Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. apríl 1981 15 ORKUBÚÁSUÐURNESJUM Framh. af 1. sf6u 3. Stjórnun yrði í þá veru, að 1 rafveitustjóri hefði yfirum- sjón með svæðinu. Undir hann heyrði hönnun, verk- legar framkvæmdir, innkaup, birgðahald, rafmagnseftirlit, orkusala og innheimta, þ.e. allt á sama stað. Æskilegt er að rafveitustjóri sé rafmagns- verfræðingur. Rafveitunefnd yrði skipuð einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi og skiptust þeir á formennsku eitt ár í senn. Núverandi fyrirkomulag: 3 raf veitustjórar, 6 rafveitunefnd- ir, birgðahald ófullnægjandi, nema hjá Rafveitu Keflavikur, framkvæmdir takmarkast af fjármagnsgetu á hverjum stað, hönnun aðkeypt eða þá ófullnægjandi. Innheimta, af- lestur og bókhald á 6 stöðum. 6. Tækjaeign er mjög takmörk- uð og mikið til sú sama á hverjum stað. Mælitæki eru svo til engin fyrir hendi, held- ur hafa veriö fengin lánuð annars staöar frá. Með stærri einingu er mögulegt að festa kaup á nauösynlegum mæli- tækjum og byggja upp hag- kvæmari tækjakost. 5. Bókhald, innheimta og af- lestur er framkvæmt á hverj- um stað. í Sandgerði, Kefla- vík og Njarðvík eru rafveit- urnar með sér skrifstofur, en í hinum sveitarfélögunum eru þessir þættir framkvæmdir af skrifstofum sveitarfélag- anna. Með sameiningu yrði ein skrifstofa sem sæi um alla þessa þætti. Innheimt yrði með gíróseðlum, líkt og hjá Hitaveitunni. Aflesturfæri fram tvisvar á ári, en þess á milli innheimt jafnaðargjald. Starfsmenn yrðu 2-3. 6. Verklegarframkvæmdireruá hverjum stað ýmist með föst- um starfsmönnum eða að- keyptri vinnu. Við samein- ingu leggur nefndin tilaðsér- stakur vinnuflokkur veröi til aö sjá um allar nýlagnir, en í hverju sveitarfélgi séu menn tii að sjá um viðgerðir og al- menna þjónustu. 7. Eignaraðild sveitarfélaganna væri í hlutfalli viö íbúatölu á hverjum tíma. Framlag sveit- arfélaganna til sameiningar yröu dreifikerfi ásamt spenni stöövum og búnaöi, í því á- standi sem það er. Aðrar eignir væru eign viðkomandi sveitarfélags. Við samein- ingu nyti Rafveita Suður- nesja arös af raforkusölu frá þeim degi sem hún tæki til starfa, en sveitarfélögin til þess tíma. Þær skuldir sem stofnaö hefur verið til vegna rafveitna sveitarfélaganna, eru alfarið mál viðkomandi sveitarfélags. í upphafi þessarar greinar- gerðar er tekið fram, að nefndar- menn telji sameiningu rafveitn- anna sem nauösynlegan lið í stofnun Orkubús áSuðurnesjum og leggur á það megin áherslu. Raforkukaup eru frá Raf- magnsveitum ríkisins, sem kaupa orkuna frá Landsvirkjun. Til skamms tíma hefur Rarik lagt 12% á orkuna frá Landsvirkjun vegna flutnings frá spennistöö við Elliðaár. 1. nóvember 1980 var orkan f rá Rarik hækkuð í 17% ofan á Landsvirkjunarverð og nú nýlega bætt viö 6 aura gjaldi á selda kílówattstund, vegna aukins kostnaöar við rekstur dieselrafstöðva úti á landi. Hækkanir á raforkuverði til raf- veitnanna fást aðeins bættar með 55% álagi á gjaldskrá, sem er aðeins til aö mæta auknum kostnaði við raforkukaup. 5-10% hækkun hefurfengistvegnaauk- ins launakostnaöar. Hlutföll milli keyptrar og seldrar raforku hafa raskast svo á síöustu árum, að nær ógerlegt er fyrir rafveiturnar að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum nema með fram- lagi frá sveitarfélögunum. Með tilkomu orkubús á Suður- nesjum þar sem Hitaveita Suöur- nesja, Rafveita Suðurnesja og Rarik mynduðu sameininguna (Rafveita Suðurnesja 60% og Rarik 40%, í þeim % hluta sem ákveöinn yrði að rafveiturnar hefðu á móti Hitaveitu Suður- nesja, þannig að eignarhluti sveitarfélaganna á Suðurnesjum yrði 60% á móti 40% hluta ríkis- ins), yrðu aðstæður allt aðrar. 1. Raforka fengist keypt á Landsvirkjunarverði. 2. Aukin raforkuframleiösla i Svartsengi á vegum Orkubús Suöurnesja. 3. Innkaup, innheimta og bók- hald væri á vegum Orkubús- ins. 4. Aukiö fjármagn til varanlegra framkvæmda. 5. Suðurnesjamenn hefðu frjáls ar hendur með nýtingu þeirr- arorku semfengistúrháhita- svæöinu viö Svartseng i, ti I at- vinnuuppbyggingar og ann- arra hagsbóta fyrir heima- menn. Ef sveitarstjórninar samþykkja sameiningu rafveitnanna, leggur nefndin til að auglýst sé eftir raf- veitustjóra sem fyrst og hann ráðinn, til að kynna sér rafveitu- málin eins og þau eru nú, svo hann geti gert tillögur um nýt- ingu þess mannaflasem nústarf- ar á vegum rafveitnanna og rekstrarform, svo að sem minnst röskun yröi viö sameininguna. Nefndin álítur að hraöa beri ákvörðunum. Sé ákvörðun jákvæö ber aö ákveða dagsetn- ingu þegar sameining fer fram. Nefndin telur að áramótin 1981- 1982 sé heppilegur tími. Fram að þeim tíma verði rekstur rafveitn- anna óbreyttur. Verslunarbanki íslands hf. Útibú - Keflavík sendir öllum launþegum á Suðurnesjum árnaðaróskir í tilefni baráttudags verkalýðsins, 1. maí. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur óskar verkafólki á Suðurnesjum til hamingju með baráttudag verkalýðsins, 1. maí. Félagar! Takið þátt í kröfugöngunni og öðrum hátíðarhöldum í tilefni dagsins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.