Fréttablaðið - 18.08.2018, Page 50

Fréttablaðið - 18.08.2018, Page 50
Sálfræðingar Vegna aukinna umsvifa leitar Heilsuborg að metnaðarfullum sálfræðingum til starfa. Um er að ræða þverfaglegt og fjölbreytt starf. Viðkomandi þarf að vera jákvæður og samvinnufús og það er mikill kostur að búa yfir reynslu af sálfræðistörfum á sviði streitu/kulnunar. Einnig er gott ef viðkomandi hefur reynslu og þekkingu á að leiða núvitundarhugleiðslu. Skilyrði er að hafa áhuga á samstarfi við Virk starfsendurhæfingarsjóð. Möguleiki er á 100% stöðu sem verktaki. Hlutastarf kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ása Þórðardóttir, fagstjóri hugarhreysti og geðræktar hjá Heilsuborg, í síma 661 5272. Umsóknir sendist á sigrun@heilsuborg.is fyrir 1. september. Viltu starfa á einstökum vinnustað? Bíldshöfði 9 / Höfðinn / 110 Reykjavík / Sími 560 1010 / heilsuborg@heilsuborg.is Heilbrigð sál í hraustum líkama heilsuborg.is Heilsuborg er sá staður sem fólk leitar til þegar það vill koma í veg fyrir heilsubrest, öðlast aukna vellíðan eða vinna með heilsuverkefni sem upp koma. Fyrirtækið er einstakt, enginn á Íslandi býður hliðstæða þjónustu. Hjá Heilsuborg starfar samhentur hópur starfsmanna að því markmiði að bæta heilsu og lífsgæði viðskipta- vinanna. Fagmennska og virðing eru höfð að leiðar- ljósi í starfseminni. Starfsumhverfið er frjótt og stöðugt er leitað nýrra leiða til að þjóna viðskiptavinum sem best. Allir sérfræðingar Heilsuborgar eru með háskólamenntun í sínu fagi. Hjá Heilsuborg starfa m.a. hjúkrunarfræðingar, læknar, næringarfræðingar, félagsfræðingur, íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, og ástríðukokkur. Heilsuborg hefur nýlega komið sér fyrir í nýju sérinnréttuðu húsnæði á Bíldshöfða 9. Starfsmenn eru um 90 talsins. SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lög- fræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvalds- fyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Þar sem aðstoð við sveitarfélög vegna innleiðingar laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er umfangs- mikið verkefni hjá sambandinu er æskilegt að umsækjendur hafi haldgóða þekkingu á þeirri löggjöf. Lögfræðingurinn mun jafnframt starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem meðal annars varða skipulags- og umhverfismál, skólamál, málefni félagsþjónustu sveitarfélaga og túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga. Gerð er krafa um embættispróf í lögfræði eða meistarapróf í lögum, ásamt góðri þekkingu á stjórnsýslurétti. Reynsla af störfum á þeim málefnasviðum sem að ofan greinir er kostur, ásamt þekkingu og áhuga á málefnum sveitarfélaga. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í a.m.k. einu öðru Norðurlandamáli og ensku er æskileg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga. Leitað er að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs,netfang: gudjon.bragason@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900. Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Umsækjen- dum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sve- itarfélaga eru á heimasíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna starfslýsingu fyrir starfið og mannauðsstefnu sambandsins. Umsóknir, merktar „Umsókn um starf lögfræðings á lögfræði- og velferðarsviði“, berist eigi síðar en mánudaginn 27. ágúst nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti til samband@samband.is Vörubílstjóri Þingvangur leitar að öflugum og áreiðanlegum vörubílstjóra vanan vinnu með bílkrana. Meirapróf og vinnuvélaréttindi skilyrði. Kranamaður Þingvangur leitar eftir vönum kranamanni. Um er að ræða öflugasta byggingarkrana landsins. Upplýsingar veitir Kristján Sveinlaugsson í gegnum netfangið kristjan@thingvangur.is og í síma 698-0088 Þingvangur er einn öflugasti byggingaraðili á Íslandi. Félagið á og leigir út hótelbyggingar og verslunarhúsnæði og hefur m.a byggt hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, iðnaðarbyggingar og verslunarkjarna. Þingvangur rekur eigið gæðakerfi með vottun frá Frumherja, eigin rafmagns og véladeild, ásamt því að flytja inn helstu aðföng til að tryggja gæði, framboð og verð. Læknisfræðileg myndgreining (Röntgen Domus) auglýsir stöðu læknaritara lausa til umsóknar Um er að ræða 50-70% starf á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem samheldinn og þéttur hópur starfsmanna vinnur að sameiginlegu markmiði. Reynsla af læknaritun og löggilding læknaritara er kostur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Umsókn og frekari upplýsingar sendist á á netfangið ragga@rd.is. Umsóknarfrestur er til og með mán 27.ágúst nk. Röntgen Domus | Sími 551-9333 – www.rd.is Suzuki Þjónustan • Skeifunni 17 108 Reykjavík • 568 5100 BIFVÉLAVIRKI ÓSKAST Á VERKSTÆÐI SUZUKI Bifvélavirki óskast til starfa á verkstæði Suzuki. Á verkstæði Suzuki starfar frábær hópur fagmanna, þar sem margir eru með yfir áratuga reynslu í faginu. Suzuki er líflegur og skemmtilegur vinnustaður, vertu með okkur og sæktu um. Ferilskrá sendist á gylfi@suzuki.is fyrir 31. ágúst n.k Þarftu að ráða starfsmann? Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. 18 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 8 . áG ú S T 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -7 5 4 0 2 0 9 A -7 4 0 4 2 0 9 A -7 2 C 8 2 0 9 A -7 1 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.