Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 30. apríl 1981 VÍKUR-fréttir Alþjóðaár fatlaðra setur svip sinn á 1. maí hátíðarhöldin Lokið er öllum undirbúningi að 1. maí hátíðarhöldunum hér í Keflavík og nágrenni, en þau hefjast kl. 10 í fyrramáli með merkjasölu, en kl. 13.30 hefst kröfuganga frá félagsheimilinu Vík og veröur gengið að Félags- bíói þar sem fram fer fjölbreytt dagskrá. Aðal ræðumaðurdags- ins verður Jóhanna Sigurðar- dóttir, alþingismaður og stjórn- armaður í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Eftir baráttu- og há- tíðarfundinn í Félagsbíói verður kvikmyndasýning fyrir börn, síðan kabarett með Karlakór Keflavíkur og loks veröur stiginn dans í Stapa með Pónik, ásamt gesti kvöldsins, Einari Júlíus- syni. f tilefni af alþjóðaári fatlaöra hefur náðst samkomulag milli 1. maí-nefndar og Sjálfsbjargar á Suðurnesjum um þátttöku þeirra síöarnefndu í hátíðarhöldum dagsins, en eitt af þrem slagorð- um 1. maíhátíðarhaldannahérer einmitt sérstaklega helgað fötl- uðum, en þaðer „Fullkomin þátt- taka og jafnrétti", en önnur slag- orð eru: „Hvar eru 7%?“ og „Iðn- þróun á Suðurnesjum". Fatlaðir munu einnig taka virkan þátt í kröfugöngunni auk þess sem FURÐULEG FRAMKOMA Framh. af 1. siðu fyrir skömmu fengu eigendurnir svohljóðandi bréf frá bygginga- fulltrúa: Hr. Gunnar Jónsson, Vallartúni 5, Keflavík. Samkvæmt ákvörðun bygg- inganefndar, dags. 1.4. 1981 og staðfestingar bæjarstjórnar dags. 7.4. 1981, tilkynnist yður að fjarlægja viðbyggingu sem reist hefur verið í óleyfi í tengsl- um við bílskúr og íbúðarhús yðar. Hafi þessi skúrbygging ekki verið fjarlægð að 14 dögum liðn- um, eða 6. maí 1981, verður hún rifin á yðar kostnað 6. maí 1981 kl. 8, að viölögðum dagsektum kr. 200 á dag. Virðingarfyllst. Steinar Geirdal, byggingafulltrúi. Það fer ekki á milli mála, að nú virðist sem bygginganefnd Kefla víkur ætli að taka uþp mjög harða stefnu varðandi frávik frá byggingasamþykkt, og eins og best sést á þessu bréfi þá á ekki að gefa eftir svo mikið sem eina tommu, - engin málamiðlun, ekkert samkomulag. Ekki er laust við að manni finnist að sem hér sé full langt gengið í því að láta lög og reglu- gerðir ráða ferðinni. Ekki virðist hér skipta nokkru máli hvort að atvinna viðkomandi aðila standi og falli með þessari rúmlega tveggja metra viðbyggingu, heldur aðeins það eitt, að ekki var sótt um leyfi áður en fram- kvæmdir voru hafnar. Ekki þarf aðsegjaneinumað þettaséeins- dæmi hér í bæ, til eru mörg for- einn úr þeirra hópi, Ágúst Jó- hannesson, mun flytja ávarp í Félagsbíói, og einnig mun blindur maður, Gunnar Guð- mundsson, leika á harmónikku. Því má segja að fatlaðir taki virkan þátt í hátíðarhöldum fags- ins. dæmi fyrir því að framkvæmdir hafi verið hafnar áður en tilskilin leyfi hafi legið fyrir, og vart er hægt að segja annað en að fram- koma bygginganefndar nálgist að vera all hrokafull í þessu til- viki, og gaman væri að vita hvort eitthvað hefi verið gert í þá átt að ná sattum að bæjarins hálfu. Ef bygginanefnd Keflavíkur lætur verða af þessari hótun sinni, að láta rífa þessa litlu við- byggingu á kostnaö eigenda, þá er þeim bygginganefndarmönn- um óhætt að taka fram göngu- skó sína og massera um bæinn þveran og endilangan með kú- bein í hönd, því þetta er ekki eini staðurinn í bænum þar sem byggingasamþykktin hefurverið brotin. Við skulum bara vona að bygg- ingayfirvöld og eigendur þvotta- hússins komist að samkomulagi sem báðir aðilar geta vel við unað, því þjónustufyrirtæki sem Þvottahús Keflavíkur verður að vera hér á svæðinu. Bergás enn synjaö um vín- veitingaleyfi [ ársbyrjun 1979 sótti Árni Samúelsson stíft eftir því að veit- ingahús hans, Bergás, fengi vín- veitingaleyfi, en þar sem húsið fullnægði þá ekki ýmsum skil- yrðum til að fá leyfi, var umsókn- inni synjað af bæjarstjórn Kefla- víkur. Nú nýlga sótti Árni aftur um leyfi, en einhverjar breytingar hafa átt sér stað í Bergás að und- anförnu. Var umsóknin afgreidd í bæj- arstjórn Keflavíkur 7. apríl sl. með eftirfarandi samþykkt: „Þar sem foresndur hafa ekki breyst frá því málið var afgreitt í bæjar- stjórn 27. febrúar 1979, sam- þykkir bæjarstjórn að vísa erind- inu frá.“ 6 voru á móti, en Ólafur Björns- son, Guðfinnur Sigurvinsson og Jón Ólafur Jónsson sátu hjá. Samið við fóstrur Eins og fram kom i blaðinu fyrr í vetur höfðu fóstrur í Keflavík sagt upp störfum frá og með 1. maí, vegna óánægju með launa- kjör sín. Nú hefur verið samið við þær og munu þær fá sömu laun og fóstrur í Kópavogi. Kemur því ekki til boðaðra uppsagna. 1 Sérleyfisbifreiöir Keflavíkur Sandgerði - Reykjavík - Keflavík - Reykjavík Við aukum þjónustuna Nýjar ferðir frá og með 11. maí Alla daga nema helgidaga: Frá Sandgerði: kl. 10.35 Frá Keflavík: kl. 11.00 Frá Reykjavík: kl. 11.30 Á laugardögum: Frá Sandgerði: Frá Keflavík: Frá Reykjavík: kl. 22.00 kl. 22.30 kl. 24.00 Breytingar á brottfarartímum: Frá Sandgerði: Frá Keflavík: kl. 8.30 kl. 9.00 í stað kl. 9.00 I stað kl. 9.30 ATH. í öllum ferðum frá Keflavík, nema kl. 17.30, aukaferðum og kl. 9 á helgidögum, er ekið i Reykjavfk um Kringlumýrarbraut, Laugaveg, Skúlágötu og Lækjargötu. Suðurnesjamenn, athugið Nú er rétti tíminn til að hugaaðframkvæmdum fyrirsumarið. Við bjóum í, m.a.: uppslátt á húsum, stórum sem smáum, úr timbri eða steypu. í viðhaldsvinnu bjóðum við glerskiptingar í gömlum húsum, þar sem fölsin eru dýpkuð, lagfæringar og breytingar á þökum, vindskeiðar, uppsetningar á hurðum, lausfögum ásamt ísetningu á gleri. Við útvegum teikningar ef með þarf, föst tilboð eða tímavinna. Gjörið svo vel að hringja eða líta við. Við erum í alfaraleið að Hafnargötu 17, efri hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-12. MANNVIRKI SF. Byggingaverktakar Hafnargötu 17, Keflavfk Sfml 3911

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.