Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 12

Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 12
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávar- útvegsrekstri. Dóttir mín útskrifaðist úr leikskóla í London í vikunni. Eins og sannri nútímamóður sæmir vakti það með mér nístandi samviskubit. Ég átt- aði mig á hversu margt fjögurra ára barnið kunni: Stafi, tölur, heilt tónleikaprógramm af nöturlegum breskum barnagælum (It’s raining, it’s pouring/The old man is snoring/He bumped his head/On the top of the bed/ And couldn’t get up in the morning). Það sem olli því að ég fálmaði eftir pískinum tilbúin í hressilega sjálfshýð- ingu var sú staðreynd að lítið sem ekkert af allri þessari visku var frá mér komið. Ég sat í stofunni og klippti neglurnar á yngri bróður hennar þegar sú fjögurra ára hlammaði sér á sófann og spurði: „Hvers vegna erum við með neglur?“ Þarna var tækifærið. Það var komið að mér að miðla af þekkingu minni; vera sú fyrirmyndarmóðir sem ég hafði alltaf verið á leiðinni að verða; foreldrið sem föndrar dúkkukastala með barninu úr tómum jógúrt- dollum og íspinnaspýtum í stað þess að henda í það nýjustu Barbie-höllinni; foreldri sem spinnur sögur og ævintýri af fingrum fram en ekki upp lygar eins og að Evrópusambandið hafi bannað batterí og þess vegna sé ekki hægt að kaupa nýjar rafhlöður í syngjandi leik- fangavélmennið sem sýgur lífsviljann úr fullorðnum; foreldrið sem skutlar barninu í ballett, píanótíma og forritunarnámskeið eftir skóla í stað þess að rétta því Netflix-fjarstýringuna. Mér fannst framtíðarfyrirætlanir þegar hafa afmáð syndir fortíðar þegar ég svaraði: „Því einu sinni vorum við dýr.“ Ég hélt að mér hefði tekist vel upp er ég miðlaði fjögurra ára dótturinni þróunarkenningunni. En dramb er falli næst. Ég var á leiðinni út í ruslageymslu með stóran pappa- kassa þegar hún birtist eins og árvakur villiköttur úr launsátri. „Átti ég heima í þessum kassa þegar ég var dýr?“ „Ha, nei, sko þú varst ekki dýr.“ „En þú sagðir að við hefðum einu sinni verið dýr.“ „Það voru forfeður okkar sem voru apar.“ „Er amma api?“ „Nei.“ „En afi?“ „Nei.“ „Ertu með svona mikið hár á fótunum af því að þú ert api?“ Ég ákvað að horfast í augu við staðreyndir. „Gjörðu svo vel, hérna er Netflix-fjarstýringin.“ Ég yrði aldrei fyrirmyndarmóðirin sem mér fannst að ég ætti að vera. Eða hvað? Hin nógu góða móðir Árið 1953 bjó Donald Winnicott, breskur barnalæknir og sálgreinir, til hugtakið „hin nógu góða móðir“. Eftir að hafa fylgst með þúsundum mæðra og börnum þeirra veitti Winnicott því eftirtekt að börnum sem ekki gengu að ótakmarkaðri athygli mæðra sinna vísri reiddi betur af en þeim sem nutu óskiptrar athygli. Winnicott sagði að þótt ósjálfbjarga hvítvoðungar þörfnuðust allrar athygli móður eða uppalanda væri mikilvægt að mæður væru ekki alltaf til taks er fram liðu stundir. Börn sem ættu móður sem olli þeim reglulega vonbrigðum – svaraði þeim ekki strax þegar þau kölluðu, lék ekki við þau eftir pöntun, eldaði ekki matinn sem þau vildu – væru betur í stakk búin til að takast á við þá staðreynd að lífið léti ekki undan duttlungum hvers manns. Svo virðist sem kenning Winnicotts eigi við rök að styðjast. Ný rannsókn sýnir að svo kallaðir „þyrlufor- eldrar“, foreldrar sem eru með puttana í öllu sem börn þeirra gera, hefta andlegan þroska barna sinna og grafa undan félagsfærni þeirra. Aðrar rannsóknir sýna að þétt dagskrá af tómstundum haldi aftur af sköpunargáfu barna því fátt geri hugvitinu jafngott og að leiðast. Haustið brestur nú á með öllum sínum kröfum um skutl á íþróttaæfingar, aðstoð við heimalærdóminn, kaup á nýjum skólatöskum og kvabb um tómstundir – það þarf að mæta á fótboltamótin, sauma búninga fyrir skólaleikritið, baka sykurlausa hráköku fyrir fjáröflunar- samkomuna … En áður en uppalendur landsins teygja sig í sjálfshýðingarpískinn er rétt að minna á eftir- farandi: Rannsóknir sýna að „hin nógu góða móðir“ er í raun hin allra besta móðir. Ertu api? Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu.Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnu- greinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds sam- dráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrir- tæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutninga- fyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaup- bæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi. Ekki á nástrái mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns FULLVELDISKAKAN 1 8 . á g ú s t 2 0 1 8 L A U g A R D A g U R12 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð SKOÐUN 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -1 C 6 0 2 0 9 A -1 B 2 4 2 0 9 A -1 9 E 8 2 0 9 A -1 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.