Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 74

Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 74
Ég er frekar prívat manneskja og var ekkert endilega viss um að ég ætti að birta myndir á netinu af því hvernig ég byggi. Það eru komin yfir sex hundruð „likes“ og hátt í hundrað athuga- semdir. Það er frábært að fá svona hvatningu og jákvæða endurgjöf,“ segir Hrafnhildur Sigmarsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg og jógakennari, en hún notaði sumarfríið til að koma sér fyrir í fallegri íbúð í Bryggjuhverfinu. Myndir sem hún birti á Facebook- hópnum Skreytum hús vöktu athygli margra. „Þetta er klárlega besta grúppan í bænum. Fólk er svo viljugt að koma með ábendingar og leita ráða, Ég sótti til dæmis hvatningu í hópinn til þess að mála þennan bláa lit í stofuna, Votur heitir hann frá Slippfélaginu,“ segir Hrafn- hildur. Liturinn hafi slakandi áhrif enda eigi heimilið að vera vin. „Ég er jógakennari og farar- stjóri hjá Bændaferðum á slóðum Vestur-Íslendinga í bæði Banda- ríkjunum og Kanada. Ég hef nýlokið diploma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og í henni er lögð mikil áhersla á vellíðan í umhverf- inu. Ég hef yfirleitt mikið að gera, í vinnunni á daginn og kenni á kvöldin og því skiptir það mig miklu máli að heimilið sé vin. Ég er til dæmis ekki með sjónvarpið í stofunni. Bláu veggirnir mynda U og þegar ég sit við borðstofuborðið og horfi inn í stofuna finnst mér liturinn umvefjandi. Í honum er grænn og hlýr tónn, eins og djúp- sjór. Honum fylgir mikil kyrrð,“ segir Hrafnhildur. Spurð út í stílinn á heimilinu segist hún raða saman úr öllum áttum og haldi upp á hluti sem hafi tilfinningalegt gildi. „Innblástur sæki ég til móður minnar, móðursystur og systur, allt smekkkonur sem virða nota- gildi gamalla hluta. Ég er til dæmis með gamlan skáp í stofunni sem foreldrar mínir keyptu 1976 og gamlar bækur í hillum sem tengdar eru sögu Vestur-Íslendinga sem frændi minn hefur grafið upp fyrir mig hjá fornbókasölum. Ég er dugleg að elta útsölur og tilboð og reyni að kaupa klassíska og „neutral“ hluti. Sófinn minn er dýr- asta húsgagnið enda var ég lengi að manna mig upp í þau kaup. Vænst þykir mér um málverk eftir Stórval sem pabbi minn á en ég er með í láni. En þegar ég var tíu ára fór pabbi með mig í heimsókn til lista- mannsins sem spilaði fyrir mig á harmonikku. Það er gaman að eiga verk sem tengist svona minningu. Ég ferðast mikið og kaupi mér á hverjum stað einhverja list eða verk. Síðast keypti ég mér lampa á Grikklandi. Uppáhaldsstaðurinn á heimilinu er í sófanum, með góða bók og umvafin bláa litnum.“ Innblástur sæki ég til móður minnar, móðursystur og systur, allt smekkkonur sem virða notagildi gamalla hluta. Hrafnhildur Sigmarsdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is „Ég hef yfirleitt mikið að gera, í vinnunni á daginn og kenni á kvöldin og því skiptir það mig miklu máli að heimilið sé vin,“ segir Hrafnhild­ ur Sigmarsdóttir, deildarstjóri hjá Reykja­ víkurborg, fararstjóri hjá Bændaferðum og jógakennari. MYNDIR/ERNIR Uppáhaldsstað­ ur Hrafnhildar á heimilinu er í Chester­ fieldinum, með góða bók og umvafin bláa litnum. Gamla skápinn í stofunni keyptu for­ eldrar Hrafnhildar árið 1976. Málverkið eftir Stórval tengist æskuminningu Hrafnhildar en hún heimsótti listamanninn ásamt föður sínum og hlustaði á harmonikuleik. Hrafnhildur lærði jákvæða sálfræði þar sem áhersla er lögð á vellíðan í umhverfinu. Hún hafði það að leiðarljósi þegar hún skipulagði og raðaði hlutunum inn í íbúðina. „Fólk heldur gjarnan að það sé saga á bak við þessi koff­ ort en þau voru bara keypt á dúndrandi útsölu í Pier.“ Oddmjóa lampann keypti Hrafn­ hildur á ferðalagi um Grikkland. Bækurnar í hillunni fann frændi hennar fyrir hana á fornbókasölu. Vin í djúpsjávarblárri stofu Hrafnhildur Sigmarsdóttir segir nauðsynlegt að eiga sér vin í hversdeginum. Hún hefur komið sér vel fyrir í fallegri íbúð í Bryggjuhverfinu. Myndir sem hún birti á Skreytum hús vöktu athygli. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . áG ú S t 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 A -0 3 B 0 2 0 9 A -0 2 7 4 2 0 9 A -0 1 3 8 2 0 9 9 -F F F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.