Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 21
Og fleiri svona vers. Þarna er til
dæmis eitt mjög fornt sem væri
örugglega bannað að hafa fyrir
börnum í dag: Og þá lífsglasið er
/útrunnið fyrir mér, / þó ég skál
dauðans drekki, / Drottinn, slepptu
mér ekki …
Þetta skildi ég náttúrlega ekki
sem barn og lagði enga merkingu í
versin. Þetta voru bara orð sem var
farið með og ég lærði og þau sett
ust í vitundina og fylgdu mér inn
í svefninn sem farvegur öryggis,
æðruleysis og friðar. Svo löngu
síðar á ævinni koma þessi orð til
mín og ég átta mig á því: Já, þetta er
náttúrlega listin að deyja – það er
að temja sér æðruleysi, kveðja dag
inn og mæta nóttinni í öryggi. Þetta
er listin að lifa og þá um leið listin
að kveðja, þegar þar að kemur. Það
er ekki það að gefast upp. Nei. Það
er innbyggt í manneskjuna, og allt
sem lifir, að berjast á móti dauð
anum og öllu því sem hamlar lífi og
hindrar heilsu og velferð. Maðurinn
á að vera á bandi lífsins og þar eru
bestu meðulin trúin, vonin og kær
leikurinn.
Ráðgátur þjáningarinnar eru
yfirþyrmandi. Og þeim ber okkur
að mæta með auðmýkt. Við eigum
svo sjaldan fullnægjandi svör. En
við erum kölluð til að lifa lífinu lif
andi, mæta með æðruleysi því sem
að höndum ber, hugrekki, kjarki til
að takast á við það sem ógnar lífi og
heill, og visku og dómgreind í öllu.
Þetta getur enginn tileinkað sér
sjálfur, þetta eru gjafir Guðs anda.“
Þegar kemur að dauðanum ertu
þá algjörlega sannfærður um að það
sé líf eftir hann?
„Já, ég er það. Það er mín kristna
trú og grundvallandi lífsafstaða,
en hvernig það líf er veit ég ekki.
Ég held að manni sé ekki ætlað að
vita það, frekar en fóstur í móður
kviði veit um heiminn fyrir utan. Ég
treysti því og er fullviss um að það
verður hlýr faðmur, birta og friður
sem mætir manni þar þegar maður
þarf að stíga það skref. Auðvitað
kemur þessi stund fyrr eða síðar
hjá mér og þér og öllum að dauð
inn kveður dyra og segir: Nú er þín
stund komin. Ég bara vona og bið
þess að þegar sú stund kemur þá sé
ég tilbúinn að kveðja og sleppa. En
ég vil ekki vera að velta mér upp
úr því. Nú er ég að njóta lífsins og
hverrar stundar og þakka fyrir það.“
Manneskjan er ekki tölfræði
Ertu bjartsýnn á að þú hafir betur í
þessari baráttu?
„Þegar spurt er um lífslíkur þá er
einhver tölfræði og í mínu tilviki
kemur hún ágætlega út, en mann
eskjan er ekki tölfræði. Það var eins
og læknir sagði einhvern tímann
endur fyrir löngu: Lungnabólga
endar yfirleitt með dauða og það
gerir lífið líka. Ég gæti lifað góðu lífi
í mörg ár með þennan sjúkdóm en
ég gæti dottið niður dauður úr ein
hverju öðru á morgun. Ég velti mér
ekki upp úr þessu út af fyrir sig. Ég
lít á þetta sem eitt af lífsverkefnun
um. Ég fékk þessi veikindi í fangið
og verð að vinna úr þeim, að takast
á við þau, þótt ég hafi svosem ekk
ert beðið um það.
Svo kem ég inn á Landspítalann
til að fara í mína meðferð. Þar er
frábært fólk að vinna stórkostlegt
starf við aðstæður sem eru alls
ekki góðar. Þarna sé ég, hitti og sit
við hliðina á fólki sem er að því er
virðist í vonlausu og síendurteknu
stríði. Þarna sér maður ungt fólk
með fjölskyldu og miklar skuld
bindingar sem er að takast á við
mikil veikindi. Það eru gríðarlega
margar kraftaverkasögur út um
allt af fólki sem sigrast á slíkum
aðstæðum en það eru líka miklar
harmsögur. Margt lætur undan og
brotnar þegar fólk þarf að ganga í
gegnum svona lagað. Gamall maður
eins og ég sem er hættur störfum
hefur svosem ekkert annað að
gera.“
Trúin er haldreipið
Karl er reyndar alls ekki gamall
maður þótt hann haldi öðru fram,
71 árs. Meðferðin hefur vitanlega
tekið á, bæði andlega og líkam
lega og Karl missti hárið, sem er
þó farið að vaxa aftur. „Ég verð var
við það þegar ég fer út og hitti fólk
sem þekkir mig að því bregður við
að sjá mig svona útlits. Um daginn
hitti ég konu sem ég hef þekkt lengi
en ekki séð í rúmt ár. Ég heilsaði
henni, afskaplega ánægður að sjá
hana, en hún horfði tortryggin á
mig og spurði svo konu mína: Hver
er þessi maður?“
Spurður um framhaldsmeðferð
segir Karl: „Ég er undir eftirliti og
verð áfram í hormónameðferð, það
þarf að bremsa þetta af því þetta
hverfur ekki. Sú meðferð gerir að
verkum að ég er ekki eins orku
mikill en nú er ég að reyna að byggja
upp þrekið, sem hefur minnkað
mjög. Ég er enginn íþróttamaður en
ég geng. Þetta er bara spurning um
að kýla sig áfram og draga sig upp
á hárinu, það er að segja ef maður
hefði nú eitthvert hár!“
Karl segir trúarvissuna hjálpa
sér í baráttunni við veikindin. „Ég
veit ekki hvernig ég færi að annars.
Trúin er haldreipið. Ég les alltaf
mikið Davíðssálmana, þeir hafa
verið mér eins og öðrum ómetan
leg uppspretta huggunar. Þeir rúma
allar tilfinningar, bæði öryggið og
friðinn en líka reiðina og óttann,
tilfinningar sem maður vill ekki
kannast við og reynir að bægja frá
sér. Þar er þetta sagt og það er gott
að lesa það, hugleiða og kunna:
„Þótt ég fari um dimman dal óttast
ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér.“
Þetta eru orð sem bera mann uppi.
Og svo bænaversin gömlu, farvegir
friðar og æðruleysis.
Trúin er ekki nema að vissu leyti,
kannski að litlu leyti, á rökhyggju
plani. Hún byggir á trausti, því
grundvallartrausti að vera í góðum
höndum og allt fari vel þrátt fyrir
allt. Hlutirnir geta farið allavega,
það getur allt mögulegt gerst en á
bak við þetta, yfir og allt um kring
er sá máttur sem Kristur birtir
okkur, sem er hjá okkur líka í dauð
anum. Mikilvægustu lyklarnir að
æðruleysi trúarinnar eru undrunin
og þakklætið, það er að taka ekki
lífinu, gæðum þess sem sjálfsögð
um hlut, það er gjöf sem við megum
þiggja, en ekki réttur sem við eigum
kröfu til. Það er ekkert sjálfsagt, líf,
heilsa, gæfa er ekkert sjálfsagt, allt
sem máli skiptir í lífinu þiggjum við
af öðrum, því ætti maður að temja
sér þakklæti til Guðs og manna.
Með þeirri afstöðu til lífsins er líka
auðveldara að skila því af sér þegar
sá tími kemur. Og þakklætinu fylgir
bæn um fyrirgefningu, að sættast
við Guð og menn.
Þótt við séum að tala svona
þá hef ég lítið verið að hugleiða
dauðann, að ég sé í dauðastríði,
svo ég endurtaki það. Ég hef það
bara ágætt. Ég vil ekki sjá mig
sem sjúkling, ég er í ákveðnu pró
grammi og finnst ég vera í góðum
höndum hjá læknunum sem vita
alveg hvað þeir eru að gera. Og svo
nýt ég svo mikillar gæfu, umvafinn
ást og umhyggju allar stundir.“
„Maðurinn á vera á bandi lífsins og þar eru bestu meðulin trúin, vonin og kærleikurinn,“ segir Karl sem tekur veikindum sínum af miklu æðruleysi. FréTTablaðið/STeFán
Þegar spurt er um lífs-
líkur Þá er einhver töl-
fræði og í mínu tilviki
kemur hún ágætlega
út, en manneskjan er
ekki tölfræði.
Þarna sér maður ungt
fólk með fjölskyldu og
miklar skuldbindingar
sem er að takast á við
mikil veikindi.
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 21l A U g A R D A g U R 1 8 . á g ú s T 2 0 1 8
1
8
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
9
A
-2
6
4
0
2
0
9
A
-2
5
0
4
2
0
9
A
-2
3
C
8
2
0
9
A
-2
2
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
1
7
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K