Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. apríl 1981 13 „Vinnuálag er í það mesta“ Halldór Þorkelsson, Oddur Jónsson og Jón Ásgelr Þorkelsson vinnustað ekki sérlega góðar, en (Keflavík hf. hittum við þá Hall- dór Þorkelsson, Odd Jónsson og Jón Ásgeir Þorkelsson. Sögðu þeir að launin dygðu einfald- lega ekki neitt. Bentu þeir á að ef eitthvart vit væri í launaseðlinum yrðu menn að vinna minnst 14 tíma á dag, og laugardaga jafn lengi. Tii dæmis gengi dæmið ekki upp ef menn væru að borga af lánum. „Dagvinnulaunin duga bara ekkert". Sögðu þeir að yfir- vinnan væri árstíðabundin og launin þar með misjöfn. Atvinnu- öryggi væri lítið sem ekkert og jafnvel hægt að segja fólki uþp með viku fyrirvara, eins og gerð- ist í vetur. „Launin halda ekki í við verðlagið“ í Sparkaupi hittum við að máli Maríu Valdimarsdóttur. Hún sagðist aðeins vinnaá kvöldin og um helgar. Því væru hennar laun ekki sambærileg við dagvinnu- laun. Taldi hún að almennt séð heldu launin ekki í við verðlagið. Benti hún á að matvörur hefðu hækkað geysilega undanfarið. Slíkt þýddi rýrnandi kaupmátt. Maria sagðist vinna um kvöld og helgar vegna þess að þörf væri fyrir hendi. Sagði hún að fólk hefðiekki nægjanlegtfémilli handanna. Maria Valdimarsdóttlr Varðandi verkalýöshreyfing- una sagði hún aö ekki væri hægt aö sjá að hún heföi staðið sig í því að halda kaupmættinum. Benti hún á, að þeir sem störfuðu í verslunum á daginn hefðu 4000 krónur i laun á mánuöi. „Þaö eru engin laun". Sagðist hún ekki skilja hvernig fólk kæmist af með slík laun. Einnig áleit hún aðef til vill sýndi fólkið sjálft verkalýðs- félögunum of lítinn áhuga. Að lokum sagði hún að 1. maí hefði fyrst og fremst þýðingu sem frídagurog taldi aðsádagur áorkaði engu. Sögöu þeir aö vinnuálag væri í það mesta, einkum fyrir þá sem neyðast til aö vinna mikið vegna ýmis konar útgjalda og afborg- ana. Taldist þeim til að oft væri unnið 60-70 tíma. Með bónus- kerfinu yrði slíkur tími nálægt þrælkun. Verðhækkanirálitu þeirúrhófi fram í þjóðfélaginu. Allt tal um vísitölubætur á laun töþuðu merkingu vegna þess að verðhækkanirnar væru löngu búnar að éta slíkt upp. Menn bara ynnu og ynnu og reyndu að fá enda til að ná saman. Þeim félögum fannst verka- lýðsfélagið engin sérstakur vett- vangur til að koma kröfum sínum á framfæri. Þeim sýndist af reynslunni að forystan hefði ekki áhuga á þeim aðstæðum sem þeir byggju við. Að minnsta kosti kæmu þeir ekki oft á staöinn til að kynna sér málin. Þó bentu þeir á að ekki yrði sökinni allri varpað á verkalýðshreyfinguna. Verið gæti að þeir sjálfir og laun- þegar almennt létu ekki nægjan- töla í sér heyra, enda töldu þeir að bónuskerfið gerði það að verkum, að erfitt væri að koma á samstöðu. Hitt væru samt allir ammála um, „að verkalýðshreyf- ingin gerði lítið fyrir verkalýð- inn.“ Töldu þeir jafnframt að í mörgu væri ábótavant, öðru en launum. T.d. væru aöstæður á um þetta þýddi ekkert að tala, þess vegna kvörtuðu þeir aldrei. Um merkingu 1. maí sögöu þeir, að sá dagur þýddi pottþétt frí. Fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að vera kallað í vinnu. „Menn geta dottið íða með góðri samvisku,“sögðu þeir aö lokum. NJARÐVÍKURBÆR sendir starfsfólki sínu svo og öðrum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Iðnsveinafélag Suðurnesja sendir félögum sínum og öðrum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Félagsmenn! Takið þátt í kröfugöngunni og öðrum hátíðarhöldum ítilefni dagsins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.