borð til að sýna þá. Ég hef farið í heimsókn í Steina- safn Petru á Stöðvarfirði og síðan hefur mig langað mikið að setja upp steinasafn. Nú er ég búinn að því. Áttu uppáhaldssteina? Já, ég á einn uppáhaldsstein. Hann heitir ame- tyst. Hann er eins og margir litlir demantar, svo er hann pínulítið fjólublár. Fannstu hann sjálfur? Já. Ég á leyni- stað sem ég finn steina á. Hafa einhverjir ferðamenn komið að skoða safnið þitt? Nei, ekki enn, en ég ætla að standa við borðið þangað til einhver kemur. Ætlarðu að selja einhverja steina? Já, kannski nokkra. Ég þarf að safna fyrir fótboltamóti. En hefurðu einhvern tíma farið út á sjó? Já, ég hef farið út á fjörð á bát en oftast fer ég upp í fjallið og niður í fjöru og leita bæði að steinum og skeljum. Ég á leynistað uppi í fjalli Hann Emil Halldórsson hefur farið í heim- sókn í Steinasafn Petru á Stöðvarfirði. Síðan hefur hann langað að setja upp eigið steina- safn. Nú er sá draumur orðinn að veruleika. Emil skreytir steinasafnið með blómum úr garðinum hennar langömmu sinnar á Eskifirði og skeljum sem hann finnur í fjörunni. Myndir/Eva Þeir eru heldur en ekki glæsilegir, steinarnir í Steinasafni Emils. Hvað er skemmtilegast við bækur? Bækur eru öðruvísi og það gerist alls konar í sögunum. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Ég las bók um Bert (höf. Anders Jacobsson og Sören Ols­ son), sem er bók um strák sem skrifar dagbók. Hann er fyndinn og segir frá öllu sem gerist hjá honum. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Það var Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson, hún er öðruvísi en aðrar bækur, því þú velur sjálf hvað gerist í henni. Hvers lags bækur þykir þér skemmtilegastar? Það fer eftir hvernig skapi ég er í, ef ég væri að velja bók í dag, myndi ég velja dagbók. Ég skrifa sjálf stundum dagbók. Í hvaða skóla gengur þú? Ég er í Langholtsskóla og áður var ég í Ísaksskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, ég fer oft í bókasafnið og fer líka í ýmis útibú Borgarbókasafnsins. Hver eru þín helstu áhugamál? Það er skauta­ íþróttin og ég byrja fjórða árið í haust. Ef þú ætlaðir að skrifa bók, um hvað ætti hún að vera og hvað myndi hún heita? Ég er ekki búin að ákveða það! Hildur Emma Stefánsdóttir 11 ára Hildur Emma var ánægð með bókina sína. 4 . á g ú s t 2 0 1 8 L A U g A R D A g U R30 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð krakkar 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 8 -3 1 7 0 2 0 8 8 -3 0 3 4 2 0 8 8 -2 E F 8 2 0 8 8 -2 D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.