Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 24
Míkur rCÉTTIC c Fimmtudagur 30, apríl 1981 ] SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Dómur genginn í lóðaleigumálinu 5. marz sl. gekk dómur f Bæjarþingi Keflavíkur í máli sem landeigendur Y-Njarðvíkur- hverfis með Vatnsnesi höfðuðu gegn 5 lóðaleigendum sínum í Keflavík til hækkunar á lóðaleig- unni. FORSAGA ( eigu landeigenda eru m.a. 299 lóðir i Keflavík. ( lóðarleigusamningum, sem gerðir voru fram til 1955 var ár- legt afgjald ákveðið i eitt skipti fyrir öll og engin ákvæöi aðfinna sem heimiluðu endurskoðun og hækkun gjaldsins. Eftir 1955 hefur hins vegar það ákvæði verið sett í samninga, að leiguna skyldi endurskoða á 10 ára fresti. Það gerðist síðan í marz 1977, að bæjarfógetaembættið í Kefla- vík, að ósk landeigenda, tilnefnir tvo menn til að meta hæfilegt ársleigugjald fyrir lóðirnar nr 4a og 6 við Suöurgötu, sem Spari- sjóðurinn hefur til afnota. Matsmennirnir komast að þeirri niðurstöðu, að árlegt af- gjald sé hæfilega metið 2% af fasteignamati lóðanna. (framhaldi af þessu ritar Páll S. Pálsson, lögmaður landeigenda, leigutökunum bréf dags. 15.11. '77 og tjáir þeim að lóðarleigan verði miðuð við þessa niöur- stöðu matsmanna. 8.1. 79 ritar Páll leigutökum öðru sinni og krefst greiöslu lóð- arleigu fyrir árið 1977. Friörik Á. Magnússon fylgir þessu bréfi Njarðvík: Staðið verði við gefið fyrirheit um að flytja olíutankana og olíuleiðslur Á fundi í bæjarstjórn Njarð- víkur 7. apríl sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Njarðvíkur átel- ur harðlega þann seinagang sem hafður er á við að fjarlægja olíu- tanka varnarliðsins af vatnsbóli Njarðvíkinga og krefst þess að staðiö verði við gefið fyrirheit, um að flytja olíutankana og olíu- leiðslur þær sem liggja að Kefla- víkurhöfn. Þær yfirlýsingar sem gefnar hafa verið um að undirbúnings- rannsóknir við Helguvik taki 2ár, fá ekki staöist og eru aðeins til að tefja fyrirhugaðar framkvæmdir. Það hefur verið bent á af bæj- arstjórnum Njarðvíkur og Kefla- víkur að mengunarhætta á nú- verandi tankasvæði sé mjög mikil og fari vaxandi. Olíutank- arnir eru í 200 m fjarlægð frá byggð og þarf ekki að lýsa þeirri hættu sem skapast ef olíutankur gefur sig. Með þátttöku okkar í Nato ber íslenskum stjórnvöldum að sjá svo um að heil byggðarlög séu ekki íhættuvegnaranglegastað- settra og hálf ónýtra mannvirkja á vegum þess. Það er skýlaus réttur íbúa Njarðvíkur að bætt sé um. (búarbyggðarlagsinsverðaí hættu ef til ófriðar dregur, - því er það réttlætiskrafa að þeir séu lausir við hætturnar á friðar- tímum". eftir í október sama ár og hefur uppi hótanir um að senda málið til meðferðar hjá dómstólum, veröi hin hækkaða leigaekki innt af hendi. MÓTMÆLI 5 LEIGUTAKA Þessu bréfi Friðriks svöruðu 5 Framh. á 16. siðu ____Lóðlrnar 299 eru innan dðkku strlkanna á myndlnnl Suðurnesjapósturinn Nýtt fréttablað fyrir Suðurnes hefur göngu sína Nú á næstu dögum hefur nýtt fréttablað göngu sína hér á Suð- urnesjum og ber það nafniðSuð- urnesjaþósturinn. Erþaðgefið út af hóþi áhugamanna um blaða- útgáfu á Suðurnesjum. Ritstjórn þessa nýja blaðs er skipuð þeim Jóni Ólafssyni og Arnóri Ragnarssyni úr Garðin- GLEÐILEGT SUMAR! Mjög góð þátttaka var í skrúðgöngu skáta ásumardaginn fyrsta, en þessi mynd er einmitt tekin af skrúð- göngunni er hún var nýlögð af stað frá Skátahúsinu við Hringbraut. um, og Páli Vilhjálmssyni úr Keflavík. Við náðum sambandi við Pál og spurðum hann nánar út í þessa útgáfu. Sagöi hann aö meiningin væri að blaðið kæmi út í annarri hverri viku, en annars yrði reynslan að skera úr um hve oft blaöið kæmi út, þaö yrði selt í lausasölu í öllum byggðarlögun- um á Suðurnesjum. Ekki verður um neina áskrift að ræða. Aðdragandinn að þessu er orðinn dálítið langur en það var nú fyrst fyrir tveim mánuðum að verulegur skriður komst á þetta hjá okkur, og nú er fyrsta blaðið aö fara að sjá dagsins Ijós. Aðstandendur þess eru margir og er þetta fólk úr ýmsum stétt- um og flokkum sem að þessu standa, en hverjir það eru kemur fljótlega í ljós.“ Víkur-fréttir óska hinu nýja blaði góðs gengis i framtíðinni og vonar að það nái að festa rætur sem fyrst. Næsta blað kemur út 14. maí

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.