Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 30. apríl 1981 VÍKUR-fréttir Menningardagar í maí Menningarmálanefnd Ytri- Njarðvíkurkirkju gengst fyrir menningardögum í kirkjunni dagana 10. til 17. maí n.k. Þeir hefjast með skólaslitum Tónlist- arskóla Njarðvíkur, sunnudag- inn 10. maí kl. 16. Að þeim lokn- um verður opnuð málverkasýn- ing í safnaðarsal kirkjunnar og sýna þar þrír Njarðvíkingar, Áki Granz, Óskar Jónsson og Karl Olsen jr„ sem allir hafa áður tekið þátt í málverkasýningum. Mánudaginn 11. maí kl. 20.30 leikur heimsþekktur cellóleikari, Douglas Cummings, ásamt Philip Jenkins píanóleikara. Þriðjudaginn 12. maí kl. 20.30 verður dagskrá sem Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Kefla- víkur annast, undir stjórn Krist- jönu Þ. Ásgeirsdótturog Sigurð- ar Demetz Franzsonar, með und- irleik Ragnhildar Skúladóttur. Miðvikudaginn 13. maí kl. 20.30 syngur Margrét Pálma- dóttir við gítarundirleik Joseph Fung. Fimmtudaginn 14. maí kl. 20.30 syngur kór Tónlistarskóla Njarðvíkur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Laugardaginn 16. maí kl. 17 syngur Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga undir stjórn Sigríð- ar Siguröardóttur. Menningardögunum lýkur með guðsþjónustu sunnudaginn 17. maí kl. 14. Systrafélag Ytri-Njarðvíkur- kirkju mun sjá um kaffisölu alla dagana eftir tónleika og á meðan málverkasýningin er opin, en henni lýkursunnudaginn 17.maí kl. 19. Það er einlæg von þeirra sem að þessari uppákomu standa, að Njarðvíkingar og nágrannar taki þessari viöleitni vel. Þessir dag- ar eru hugsaðir fyrir alla fjöl- skylduna og selt verður á allt prógrammið í einu og verðinu stillt í hóf. Fjölskyldan getur því skipst á og valiö eftir eigin áhuga. Laugardaginn 16. mal eru unglingar sérstaklega hvattir til aö fjölmenna og heyra söng Barnakórs Rangæinga og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vonandi átt þú og sem flestir eftir að eiga ógleymanlegar stundir í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Um leið vill menningarnefndin þakka Sparisjóöinum i Njarðvík fyrir frábæran stuðning viðfram- kvæmd þessara menningar- daga, og vonar að þetta sé upp- haf að öðru meira. Með góðri undirtekt Njarðvíkinga og ná- granna mun þetta vel takast. Kaupum hreinar iéreftstuskur. GRÁGÁS HF. PÓNIK í Stapa 1. maí frá kl. 22 - 03. Einar Júlíusson syngur með sem gestur. 1. maí nefndin Sjómenn, Suðurnesjum Námskeið í siglingafræði fyrir 30 tonna próf hefst 10. maí. - Upplýsingar í síma 1609. Suðurnesjamótið. - f.v. Árni, Friðleifur, Tómas, Grétar. Billiardmót í Plútó: Tómas Suðurnesjameistari Jón Ólafur Duus-meistari Suðurnesjamót í billiard var haldið nýlega í knattborðsstof- unni Plútó. Keppendur voru 16. Sigurvegari varð Tómas Mart- einsson, annar varð Friðleifur Kristjánsson og þriðji Grétar Grétarsson. Keppnin var mjög tvísýn og úrslit réðust ekki fyrr en að loknu síöasta spili. Duus-mótið var haldið í annað sinn sl. sunnudag. Keppendur voru 8. Sigurvegari varð Jón Ól- afur Jónsson, annar varð Guð- björn Garðarsson og þriðji Grétar Grétarsson. Kjartan Már Kjartansson, sem varð Duus-meistari í fyrra, tók einnig þátt í kepninni núna, en tókst ekki að komast upp úr sínum riðli. Tómas Suðurnesja- meistari var einnig þátttakandi í Duus-mótinu, en hafði þó ekki heppnina með sér að þessu sinni. Allt útlit er nú fyrir að Duus- mótið hafi verið það síðasta sem haldið verður í Plútó, því stofan hefur verið auglýst til sölu og verður resktri hennar hætt eftir daginn í dag, eða frá 1. maí. Duus-mótlð. - F.v.: Grétar, Jón Ólafur, Guðbjörn on FATAVAL Vinsældallstinn 10.-30. apríl 1. (2) Hl INFIDELITY - R.E.O. Speedwagc 2. (3) LOVERBOY - Loverboy 3. (7) ZEBOP - Santana 4. (6) BULLY FOR YOU - B. A. Robertson 5. (4) ÝMSIR-Hit Machine 6. (1) GREATEST HITS - Dr. Hook 7. (-) BACK IN BLACK - AC/DC 8. (-) SKY 3 - Sky , 9. (-) ÓMAR SYNGUR FYRIR BÖRNIN - Ómar Ragnj 10. (-) THE JAZZ SINGER - Neil Diamond ^85*

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.