Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 30. apríl 1981 Sérleyfisbifreiöir Keflavíkur: Feröaáætlun endurskoðuð Innan stjórnarSBK hafaáttsér stað töluveröar umræður um gildandi ferðaáætlun fyrirtækis- ins og í því sambandi hafa farið fram ítarlegar skoðanir á far- þegafjölda íhinumýmsuferðum. Fyrstu þrjá manuði ársins var meðaltal í ferð 28 manns. Komið hafa fram hugmyndir um að fella niður eða seinka ferðinni kl. 6.45 frá Keflavík og kl. 9.00 frá Reykja- vík. Ferð þessi var á sínum tíma sett á vegna nemenda sem sækja skóla frá Keflavík á Reykjavíkur- svæðið. Þegar Fjölbrautaskóli Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum LEIKHÚSFERÐ: - Farið verður í Þjóðleikhúsið, fimmtudaginn 7. maí, að sjá „Sölumaður deyr“. Pantið miða fyrir 3. maí hjá Lóu í síma 2180 eða Petu í síma 2491. Rútuferð úr Keflavík kl. 6 e.h. ORLOFSFERÐIR: - í Bifröst vikuna 22. - 29. júní. Dvalarkostnaður kr. 1150. Á Laugarvatni dagana 13. - 19. júlí. Dvalarkostn- aður kr. 1150. Þá er áætlað að halda námskeið að Löngumýri 9. - 27. júní. Upplýsingar hjá Sólveigu í síma 1948 eða hjá Soffíu í síma 1709 eða 2172. Meistarafélag bygginga- manna á Suðurnesjum Orlofshús Tekið verður á móti pöntunum til dvalar í orlofs- húsi félagsins alla virka daga á skrifstofu félagsins frá kl. 9-10 f.h. - Sími 2970. Stjórnin Opið hús hjá Bahá’íum Njarðvík: Mánudag 4. maí kl. 20.30 að Kirkju- braut 32. Keflavík: Fimmtudag 7. maí kl. 20.30 að Tún- götu 11. Garði: Mánudag 11. maí kl. 20.30 að Sunnu- braut 15. Nánari upplýsingar í símum 6020 og 1116. Báhá’íar á Suðurnesjum Auglýsið i VfKUR-fréttum Suðurnesja hóf starfsemi sína fækkaði farþegum í þessari ferð umtalsvert. Á núverandi skóla- ári nota um 13 farþegar þessa ferð að staðaldri. í þessari ferð er einnig um að ræða farþega sem þurfa að nota ýmsar ferðir frá Reykjavík. Þá nota5 kennararvið grunnskólann í Keflavík ferðina kl. 9.00 frá Reykjavík að staðaldri yfir skólatímann. Með hliðsjón af þessu sér stjórnin sér ekki fært að mæla með breytingu á þess- um ferðum. Töluverðar óánægjuraddir hafa heyrst vegna þess að engar ferðir eru frá Keflavík og Reykja- vík milli kl. 9.30 og kl. 13.30. Hefur svo veriö síðan ferðum var fækkað i maí 1975. Stjórnin álítur að rétt sé að bæta úr þessu og samþykkir að mæla með eftirfar- andi breytingu á ferðaáætlun, til reynslu: Tekin verði upp ný ferð kl. 11.00 frá Keflavík og kl. 11.30 frá Reykjavík alla daga vikunnar VÍKUR-fréttir nema helgidaga. Um leið verði sú breyting, að ferðin kl. 9.30 frá Keflavík verði færð til kl. 9.00. Áætlaður kostnaöur við þessa ferð er ca. kr. 100.000 á ári. Áætlaðar tekjur: Miðað við 30 farþega í ferð kr. 198.000. Miðað við 40 farþega í ferö kr. 264.000. Það skal tekiö fram, að um aukningu á starfsmannahaldi er ekki að ræða vegna þessara nýju ferða, en yfirvinna eykst lítillega. Þá var einnig rætt um fjölgun ferða á kvöldin, en þar eð launa- kostnaður myndi aukasttöluvert við þá breytingu og mjög erfitt er að spá fyrir um farþegafjölda í slíkri ferð, samþykkir nefndin að biða með breytingar á kvöldá- ætlun a.m.k. þar til séð verður hvernig nýja morgunferðin kemur út rekstrarlega séð. Þó samþykkir nefndin að helgi- dagaáætlun á kvöldin skuli einnig gilda á laugardögum til reynslu, þ.e. frá Keflavík kl. 22.00 og frá Reykjavík kl. 24.00. Rokkað í Stapa Sl. sunnudag hélt starfsfólk Stapa skemmtun fyrir þroska- hefta á Suöurnesjum og Stór- Reykjavíkursvæðinu. Er þetta í fjórða sinn, sem hjón- in Guðjón Valdimarsson og Ás- dís Þorgilsdóttir og starfsfólk Stapa standa fyrir slíkri skemmt- un fyrirþroskahefta, þarsemallir hlutaöeigandi gefa vinnu sína og veitingar. Hljómsveitin Geim- steinn lék fyrir dansi við mikinn fögnuð viðstaddra. Skemmtanir þessar hafa verið fjölsóttar og þótt takast með miklum ágætu, en skemmtunin á sunnudaginn var sú fjölmenn- asta hingaö til, en þar mættu rúmlega 500 manns. Söngflokkurlnn Árbllk tók laglfi á akemmtunlnnl

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.