Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 30. apri'l 1981 VÍKUR-fréttir Óskum félagsmönnum okkar svo og öðrum launþegum á Suðurnesjum til hamingju á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Félagar! Fjölmennið á hátíðarhöld dagsins. Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar Óskum félagsmönnum okkar og launþegum öllum á Suðurnesjum til hamingju með dag verkalýðshreyfingarinnar, 1. maí. Félagsmenn! Takið þátt i kröfugöngunni og hátíðarhöldum dagsins. Vélstjórafélag Suðurnesja Sendum starfsfólki okkar og öðrum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Baldur hf. „Kaupmátturinn hefur ekki hækkað“ ( Röstinni hittum við þá Jónas Ingimundarson og Hólmgeir Hólmgeirsson. Þeir sögðu að launin væru ansi takmörkuð. 40 stunda vinnuvika nægði engan veginn til að framfleyta fjöl- skyldu. Menn yrðu að vinna yfir- vinnu til að endar næðu saman. Nú væri möguleika á yfirvinnu hins vegar lokið að mestu leyti, henni lauk með vertíðarlokum. ,,40 stunda vinnuvika nægir ef til vill einhleyping til að draga fram lífið," sögðu þeir, ,,en varla meira." Bentu þeir á að þó svo að Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, reyndi að telja fólki trú um að laun hefðu tutt- ugufaldast siöan 1969, þá fyndi fólk það að kaupmáttur hefði ekki hækkaö. Þeir sögðu að það sem verst væri í þessum málum, væri að þeir sem eitthvaö legðu á sig, jafnvel knúðir áfram af minnk- andi kaupmætti, fengju hegn- ingu þegar skattarnir kæmu. Fólk væri þannig komið í hring- iðu sem erfitt væri eða vonlaust að sleppa út úr. „Höfuðmeinið er, að kaupmátturinn hækkar ekki.“ Þeir sögðu aö fáir sæktu fundi hjá verkalýðsfélaginu, enda virt- ist það ekki skila miklum árangri. Samningar væru látnir standa lausir allt upp í tvö ár. Síðan væru þeir gerðir í einni svipan. Að- spuröir hvort þeir teldu slæmt að verkalýösforystan væri í nánum tengslum við stjórnmálaflokka, sögðu þeir að á slíkt væri vont að henda reiöur. Hitt ætti að vera lágmarkskrafa, að samningum væri ekki haggað. „Það er algjör lágmarkskrafa að verkalýðs- hreyfingin standi fast á því að samningar, sem gerðir eru af slíkri hófsemi og gert var í nóv- ember, standi óhaggaðir.“ Varðandi 1. maí sögðu þeiraö hann ætti náttúrlega að vera sameiningartákn. Slíkur dagur á að skipa háan sess. Hann ætti að minna hagsmunahópa launþega á, að betra sé að standa saman en að vera með innbyrðis deilur. Aö lokum sögöu þeir, aö algjör lágmarkskrafa verkalýðshreyf- ingarinnar ætti að vera krafan um mannsæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku. Bygging fyrir aldraöa í Njarðvík: Könnun verði lokið fyrir 1. júní Meö tilliti til þess að Lions- klúbbur Njarðvíkur hefur nú um nokkurn tíma unniö aö athugun á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru um byggingar fyrir aldraða í Njarðvík, hefur bæjar- ráð Njarðvíkur farið þess á leit viö klúbbinn aö hann haldi könnun þessari áfram og láti bæjarráöi síðan í té skýrslu um niðurstöður sínar. Sérstaklega er óskaö eftir að eftirtaldir valkostir verði kannaðir: 1. Húsnæöi, einbýlishús, rað- hús, fjölbýlishús. 2. Stærö íbúöa, a. einstaklings, b. hjóna. 3. Kostnaðaráætlun íbúða. 4. Lánsmöguleikar, fjármögn- un. 5. Fyrirkomulag um eignaraðild a. leiguíbúðir, b. eignaíbúöir, c. blandaðar íbúðir, þ.e. leigu og eignaíbúöir. 6. Hvernig aðild bæjarins væri háttað í hverju fyrirkomulagi fyrir sig. Stefnt skal að því að forkönn- un þessari verði lokið fyrir 1. júní n.k. Einkaréttur á skipsnafni Nú nýlega veitti siglingamála- stjóri, Hjálmar R. Bárðarson, fyrirtækinu Heimi h.f. í Keflavfk, einkarétt á skipsnafninu „Heimi". Erþettagertsamkvæmt lögum nr. 53 frá 1970 um skráningu skipa.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.