Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 44

Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 44
Verkefnastjóri fjölmenningar í leikskólum Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf verkefnastjóra fjölmenningar á fagskrifstofu leikskólamála laust til umsóknar. Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 62 leikskóla, 36 grunn- skóla, 5 frístundamiðstöðva, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Fagskrifstofa leikskólamála veitir forystu í fagmálum leikskóla, þróun starfshátta og leikskólastarfs á grunni laga um leikskóla og aðalnámskrár leikskóla. Skrifstofan er hluti af fagskrifstofu SFS, en þar eru einnig skrifstofur grunnskóla- og frístundamála. Verkefnastjóri fjölmenningar er leikskólum til ráðgjafar og stuðnings varðandi fjölmenningu og málefni einstakra barna og fjölskyldna með annað móðurmál en íslensku, annast og skipuleggur fræðslu um fjölmenningu og hefur umsjón með málefnum flóttabarna og barna í leit að alþjóðlegri vernd sem tengjast leikskólum. Verkefnastjóri tekur einnig þátt í nefndum og starfshópum í tengslum við fjölmenningarleg málefni og veitir ráðgjöf varðandi þróun fjölmenningarlegra starfshátta til starfsfólks leikskóla. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Ráðið verður í stöðuna frá 1. október 2018, eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2018. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir í síma 411-1111. Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Helstu verkefni og ábyrgð • Stuðningur og ráðgjöf við leikskóla vegna fjölmenningarlegra málefna. • Stuðningur og ráðgjöf varðandi þróun fjölmenningarlegra starfshátta í leikskólum. • Stuðningur og ráðgjöf vegna mála einstakra barna af erlendum uppruna og fjölskyldna þeirra. • Úthlutun fjármagns til leikskóla vegna barna af erlendum uppruna. • Umsjón með málefnum barna í leit að alþjóðlegri vernd, flóttabarna og kvótaflóttabarna sem tengjast leikskólum. • Skipulag og umsjón með fræðslu um fjölmenningu fyrir starfsfólk leikskóla. • Þátttaka í fjölmenningarteymi skóla- og frístundasviðs, nefndum og verkefnahópum í tengslum við málefnið og samstarf við helstu aðila sem koma að málefnum barna af erlendum uppruna. Hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun. • Framhaldsmenntun á sviði fjölmenningar eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla, áhugi og víðtæk þekking á leikskólastarfi. • Þekking og reynsla af málefnum barna af erlendum uppruna. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnu- brögð. • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð enskukunnátta. • Önnur tungumálakunnátta kostur. Fjármálastjóri Menntaskólinn í Kópavogi leitar að kraftmiklum og fjölhæfum einstaklingi í starf fjármálastjóra skólans. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður viðskiptafræðingur, rekstrarfræðingur eða hafi aðra sambærilega menntun og hafi reynslu af vinnslu í bókhalds- og launakerfi ríkisins eða sambæri- legu kerfi. Helstu verkefni eru vinna í bókhaldi skólans, frágangur reikninga, launaskráning og launabókhald, innheimta skólagjalda, uppfærsla innkaupakerfis og eignakerfis, skýrslur um fjármál, fjárhags- og rekstraráætlun, allt í Oracle kerfi ríkisins. Áríðandi er að umsækjandi hafi góða almenna tölvukunnáttu, sér í lagi góða kunnáttu í Excel, skipulögð og nákvæm vinnubrögð, færni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð. Einnig er góð íslenskukunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Friðriksdóttir skóla- meistari margret.fridriksdottir@mk.is og í síma 594 4000. Sótt er um starfið á starfatorgi eða í netfang skólameistara og skulu afrit prófskírteina, starfsferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launa- kjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mk.is. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Verkefnastjóri á skrifstofu Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum óskar eftir að ráða verkefnastjóra á skrifstofu Tilraunastöðvarinnar. Helstu verkefni eru: • Vinna við fjárhags- og viðskiptamannabókhald • Ýmis verkefni tengd starfsmannahaldi • Ýmis önnur verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun • Æskileg þekking á Oracle fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins • Gott vald á upplýsingatækni • Mjög gott vald á Excel • Faglegur metnaður, nákvæmni og öguð vinnubrögð • Lipurð, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er tekið mið af jafnréttisstefnu Keldna. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Helgi Helgason (sími 5855120). Umsókn og ferilskrá sendist framkvæmdastjóra Keldna til og með 27.8.2018 (netfang starfkeldur@hi.is). Öllum umsóknum verður svarað. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun með margþætta starfsemi. Stofnunin sinnir grunn- og þjónusturannsóknum í líf- og læknisfræði dýra og manna. Tilraunastöðin sinnir einnig þjónustu vegna heilbrigðiseftirlits í dýrum og eftirlits með búvöruframleiðslu. VIKING LIFE SAVING EQUIPMENT Á ÍSLANDI Óskar eftir að ráða sölumann með reynslu. Við óskum eftir nákvæmum, skipulögðum, heilsuhraustum og jákvæðum einstakling til starfa hjá traustu fyrirtæki. Stýrimannsréttindi er kostur, góð tölvu og ensku kunnátta skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á vhj@viking-life.com eigi síðar en 26. ágúst 2018. Yfirvaktstjóri við Salalaug Salalaug er staðsett við Versali í salahverfi Kópavogs. Sundlaugin var formlega opnuð á sumardaginn fyrsta árið 2005. Þar eru sundlaugar úti og inni ásamt heitum pottum, gufubaði og rennibraut. Hjá lauginni starfa rúmlega tuttugu manns, við þjónustustörf, þrif og öryggisgæslu. Nánar um starfið Yfirvaktstjóri er undirmaður forstöðumanns sundlaugar og er jafnframt staðgengill forstöðumanns. Yfirvaktstjóri gengur vaktir og sér um ýmis rekstrartengd mál svo sem pantanir, mönnun á vaktir o.s.frv. Yfirvaktstjóri er yfir- maður almennra starfsmanna á sinni vakt. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli. Menntunar og hæfniskröfur Gerð er krafa um eftirfarandi hæfni: - Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. - Ríka þjónustulund og lausnarmiðaða hugsun. - Frumkvæði, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð. Menntun: - Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið námi sem nýtist í starfi. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitafélaga. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018. Frekari upplýsingar Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Halldórsson í síma 570-0485 eða í gegnum netfangið gudmundur.h@kopavogur.is . Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is kopavogur.is 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -5 2 B 0 2 0 9 A -5 1 7 4 2 0 9 A -5 0 3 8 2 0 9 A -4 E F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.