Fréttablaðið - 18.08.2018, Page 6

Fréttablaðið - 18.08.2018, Page 6
Stjórnmál „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmála­ fræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að ný borgar­ stjórn tók til starfa hefur verið heldur stormasamara í ráðhúsinu en borgar búar hafa átt að venjast á undanförnum árum. Eiríkur segir mögulegar skýringar að finna annars vegar í almennri þróun stjórnmála á Vesturlöndum og hins vegar megi einnig finna sérís­ lenskar skýringar. „Í þeim stéttastjórnmálum sem voru framan af tuttugustu öldinni var oft gríðarleg harka í pólitíkinni og þá var líka gríðarleg harka í póli­ tík á Íslandi. Svo gerist það svona á síðustu áratugum að það fer að verða meira samráð víða í stjórnmálum og þessi ofboðslegu átök sem verið höfðu fara minnkandi og það gerist líka hér á Íslandi. Síðan færist þessi harka af stað á nýjan leik.“ Eiríkur leggur áherslu á að þegar við tölum um aukna hörku núna, megi ekki skilja það sem svo að slíkt hafi ekki sést áður. „Við erum hins vegar að koma úr löngu tímabili minni átaka.“ Um hinar íslensku aðstæður segir Eiríkur að pólitíkin í borgar­ stjórnum undanfar­ inna kjörtímabila hafi gengið meira út á samráð minnihluta og meirihluta. „Full­ trúar Sjálfstæð­ isflokksins í minnihluta lögðu marg­ ir hverjir upp með þ a ð a ð r e y n a a ð ko m a s í n u m málum í gegn með samráði við meirihlutann frekar en að vera í stöðugum átökum sem felur þá í sér að koma færri málum í gegn,“ segir Eiríkur og segir þetta hafa verið meðvitaða pólitík hinna frjálslyndari borgarfulltrúa Sjálf­ stæðisflokksins og mörgu leyti áhrifa ríka í því að koma málum í gegn en síður áhrifaríka í því að sýna fram á eða skerpa á einhvers konar sérstöðu andstöðunnar fyrir kosningar. „Svo gerist það að þessari stjórnar andstöðu er hafnað af Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar og það er stillt upp ann­ ars konar liði sem greinilega hefur hafnað þessari aðferð og hefur farið miklu nær þeirri aðferð í stjórnar­ andstöðu sem til dæmis Davíð Oddsson lýsti, það er að segja að fara í öll mál og gera allt tortryggilegt. Og það er sú breyting sem við erum að verða vitni að núna í borgarstjórn,“ segir Eiríkur. adalheidur@frettabladid.is Harka leysir af samráð í pólitík Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samráðsstjórnmálum hafa verið hafnað af Sjálfstæðis- flokknum í aðdraganda kosninga. Þetta skýri að hluta til þau átök sem einkenni borgarmálin í dag. Kjaramál Bæjarstjórn Garðabæjar felldi á fimmtudag tillögu um að fella bifreiðahlunnindi Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garða­ bæjar úr ráðningarsamningi hans. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vikunni gagnrýndi Ingvar Arnar­ son, bæjarfulltrúi Garðabæjar­ listans, laun bæjarstjórans og þá staðreynd að áfram verði honum séð fyrir Toyota Land Cruiser jeppa á kostnað bæjarins. Ingvar lagði því til að fella þessi bifreiðahlunnindi út enda væri um að ræða óþarfa aukakostnað fyrir skattgreiðendur og að laun bæjarstjórans, upp á rúmar 2,2 milljónir á mánuði, dygðu vel fyrir rekstri á eigin bif­ reið. Þessa tillögu felldi meirihlut­ inn. Til vara lagði Ingvar til þær breytingar að bærinn útvegaði bæjarstjóranum rafmagnsbíl í staðinn fyrir jeppann. Garðabæjar­ listinn teldi mikilvægt að fylgja umhverfisstefnu bæjarins og að bæjarstjórinn færi fyrir með góðu fordæmi í þeim efnum með því að nota umhverfisvænan samgöngu­ máta. Þessi tillaga var einnig felld sem og þriðja tillagan um að fella út greiðslu fastrar yfirvinnu sam­ kvæmt ráðningarsamningnum í sex mánuði eftir starfslok. Kaup og kjör bæjarstjórans standa því óhögguð og teljast sam­ Bæjarstjórinn sleppur við rafbíl og heldur jeppanum Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Minnihlutinn í borgarstjórn hefur beitt sér af hörku þann stutta tíma sem liðinn er af kjörtímabilinu. Fréttablaðið/ErNir Nokkur átakaefni í borgarstjórn í sumar • Farið fram á óháða rannsókn  á meintum leka á trúnað- arupplýsingum um tilnefn- ingar í ráð. Skrifstofustjóri telur  ávirðingar gegn starfsmönnum  borgarinnar brot á siðareglum. • Fulltrúi flokks fólksins gagn- rýnir geiflur og grettur fulltrúa  meirihlutans og leggur til sér- stakar samskiptareglur. Þær eru  síðar felldar í borgarráði. • Borgarfulltrúi Sósíalista  sökuð af meirihlutanum  um að ganga erinda  Sjálfstæðisflokksins  við tilnefningar í ráð. • Deilt um hvað  hugtakið sumarfrí  borgarstjórnar  þýðir og hvort og hvenær  borgarfulltrúar eigi að taka  sumarfrí. • Hart deilt á borgarstjóra fyrir að  vera fjarverandi á fyrsta fundi  borgarráðs. – Síðar kom í ljós  að borgarstjóri á við alvarleg  veikindi að stríða. • Fulltrúar Sjálfstæðisflokks  ganga út af fundi í skipulagsráði  vegna meintrar ólögmætrar  boðunar fundarins. • Borgarritari telur borgarfulltrúa  hafa gerst sekan um trúnaðar- brot í umfjöllun um eineltismál. • Líf Magneudóttir krafin um  opinbera afsökunarbeiðni fyrir  að ulla á Mörtu Guðjónsdóttur. þykkt af bæjarstjórn. Fréttablaðið fjallaði um ráðningarsamninginn í vikunni og hvernig ákveðið hefði verið að lækka laun bæjarstjórans um tíu prósent. Var það gert eftir að í ljós kom að honum var ekki heimilt að afsala sér launum sem hann á rétt á sem kjörinn bæjarfull­ trúi en Gunnar hafði viðrað slíkar hugmyndir eftir kosningar í ljósi umræðu um há laun hans og ann­ arra bæjarstjóra. – smj HEIlSa Matvælastofnun (MAST) ítrekar að neytendum stafar ekki hætta af því þó glýfosatagnir mælist í matvælum á evrópskum markaði. Umhverfissamtökin EWG birtu frétt í vikunni um að glýfosat, virka efnið í flestum illgresiseyðum, hafi fund­ ist nokkrum matvörum, þar á meðal morgunkorni. EFSA safnar niðurstöðum úr glýfosatmælingum aðildarríkja Evr­ ópusambandsins á hverju ári. Nýj­ ustu niðurstöður eru frá árinu 2016 en þá var tekið 6.761 sýni frá 26 löndum Evrópu. Glýfosat greindist yfir leyfilegum mörkum í 19 sýnum eða 0,28% sýnanna. Það greindist ekki glýfosat í 96,4% sýnanna. EFSA telur að það magn sem neyt­ endur innbyrða með matvælum á markaði í Evrópu sé ekki skaðlegt heilsu manna. – khn Glýfosat í matvælum ekki skaðlegt heilsu Fréttablaðið/VilhElM SamFÉlaG Guðmundur Ingi Guð­ brandsson umhverfis­ og auð­ lindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir upp­ fylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. Ráðherra skenkir súpu HaFnarFjörður Fyrsta skóflustunga verður tekin að nýju knatthúsi í Kaplakrika á sunnudag. „Svona gerist þetta hjá þessum frjálsu öflugu félagasamtökum,“ segir Jón Rúnar Hallsson, formaður knattspyrnudeildar FH, en einungis örfáir dagar eru liðnir frá því að bæjar stjórn Hafnarfjarðar sam­ þykkti að kaupa þrjú íþróttamann­ virki af FH til að tryggja félaginu fjármögnun framkvæmdanna eftir áralangar deilur um knatthúsbygg­ ingar í bænum. „Þetta mál er búið að vera klárt nánast í fjögur ár,“ segir Jón Rúnar en lætur þess getið að órói um málið í pólitíkinni hafi vissulega haft áhrif. Hann segir stefnt að því að nýja húsið verði tilbúið eftir níu mánuði að því gefnu að veturinn trufli ekki verkið. Jón segir kaup bæjarins á mann­ virkjum félagsins fyrir 790 millj­ ónir  munu duga fyrir byggingu hússins. Aðspurður um það tilboð sem bænum barst þegar til stóð að bærinn stæði að byggingu hússins, segir Jón eðlilegt að slík tilboð beri álagningu, en tilboðið var 50 prósent hærra en ætlað hafði verið í verkið á fjárhagsáætlun bæjarins.  – aá Bygging knatthússins hefst um helgina Jón rúnar halldórsson er hægra megin á myndinni. Fréttablaðið/aNtoN briNk. Stjórnmál Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta­ og menn­ ingarmálaráðherra. Jón Pétur var áður skólastjóri Réttarholtsskóla. Jón Pétur lauk B.Ed.­prófi frá Kennaraháskóla Íslands og stundaði M.Ed.­nám í stjórnun menntastofn­ ana við Háskóla Íslands. Hann hefur verið virkur í ýmsum félagasam­ tökum kennara og skólastjórnenda. Einnig hefur Jón Pétur kennt á Menntavísindasviði HÍ, komið að endurskoðun námskrár í náttúru­ fræði og unnið að fjölbreyttum æskulýðs­ og íþróttamálum. – sar Aðstoðar Lilju Guðmundur ingi Guðbrandsson. „Matarsóun er stórt vandamál, en talið er að einn af hverjum þremur innkaupapokum endi í ruslinu,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, hjá verslunarsviði Samkaupa. Súpan verður í boði frá klukkan 18.00 á Menningarnótt. – khn 1 8 . á G ú S t 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r6 F r É t t I r ∙ F r É t t a B l a ð I ð 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -2 1 5 0 2 0 9 A -2 0 1 4 2 0 9 A -1 E D 8 2 0 9 A -1 D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.