Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 30. apríl 1981 VÍKUR-fréttir Elín Ormsdóttir, sjúkraliöi: Um heilbrigðisþjónustu aldraðra á Suðurnesjum Ég las í 1. tbl. Ármanns 1981 viðtal við Kjartan Ólafsson hér- aðslækni og Geir Gunnarsson formann fjárveitinganefndar Al- þingis, um „Málefni heilbrigðis- þjónustu á Suðurnesjum''. ( þessu viðtali hvetur Kjartan almenning til að koma með sín sjónarmið í þessum málum. Þessi lestur varð mér hvatning til að tjá mínar hugrenningar um þessi mál. Ég óska þess aö fleiri geri hið sama, því að „betur sjá augu en auga", og þaö gæti orðiö til þess að allar hliðar máls- ins kæmu betur í Ijós, og þar með besta lausnin fundin. Kjartan nefndi Hlévang íKefla- vík sem eins konar athvarf aldr- aðra utangarðsmanna, og Garð- vang í Garði, sem er elliheimili sem miðast við vistfólk, rólfært og sem mest sjálfbjarga. Hann nefndi hjúkrunardeild aldraðra sem viðbót við Garðvang. Ég sakna þess að ekki kom fram hver aöstaöa er hugsuð að kæmi þar, t.d. tæki og ýmis þjónusta sérmenntaðs fólks. Þaðværi dýrt að byggja slíkt upp og reka fyrir svo litla einingu. Ef hjúkrunar- deild væri viö Garövang væri sjúkrabíll hugsanlegur tengiliö- ur hjúkrunardeildarinnar og sjúkrahússins í Keflavík, en það er líka dýrt. Mér finnst því hjúkr- unardeild viö elliheimilið ekki vera besta lausnin til frambúðar. HÚSBYGGJENDUR SUÐURNESJUM Tökum að okkur alhliða múrverk, svo sem flísalögn, járnavinnu, steypuvinnu, viðgerðir, og auðvitað múrhúðun. Tökum að okkuralhliöatré- smíðavinnu, svo sem móta- uppslátt, klæðningu utan- húss, einnig viðgerðir og endurbætur. Smíðum einnig útihurðirog bílskúrs- hurðir og erum með alla almenna verkstæðisvinnu. • Gerum föst tilboð. Einnig veitum við góð greiöslu- kjör. Komið, kannið málið og athugið möguleikana. Verið velkomin. Skrifstofan er opin milli kl. 10-12 alla virka daga nema föstudaga. |Húsanes%| Sfml 3966 Hafnargötu 71 - Keflavfk Hermann, slml 3403 Halldór, sfml 3035 Margelr, sfmi 2272 HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 Væri ekki hagkvæmt að byggja hjúkrunardeild fyrir langlegu- sjúklinga I tengslum við sjúkra- húsið, helst með tengiálmu? Þáá ég ekkl við húsnæði sem væri hannaö með öllum tækjum innbyggöum í veggi, s.s. súrefn- isleiðslur o.fl. Ég meina húsnæði sem væri eins konar millistig milli heimilis eða elliheimilis og sjúkrahússins. Þaö væri fyrst og fremst miðað við þarfir öldrunar- sjúklinga, sem fengju þar alla daglega hjúkrun hjá sjúkralið- um og þyrfti ekki marga hjúkr- unarfræðinga. Læknar þyrftu ekki að koma nema af og til. Ef eitthvað kæmi upp á, svo sem bylta, flensa eða annar óvæntur sjúkleiki, þáværi án mikillarfyrir- hafnar hægt að flytja sjúklinginn í myndatöku, rannsókn eða til innlagnar á sjúkradeild. Hann færi þá á milli í hjólastól eða rúmi. Eftir viðeigandi meðferð gæti viðkomandi síðan aftur farið á sína hjúkrunardeild. Ég tel óheppilegt aö hafa eldri álmu sjúkrahússins fyrir elli- hjúkrun. Bæði vegna þess að skurðstofan er á þeim gangi og svo eru stofurnar það þröngar, að mjög erfitt er að koma nauð- synlegum hjálpartækjum við.t.d. hjólastólum og lyfturum sem fyrir hendi eru. Nefnt var í viðtalinu við Kjartan lækni, að heilsugæslan væri næsti byggingaráfangi viðsjúkra húsið, og er sjálfsagt brýnn áfangi, sem ætti aö nýtast bæöi ungum og öldruðum. En hjúkr- unarmál aldraðra eru I algjöru öngþveiti eins og er. Það nær engri átt að sjúkrahúsið sé teppt af öldrunarsjúklingum, svo að aðrir komast ekki að, nema að mjög takmörkuðu leyti. Verða oft að fara til Reykjavíkur eða bíða óeðlilega lengi eftir læknishjálp, og svo ef til vill sendir heim fyrr en æskilegt hefði verið. Aldraðir eiga fullan rétt á allri þeirri hjúkrun sem þeir þurfa, og við sem yngri erum skuldum þeim þá hjálþ, en hún þarf ekki að vera framkvæmd sem „þrösk- uldur" fyrir aðstoð við aðra. Og Elliheimilið Hlévangur þaö er örugglega ekkl í anda þeirra eldri. Við verðum að reyna að leysa þetta allt, og okkur veitir ekki af að vera hagsýn í leiðinni. Ef heilsugæsla, hjúkrunar- deild og sjúkrahús eru í tengsl- um - sambyggt, nýtist öll þjón- usta betur. Þá er eitt eldhús fyrir alla, læknaþjónusta, röntgen, rannsókn og þvottahús, svo eitt- hvað sé nefnt. Ég held að við verðum að reyna að vera framsýn, sníða okkur stakk eftir vexti, en ekki endilega apa allt eftir öðrum. Þaö getur verið hagkvæmt að hafa hjúkrunardeildir við stór elli- heimili eins og t.d. I Reykjavík og Hafnarfirði, en ég held að það sé ekki eins hagstætt í fámennari byggðarlögum. Það hefur gengið illa að fá starfsfólk til að vinna á þessum sérstöku elli- deildum, vinnan er einhæf og mjög erfið. Mér dettur í hug að ef slík deild væri í beinum tengslum við sjúkrahúsið, væri hægt að hafa „rúllandi vaktir" starfsfólks, næðu yfir bæði sjúkradeild og hjúkrunardeild. Þar með yrði vinnan fjölbreyttari og ekki eins erfið á heildina litið. Þá væri og útilokuð hætta á ríg milli deilda. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að stuðla meira að því hjá okkur en gert er, að aldraðir geti verið heima sem allra lengst og raska ekki þeirra högum fyrr en nauðsyn krefur. Við þurfum að stórauka aðstoð við þetta fólk, bæði heimilishjálp og hjúkrun. Ég held að það vanti tilfinnan- lega að upplýsa fólk betur um þá möguleika, sem aldraðir hafa á aðstoð, t.d. heimilishjálp o.fl. [ því sambandi dettur mér í hug að það er til margt gott fólk, hús- mæður o.fl., sem mundu vilja að- stoða aldraða, t.d. fara fyrir þá í búðir ef veður er vont eða þeir eru lasnir, jafnvel sitja hjá þeim og tala við þá eða lesa fyrir þá, ef þeir eru einmana. Þetta gæti verið uppbyggt þannig, að tiltek- in hverfi hefðu nokkrar konur og/eða karla, sem gæfu kost á sér að sinna slíku. Viðkomandi aldraðir hefðu símanúmer þeirra og gætu þá náð í einhvern til aö aðstoða sig. Það væri verðugt verkefni fyrir Styrktarfélag aldr- aðra að byggja upp eitthvað í þessum dúr. Styrktarfélagarnir hafa sýnt og san nað að þei r telja ekki eftir verkin sín í þágu aldr- aða fólksins. Svo er heimilishjálpin á veg- um bæjarfélagsins, fólk, sem aðstoðar við þrif, eldamennsku o.fl. eftir þörfum hlutaðeigandi. Og síðast en ekki síst heima- hjúkrunin. Margir gætu verið lengur heima ef þeir fengju slíka hjálp- r ■- t-KH A S-Siiu. Útivistar- tími barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tíma- bilinu 1. maí til 1. september, er börnum 12 ára og yngri ekki leyfilegt að vera á almannafæri eftir kl. 22, nema í fylgd með fullorðnum. Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára óheimil úti- vist eftir kl. 23, nema í fylgd með fullorðnum eða á heimleið frá viðurkenndri æskulýsstarfsemi. Barnaverndarnefnd Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.