Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 2
Veður
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 í dag,
skýjað á N- og A-landi og lítils háttar
rigning eða súld fram eftir morgni,
en skýjað með köflum og stöku síð-
degisskúrir S- og V-lands. Hiti 9 til 18
stig. sjá síðu 32
Bir
t m
eð
fyr
irv
ara
um
pr
en
tvil
lur
. H
eim
sfe
rði
r á
ski
lja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
slí
ku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
eys
t á
n f
yri
rva
ra.
595 1000
FLUGSÆTI
Frá kr.
14.950
VALDAR BROTTFARIR Í ÁGÚST & SEPTEMBER
ÖNNUR LEIÐ MEÐ TÖSKU OG FLUGVALLARSKÖTTUM
ALICANTE
Ítalir í lausu lofti
Hin glæsilega ítalska seglskúta Amerigo Vespucci lagði að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær. Herskipið, sem á heimahöfn í La Spezia á Ítalíu, verður í
Reykjavík til mánudags. Almenningi gefst tækifæri til að skoða sig um í skipinu í dag milli klukkan 11.00 og 12.30 og milli 15.00 og 17.30 og á morgun
milli klukkan 11.00 og 12.30 og aftur á milli 15.00 og 21.00. Sjóliðarnir voru í gær að fínstilla flókið samspil ráa og reiða. Fréttablaðið/Sigrtyggur ari
ferðalög „Við héldum að það
yrðu það margir á leið í strætóinn
í Landeyjahöfn að við mættum 40
mínútum fyrir brottför,“ sögðu vin-
konurnar Vigdís Kristín Rohleder og
Stefanía Helga Sigurðardóttir sem
voru mættar í Mjóddina vel tíman-
lega fyrir áætlaða brottför strætis-
vagns númer 52 í Landeyjahöfn.
Úr Landeyjahöfn áttu Vigdís og
Stefanía bókað far með Herjólfi til
Eyja þar sem þær ætluðu á Þjóð-
hátíð. Báðar er þær nýorðnar nítj-
án ára gamlar. Hvorug þeirra hefur
farið áður á Þjóðhátíð og kváðust
mjög spenntar að fara.
Fimmtán mínútum fyrir brottför
voru aðeins sex manns að bíða eftir
strætisvagninum en rétt fyrir brott-
för hafði hópurinn stækkað upp í
ríflega tuttugu.
„Vinir okkar eru þegar komnir út
í Eyjar og tóku fyrir okkur tjöldin og
ýmislegt annað. Ég held reyndar að
margir hafi annaðhvort ekið sjálfir í
Landeyjahöfn eða hreinlega fengið
einhvern til þess að skutla sér,“ sagði
Vigdís.
Auk Þjóðhátíðar í Eyjum eru fjöl-
margar útihátíðir um allt land nú
um helgina að venju. Þær helstu eru
Neistaflug í Neskaupstað, Norðan-
paunk á Laugarbakka, Innipúkinn
í Reykjavík, Halló Akureyri, Mýrar-
bolti í Bolungarvík, Sæludagar í
Vatnaskógi, Kotmót Hvítasunnu-
kirkjunnar í Fljótshlíð og Flúðir
um versló.
Þá er ótalið Unglingalandsmót
UMFÍ í Þorlákshöfn þar sem búist
er við margmenni í miklu stuði.
Kort af úthátíðum helgarinnar er á
á síðu 12.
Suðurlandsvegi var lokað við
Landvegamót, austan við, um
klukkan þrjú í gær vegna umferðar-
slyss og ekki opnaður aftur fyrr en
rúmum tveimur tímum síðar. Öku-
mönnum var beint um hjáleið og
olli slysið nokkrum töfum á umferð.
Um var að ræða árekstur bifhjóls og
jepplings. Slasaðist einn bifhjóla-
maður töluvert en annar minna.
sigtryggur@frettabladid.is
gar@frettabladid.is
Bjuggust við fleirum í
strætisvagninn til Eyja
Vinkonurnar Vigdís og Stefanía voru á leið á sínu fyrstu Þjóðhátíð í gær og tóku
enga áhættu og mættu fjörutíu mínútum fyrir brottför strætó í Landeyjahöfn.
Útihátíðir í boði víða um land og virtist straumurinn í gær liggja í allar áttir.
Farþegar stigu spenntir um borð í vagn númer 52. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
Stefanía Helga Sigurðardóttir og Vig-
dís Kristín rohleder í miklu stuði.
Vinir okkar eru
þegar komnir út í
Eyjar og tóku fyrir okkur
tjöldin og ýmislegt annað
Vigdís Kristín Rohleder
stangveiði „Þegar áin er komin á yfir-
fall er allt agn leyfilegt í Blöndu. En
alls ekki fyrr!“ segir á vef Lax-ár sem
selur laxveiðileyfi í Blöndu.
Landsvirkjun gaf út á fimmtudag að
miðlunarlón fyrir virkjanir fyrirtæk-
isins væru að fyllast eftir rigningartíð.
Það vantaði tíu sentimetra upp á að
Blöndulón fylltist. Áin færi þar með
á yfirfall. Það gerir laxveiðimönnum
erfitt fyrir. Búast má við að veiði verði
dræm eftir þetta. Það eru ekki góð tíð-
indi því aðeins hafði veiðst 771 lax í
Blöndu í lok júlí. Meðalveiði síðustu
fimm ár er 2.638 laxar. – gar
Allt agn leyft á
yfirfalli í Blöndu
Á blöndubökkum. Fréttablaðið/gVa
náttúra Lúmskasta hættan af Skaft-
árhlaupinu stafar af brennisteins-
vetni í hlaupvatninu. Þetta segir
Snorri Zóphóníasson, sérfræðingur
í mælarekstri hjá Veðurstofunni.
„Það er þannig að ef maður er of
nálægt þá fer það í tárin í augunum
og slímhúðina í lungunum og
breytir vökvanum þar í sýru. Menn
fá brunasár á augu og lungu. Það
verður hreinlega til brennisteins-
sýra úr vökvanum,“ segir Snorri.
Snorri segir að enginn ætti að
koma nálægt upptökum árinnar og
að minnsta kosti tuttugu kílómetra
niður með henni. Einnig þurfi að
huga að vindátt. „Síðan rýkur þetta
úr vatninu. Þegar maður kemur
neðar er þetta ekki svona magnað.“
Að sögn Snorra var farið að draga
úr þeirri miklu hækkun sem varð
á vatnshæð hlaupsins skömmu
eftir að það braust undan jökl-
inum stuttu eftir hádegi í gær, fyrr
en vísindamenn höfðu spáð, þegar
Fréttablaðið náði tali af honum í
gærkvöld. Snorri segist hafa skoðað
mörg hlaup aftur í tímann og segir
þennan bratta ekki óvenjulegan við
upphaf hlaups.
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær
að björgunarsveitarfólk hafi fundið
um kvöldmatarleytið tvo hópa
göngumanna á svæðinu þar sem
hlaupið fór um þegar unnið var að
rýmingu svæðisins og hjálpað þeim
við að komast leiðar sinnar. – þea
Gasið
lúmskasta
hættan
Skaftá við Kirkjubæjarklaustur í gær-
kvöldi. Fréttablaðið/anton brinK
4 . á g ú s t 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
4
-0
8
-2
0
1
8
0
3
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
8
-3
1
7
0
2
0
8
8
-3
0
3
4
2
0
8
8
-2
E
F
8
2
0
8
8
-2
D
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K