Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 6
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Straumhvörf Audi A3 e-tron sameinar tvo heima Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna. Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með en með skilvirkri samþættingu rafdrifs og sparneytinnar bensínvélar er samanlögð heildardrægni allt að 940 km. Tilboðsverð: 4.090.000 kr. SIMBABVE Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisum- bætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og fram- bjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtu- dagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niður stöður, er harmleikur. Kjör- stjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raun- verulegar og sannreyndar niður- stöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnar- andstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásök- unum um svindl í gær og sagðist ein- faldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lög- regla hafi komið í veg fyrir að blaða- menn fengju að sækja blaðamanna- fund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á mið- vikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá töl- urnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC- liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið. thorgnyr@frettabladid.is Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins. NORDICPHOTOS/AFP ÚKRAÍNA Síðasta vestræna hótelið á Krímskaga, Best Western Sevastopol Hotel í eigu bandaríska fyrirtækisins Best Western Hotels & Resorts, hefur hætt rekstri. Reuters greindi frá þessu í gær og hafði eftir tveimur starfs- mönnum. Ástæðan er viðskipta- þvinganir sem innleiddar voru eftir að Rússar innlimuðu svæðið. Hótel er enn þá starfrækt í bygg- ingunni en það heitir nú einfaldlega Sevastopol Hotel and Spa. Sam- kvæmt Reuters var Best Western hótelið eitt síðasta merkið um veru alþjóðlegra fyrirtækja á skaganum en þau hafa horfið á braut frá inn- limuninni 2014. Á meðal þeirra stór- fyrirtækja sem hafa farið af Krím- skaga eru til að mynda McDonald’s og Radisson Hotels. Með þvingununum var banda- rískum fyrirtækjum bannað að starfa á Krímskaga og fjárfesta á svæðinu. Ekki má eiga viðskipti við ein- staklinga frá skaganum og fyrirtæki þaðan og því er ómögulegt fyrir vest- ræn fyrirtæki að skipta við banka á svæðinu. Best Western rekur sjálft engin hótel heldur leigir fyrirtækjum víða um heim afnotarétt af vörumerkinu, líkt og til dæmis skyndibitakeðjan Subway gerir auk margra ann- arra. Heimildarmaður Reuters sem starfar á hótelinu sagði við miðilinn að fyrirtækið hafi einfaldlega hætt að greiða fyrir afnotaréttinn. Annar sagðist ekki vita hvort það hafi verið ákvörðun Best Western eða rekstrar- aðilans á Krímskaga. Innlimun Rússa á Krímskaga, sem alþjóðasamfélagið álítur enn hluta Úkraínu, var fordæmd á alþjóðavett- vangi. Evrópusambandið og Banda- ríkin hafa innleitt þvinganir vegna innlimunarinnar en Rússar sögðust vera að vernda rússneskumælandi íbúa skagans á Krímskaga og báru það fyrir sig að þetta væri vilji meiri- hluta íbúa hans. – þea Síðasta vestræna hótelið flýr burt af Krímskaga Best Western Sevastopol Hotel er farið af Krímskaga. NORDICPHOTOS/GETTY 4 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -5 8 F 0 2 0 8 8 -5 7 B 4 2 0 8 8 -5 6 7 8 2 0 8 8 -5 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.