Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 30. apríl 1981 3
Færa skipverjum heitt súkkulaði
og meðlæti á sumardaginn fyrsta
Samkvæmt gamalli hefð á afli
veiddur á sumardaginn fyrsta að
renna óskiptur til eiginkvenna
þeirra skipverja er róa þennan
dag. Hjá allmörgum sjómönnum
er þessi hefð enn í fullu gildi, en
annars staðar hefur þetta fallið
niður.
Og í framhaldi af þessu hefurá
nokkrum stöðum, svo sem í Vest-
mannaeyjum, skapast sú hefðað
eiginkonaskipstjórans hefurséð
til þess, að er skipið kemur að
landi og löndun er lokiö, sé skip-
verjum boðið upp á heitt súkku-
laði, rjómapönnukökur, rjóma-
tertur eða annað meðlæti.
Hér suður með sjó hefur lítið
orðið vart við þennan sið eigin-
kvenna, með þó örfáum undan-
tekningum, en á sumardaginn
fyrsta fylgdust Víkur-fréttir
einmitt með einni af þessum
undantekningum. Þarátti hlutað
máli Jóna Benónýsdóttir, eigin-
kona Hallgríms Færseth skip-
stjóra á Binna i Gröf KE, en þau
hafa haldið þessum sið uppi á
hverju ári. Á meðfylgjandi mynd
sést Jóna með aðstoð systur
sinnar, Svanhildar, bera kræs-
ingarnar um borð í bátinn.
Þvottahús Keflavíkur verður rifið
Með byggingasamþykkt sem
gerð var fyrir Keflavík og fleiri
staði og gildi tók 1978, hefur
verið tekiö harðara á að gengið
sé frá byggingaleyfum varðandi
allar viðbyggingar svo og ný-
byggingar húsa.
Þrátt fyrir þessa samþykkt eru
alltaf einhverjir, að sögn Steinars
Geirdal byggingafulltrúa, sem
hefja byggingar án þess að til-
skilin leyfi liggi fyrir, en sam-
kvæmt byggingasamþykkt þeirri
sem nú gildir, má einmitt láta rífa
viðkomandi byggingar eða fjar-
lægja á annan hátt á kostnað eig-
anda, hafi viðkomandi ekki feng-
ið viðkomandi leyfi.
Nú nýlega var einmitt sam-
þykkt bæði í bygginganefnd og
bæjarstjórn Keflavíkur, aö láta
fjarlægja á kostnaö eiganda eina
slika byggingu og má segja að
samþykkt bæjarstjórnar í þessu
efni séafgerandistefnubreyting í
þessum málum og í raun í fyrsta
skipti sem þessum ákvæðum er
beitt.
Þarna er um að ræða viðbygg-
ingu við bílskúr hússins Vallar-
tún 5 í Keflavík, sem siöan var
breytt í Þvottahús Keflavíkur, án
nokkurra leyfa, eða eins og
Steinar sagði í viðtali viö blaðið,
,,án þess að tala við kóng eða
prest", og var það nánasttilviljun
að byggingafulltrúi fékk vitn-
eskju um máliö.
Verður eiganda nú gefinn ein-
hver fyrirvari, annars verður
húsið fjarlægt á hans kostnað.
Þvottahús Keflavfkur að Vallartúni 5
Húsasmiðir
Viljum ráða nú þegar nokkra vana húsasmiði í
ákvæðisvinnu. Einnig mann vanan bygginga-
krönum.
Upplýsingar í síma 2798.
HÚSAGERÐIN HF.
AÐALFUNDUR
Kaupfélags Suðurnesja
verður haldinn í Samkomuhúsinu Garði, laugar-
daginn 9. maí n.k. kl. 13.30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Fulltrúar! Mætið vel og stundvíslega.
Kaupfélag Suðurnesja
Suðurnesjamenn
TUNGUMÁLATALVAN ER KOMIN!
með enskum, dönskum, ítölskum, frönskum
og þýskum kubbum.
JÓNATÆKI OG RAKATÆKI
Höfum einnig fengið í bíla
SPARNAÐARTÖLVUR OG RADARVARA
Gjörið svo vel og lítið inn.
Verslunin HÁBÆR
Hafnargötu 49 - Sími 3780
Það skal vel vanda,
sem lengi á að standa.
Sérsmíðum allar innréttingar, lagfærum gamalt og
önnumst einnig alla útivinnu.
Föst verðtilboð eða tímavinna.
Vönduð vinna - Hagstætt verð.
Trésmiðja
Keflavíkur sf.
Bolafæti 3, Njarðvík
Símar 3516, 3902 og 1934