Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. apríl 1981 9 Námskeið fyrir dagmæður og starfsfólk á barna- heimilum og gæsluvöllum Að undanförnu hefur staðiö yfir námskeiðfyrirdagmæðurog starfsfólk á barnaheimilum og gæsluvöllum, en í síðustu kjara- samningum var samið um það við Verkakvennafélagið, að stefnt skyldi að því að halda fræðslunámskeið fyrir umrædda aðila. Var Björgvin Árnasyni, fé- lagsmálafulltrúi Keflavíkurbæj- ar, falið að koma þessu námskeiði af stað og fékk hann til liðs við sig þær Maríu Valdim- arsdóttur og Ástu Sigurðardótt- ur fóstrur, og Málfríöi Jóhanns- dóttur, sem borið hafa hita og þunga af þessu námskeiðshaldi. Blaðið ræddi við Maríu og Björgvin um þetta námskeið og spurði Maríu í hverju þetta nám- skeið væri fólgið: „Þetta námskeið er til þess að fræða fólk sem vinnur á þessum stöðum, svo og dagmæður, og byggt uþp á dagskrá sem við fengum frá Námsflokkum Reykja víkur. Það er ákveðinn stunda- fjöldi sem við höfum í hverri grein fyrirsig. Námskeiðið ertví- skipt. Fyrra námskeiðið er 42 kennslustundir og það síðara, sem fyrirhugað er að halda í haust, verður 38 stundir. Á dagskrá hjá okkur er uppeldis- og sálarfræði, barnabókmenntir, söngva- og hreyfileikir, almenn kynning á réttindum og skyldum starfsfólks, kynning í sambandi við þroskahefta einstaklinga og leikfangasafnið, vinnustellingar, hjálþ í viðlögum og næringar- fræði. Út úr þessu námskeiði Tll sölu sófasett (3ja mánaða gamalt), til dæmis í sjónvarpsherbergi. Uppl. í síma 3505 eftir kl. 18. fbúö óskast Ung hjón með tvö börn óskaeftir íbúð sem fyrst. Uppl. ísíma3671. íbúö óskast 2-3ja herb. íbúð óskast sem fyrst. Uppl. í síma 2499 eftir kl. 19. Skatthol til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 3289. Smlölr óskast Uppl. í síma 3911 eða 6020. HÆI Vantar þig barnapíu í sumar? Hringdu þá í mig, ég er vön. Uppl. í sima 2424. Sófasett tll sölu með borði. Einnigskermkerraog barna-rimlarúm. Uppl. í síma 2576. fæst heilmikill fróðleikur auk nokkurra kjarabóta." Þá sagði Björgvin þaðánægju- legt, að þegar farið var að leita að fólki til þess að kenna á þessu námskeiði kom í Ijós að það var allt fyrir hendi hér í Keflavík, og þurfti því ekki að leita til Reykja- víkur eins og svo oft vill verða í sambandi við fræðslu og ýmis námskeið. Námskeiðið hófst 30. marz sl. og því lýkur 4. maí. Þátttakendur eru í kringum 40. Fræðslunámskeiðið er haldið á Víkinni \imíev FJ'ÖipiNMIM I i.mcú-nánám

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.