Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2018, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.08.2018, Qupperneq 16
Studio Stafn Hátúni 6B Opið um helgina kl. 12 -17 Sími 552 4700 Studiostafn.is/listaverkasala Sölusýning á listaverkum Fjölbreytt úrval Viltu eignast listaverk Stjarnan - Breiðablik 1-2 0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (19.), 0-2 Guðrún Arnardóttir (36.), 1-2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (87.). Nýjast Mjólkurbikar kvk, úrslitaleikur Þór/KA - FH 9-1 1-0 Andrea Mist Pálmadóttir (18.), 2-0 Andr- ea Mist (39.), 3-0 Lára Einarsdóttir (48.), 4-0 Sandra StephanyMayor Gutierrez (58.), 5-0 Sandra María Jessen (60.), 6-0 Margrét Árnadóttir (61.), 7-0 Sandra Mayor (65.), 8-0 Margrét (71.), 9-0 Sandra Mayor (87.), 9-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir (89.). Valur - ÍBV 0-1 0-1 Cloé Lacasse (51.) Efri Þór/KA 35 Breiðablik 34 Valur 26 Stjarnan 25 ÍBV 18 Neðri Selfoss 16 HK/Víkingur 13 KR 12 Grindavík 10 FH 6 Pepsi-deild kvenna Þetta var fyllilega verðskuldað eftir að við leiddum allan leikinn. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins Handbolti Íslenska handbolta- landsliðið skipað drengjum undir átján ára aldri leikur til úrslita á Evr- ópumótinu í Króatíu á sunnudag- inn eftir að hafa unnið heimamenn 30-26 í undanúrslitunum í gær. Mótherjar íslenska liðsins í leikn- um verða Svíar sem Ísland mætti í riðlakeppninni Þá vann Ísland fimm marka sigur, 29-24. Íslenska liðið átti sigurinn svo sannarlega skilinn í gær eftir að hafa verið með frumkvæðið allan leikinn. Eftir 5-1 rispu Íslands í fyrri hálfleik voru Króatar alltaf að eltast við for- skot Íslendinga og á lokasprettinum náðu þeir að standast öll áhlaup heimamanna. Voru íslensku strákarnir öflugir á báðum endum vallarins og var Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins fyrst og fremst stoltur þegar Frétta- blaðið sló á þráðinn til hans. „Tilfinningin er frábær og ég er ofboðslega stoltur. Þetta verður ekkert mikið sætara. Strákarnir eru búnir að vera stórkostlegir hérna úti. Þetta var fyllilega verðskuldað eftir að við leiddum stærstan hluta leiks- ins,“ sagði Heimir og bætti við: „Ég  hafði smá áhyggjur af því hvernig hugarfarið væri á leiðinni inn í þennan leik en þeir leystu það með glæsibrag. Það er létt yfir hópn- um og við höfum gaman af þessu.“ Heimir sagði erfitt að taka eitthvað eitt út sem hefði skilað sigrinum. „Við erum klókir í sókninni, gefum okkur nægan tíma þar og varnarleik- urinn var frábær í kvöld rétt eins og í öllu mótinu. Við erum með frábæra varnarmenn í þessu liði.“ Hann átti ekki von á því að menn myndu gleyma sér í gleðinni þó að komið væri í úrslitaleikinn, þeir ættu enn einn leik eftir. „Við fögnum þessu í kvöld en við þurfum svo strax að fara að undir- búa næsta leik. Við unnum Svíana í riðlinum en þeir tóku danska liðið nokkuð létt í dag og voru helvíti flottir þar. Við vitum að það verður erfiður leikur en við getum og ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Úlfar og hélt áfram: „Við leggjumst yfir þetta, skoðum leikina betur og reynum að koma með útfærslur á því hvernig við tæklum þetta á sunnudaginn.“ Þeir eiga tækifæri á því að leika eftir afrek U18 árs liðsins árið 2003 sem vann gull á EM í Slóvakíu. Í gær voru fimmtán ár upp á dag frá því að Ísland vann gullið og segir Heimir að þeir séu harðákveðnir í að bæta við titli á morgun. – kpt Varnarleikurinn frábær eins og í öllu mótinu Handbolti Ágúst Jóhannsson tók í gær við starfi sem þjálfari kvenna- landsliðs Færeyja í handbolta. Mun hann sinna því starfi ásamt því að stýra liði Vals í Olís-deild kvenna í vetur. Ágúst starfaði sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fimm ár en hætti störfum fyrir tveimur árum síðan. Undir hans stjórn lék Ísland í lokakeppni HM árið 2011 og í lokakeppni EM ári síðar. Fyrsti leikur Færeyja undir stjórn Ágústs fer fram þann 30. nóvember næstkomandi gegn Sviss í undan- keppni HM. Ásamt Sviss eru Litháen og Finnland með Færeyjum í riðli. – kpt Ágúst næsti þjálfari Færeyja Fótbolti „Það er geggjuð tilfinning að verða bikarmeistari með uppeld- isfélagi sínu og gaman að hafa lagt sitt af mörkum með því að eiga tvær stoðsendingar. Þetta var jafn leikur framan af, en sem betur fer náðum við að skora tvisvar með skömmu millibili í fyrri hálfleik og eftir það var þetta ekki í hættu að mínu mati,“ sagði Agla María Alberts- dóttir í samtali við Fréttablaðið eftir 1-2 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í gærkvöldi. Það var kannski skrifað í skýin að Agla María yrði í aðalhlutverki í úrslitaleiknum. Hún lék með Stjörnunni á árunum 2016-17 og skoraði í 3-2 tapi liðsins fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Í gær gerði hún hins vegar gæfumuninn fyrir Breiðablik gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni. Agla María var besti leikmaður vallarins og lagði upp bæði mörk Blika. Úrslitaleikurinn var jafn og úti á vellinum bar lítið í milli liðanna. En Blikar voru beittari í vítateigunum og nýttu sín tækifæri. Stjarnan byrjaði betur og á strax á 6. mínútu slapp Telma Hjaltalín Þrastardóttir inn fyrir vörn Breiðabliks en Sonný Lára Þráinsdóttir varði skot hennar. Sú markvarsla reyndist afar dýrmæt. Á 19. mínútu missti María Eva Eyjólfsdóttir, hægri bakvörður Stjörnunnar, Öglu Maríu klaufa- lega inn fyrir sig. Hún þakkaði pent fyrir sig og setti boltann á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem skoraði sitt sautjánda mark í jafn mörgum leikjum í deild og bikar í sumar. Þegar níu mínútur voru til hálf- leiks tók Agla María aukaspyrnu á vinstri kantinum, sendi boltann inn á teiginn þar sem miðvörður- inn Guðrún Arnardóttir reis hæst og skallaði boltann í netið. „Ég hef prufað það að tapa bik- arúrslitaleik og ég var staðráðin í því að láta það ekki koma fyrir aftur. Þessi leikur snerist um smáatriði og við nýttum okkur mistök þeirra og fast leikatriði. Þetta var vel klárað hjá Berglindi Björgu og Guðrúnu,“ sagði Agla María sem hefur leikið afar vel fyrir Breiðablik í sumar. Seinni hálfleikurinn í leiknum í gær var lengst af afar bragðdaufur. Stjörnukonur voru bitlausar og Blikavörnin hafði ekki mikið fyrir hlutunum. Ekki bætti úr skák fyrir Garðbæinga að Harpa Þorsteins- dóttir fór meidd af velli um miðjan seinni hálfleik. Telma Hjaltalín hleypti spennu í leikinn þegar hún skoraði fallegt mark með skoti í stöng og inn af löngu færi á 87. mínútu. Nær komst Stjarnan hins vegar ekki og Breiða- blik fagnaði sigri og sínum tólfta bikarmeistaratitli. ingvithor@frettabladid.is Agla María reyndist vera hetjan gegn gömlu félögunum Breiðablik varð bikarmeistari í tólfta sinn eftir 1-2 sigur á Stjörnunni í gærkvöldi. Agla María Albertsdóttir reyndist sínu gamla liði erfiður ljár í þúfu og lagði upp bæði mörk Blika með frábærum fyrirgjöfum. Sonný Lára, markvörður og fyrirliði Blika, hefur bikarinn á loft í leikslok á Laugardalsvelli í gærkvöld. FréttABLAðið/ErNir 1 8 . á g ú s t 2 0 1 8 l a U g a R d a g U R16 s p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 9 -F 4 E 0 2 0 9 9 -F 3 A 4 2 0 9 9 -F 2 6 8 2 0 9 9 -F 1 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.