Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 19
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 30. apríl 1981 19
Lægri laun hjá sjómönnum í
Sandgerði og Grindavík
heldur en í Keflavík
Eins og kunnugt er af fréttum felldu sjómenn í Grindavík hina nýgerðu sjómannasamninga á fundi í Sjómanna- og vélstjóra- félagi Grindavíkur. I Sandgerði var viðhöfð allsherjar atkvæða- greiðsla og stóð hún yfir í rúman mánuð. Samt tóku ekki nema 5 sjómenn þátt í henni og greiddu þeir allir atkvæöi gegn samning- unum, og því eru þessi tvö byggðarlög, Sandgerði og Grindavík með fellda samninga, en önnur sjómannafélög hafa samþykkt samningana. Þegar svona fá félög fella samningana kemur uþþ slæm staða og er því nú útlit fyrir því að ef ekki næst samkomulag við Út- vegsmannafélag Suðurnesja, verði sjómenn á þessum stöðum á launum skv. gömlu samning- unum, meðan aðrir sjómenn starfa eftir nýju samningunum, því ótrúlegt er að þessi tvö félög geti veitt þann þrýsting til að ná fram betri samningum en þeim sem felldir voru.
Þakkir frá bæja björgunarstarfa Á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur 3. marz sl. var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að færa þeim sem stóðu að björgunaraðgerðum óveöurs- nóttina 16.-17. febr.sl.,sérstakar þakkir fyrir frábæra frammi- stöðu. Samkvæmt ósk Steinþórs Júlí- ussonar bæjarstjóra, er þessu hér með komið á framfæri. Jafn- rstjórn vegna 116. og 17. febr. framt vill hann nota þetta tæki- færi, sem formaður almanna- varnanefndar, að þakka fyrir þá vasklegu framgöngu sem hjálp- armenn sýndu við þær erfiöu að- stæður sem voru við björgunar- störfin. Þakkarbeiðni þessi á jafnt við um þá sem voru á vegum hinna ýmsu skipulögðu hópa, svo og hinna fjölmörgu einstakl- inga sem unnu í óskipulögðum hópum.
Afli Keflavíkurbáta: Pétur Ingi aflahæstur Frá áramótum og fram að þorskveiðibanni sem tók gildi rétt fyrir þáska, höfðu borist á land í Keflavík 9288 tonn af báta- fiski úr 1051 sjóferð, eða 8.84 tonn að jafnaði í hverri veiðiferð, á móti 8058 tonnum á sama tíma í fyrra úr 970 veiðiferðum, sem var 8.31 tonn að jafnaði þá. Þennan tíma í ár lönduðu tog- arar 4680 tonnum úr 43 löndun- um á móti 4569 tonnum í fyrra úr 35 löndunum. Meðaltalsafli tog- ara í ár er því 108.64 tonn í hverri veiðiferð á móti 130.54 tonnum í fyrra. Sæmilegar gæftir voru hjá bátunum fyrri hluta aprílmánað- ar og var róið svo til hvern dag. Aflahæstu bátarnir þennan tíma eru Pétur Ingi sem er með 722 tonn og Helgi S. með 677 tonn. ( aflatölum Péturs Inga eru um 30 tonn sem hann hefur landaö í Sandgeröi og Grindavík.
Salti skipað út frá Keflavík [ Keflavik er staösett eina salt- birgðastöðin á landinu og er hún i eigu Saltsölunnar sf. Þess vegna er sótt salt hingað frá ýms- um verstöðvum hér á suð-vestur horninu og er þarna oftast um að ræða salt sem flutt er með bílum. Nú síðustu dagana fyrir páska, þegaraflahrotangekkyfir Suðurlandið, tók Saltsalan á leigu flutningaskipið Karlsey, sem er í eigu Þörungavinnslunn- ar á Reykhólum, og fór skipið með 3 farma eða um 600 tonn af salti héðan til Hornafjaröar og Vestmannaeyja, en þar varoröiö svo til saltlaust.
SOliSTISIISB
Hafnargötu 20 - Keflavík - Sími 1007
Geri föst verðtilboð
í klæðningar.
Breyti gömlum sófasettum.
Líttu við. - Það borgar sig.
ANNEL BORGAR ÞORSTEINSSON
húsgagnabólstrari
Frá Rafveitu
Njarðvíkur
Frá og með 4. maí n.k. verður opnunartími skrif-
stofunnar frá kl. 9-12 og 13-16.
Rafveitustjóri
Lögtaks-
úrskurður
Keflavík, Grindavík,
Njarðvík og
Gullbringusýsla
Lögtaksúrskurður vegna ógreiddrar en gjaldfall-
innar fyrirframgreiðslu þinggjalda 1981 var upp-
kveðinn í dag, þriðjudaginn 14. apríl 1981.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fara fram
að 8 dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þess-
arar, verði þau eigiaðfullu greidd innan þesstíma.
Athygli er vakin á því, að hafi ekki verið staðið í
skilum með fyrirframgreiðslu á réttum gjalddög-
um er hún öll i gjalddaga fallin.
Keflavík, 14. apríl 1981.
Bæjarfógetinn i Keflavík, Grindavík og Njarðvík
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu
Jón Eysteinsson (sign)