Víkurfréttir - 30.04.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 30. apríl 1981
VÍKllR-fréttir
Skólapiltar - Vinna
Viljum ráða nokkra skólapilta í fiskvinnu. Þurfa að
geta byrjað fljótlega.
Upplýsingar i símum 6044 og 1264.
Menn óskast
í fiskvinnu. Mikif vinna. Húsnæði í boði.
Upplýsingar í síma 1264.
Brynjótfur hf.
Verslunarfólk
á Suðurnesjum
ORLOFSHÚS - Tekið verður á móti umsóknum
um dvöl í orlofshúsum V.S. í ölfusborgum og
Svignaskarði, á skrifstofu félagsins að Hafnar-
götu 28 frá og með mánudeginum 4. maí. Opið kl.
16-18.
Þeir sem ekki hafa dvalið í húsunum sl. 5 ára
hafa forgang til 10. maí.
Vikuleigan, kr. 400, greiðist við pöntun. Ekkitekið
á móti pöntunum í síma.
Verslunarmannafélag Suðurnesja
Félagar Nýja hjónaklúbbs-
ins og aðrir Suðurnesjabúar
VORFAGNAÐUR verður haldinn í Stapa, laugar-
daginn 16. maí n.k.og hefst kl. 19 meðupphitun og
borðhaldi.
Miðasala fer fram í Stapa, laugardaginn 9. maí og
hefstkl. 14. Félagarhafa forkaupsréttaðmiðumtil
kl. 16, en eftir það verða miðar seldir öðrum.
Félagar! Fjölmennið á góða skemmtun.
Gleðilegt sumar!
Stjórnin
Njarðvík:
Dragnótaveiðar í Faxaflóa hafa
mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið
Á tundi bæjarstjórnar Njarö-
víkur 7. apríl sl. var eftirfarandi
tillaga samþykkt:
„Bæjarstjórn Njarövíkur skor-
ar á hiö háa alþingi aö samþykkja
framkomiö frumvarp til laga, um
að takmarkaöar veiöar meö drag-
nót í Faxaflóa skuli leyföar.
Bæjarstjórnin bendir á, aö
þessar veiöar hafa mikla þýö-
ingu fyrir bæjarfélagiö, þar sem
þær hafa síöustu 2 ár veitt um 60
manns atvinnu í allt aö 4 mánuöi
á ári, á þeim tíma sem flest fólk er
á vinnumarkaðnum.
Varðandi skaösemi dragnóta-
veiða, vísar bæjarstjórnin til álits
þeirra fiskifræöinga sem fylgst
hafa meö tilraunum síöustu ár,
og hafnar meö öllu þeirri
skoöun, aö þessar takmörkuöu
veiðar með dragnót spilli lífríki
flóans.
Aö lokum leggur bæjarstjórn
áherslu á aö þau hús sem þegar
hafa búnaö til þess að fullvinna
kolann, fái þau leyfi sem veitt
veröa til dragnótaveiða í Faxa-
flóa, enda munu þau fullfær um
að nýta þaö magn sem væntan-
lega yrði leyft að veiöa."
Vélstjórafélag Suðurnesja:
Varar við samþykkt f rumvarps-
um dragnótaveiði í Faxaflóa
Vólstjórafélag Suðurnesja hef-
ur sent frá sér samþykkt þar sem
segir aö félagið vari alvarlega viö
samþykkt frumvarps til laga um
dragnótaveiöar í Faxaflóa. Faxa-
flói er uppeldisstöð helstu nytja-
fiska okkar, segir f samþykktinni,
og ber aö haga veiöum í flóanum
í samræmi viö þaö. Árangur sá
sem náðst hefur meö friöun fló-
ans undanfarin 10 ár má ekki aö
engu veröa „vegna sérgæðisvið-
horfa fárra mannasem engu eira,
ef hagnaðar er von, þó um tíma-
bundin gæöi sé aö ræða," eins
og segir (samþykkt Vélstjórafé-
lagsins.
Þessi mynd ertekin viöeitt bílaverkstæöiö í Keflavík og er vart hægt aö
segja að þessi Fiat-bíll sé beint augnayndi, en einn af starfsmönnum
verkstæöisins keypti hann til aö gera hann upp og var ætlun hans aö
nota hann sem vinnubíl. Þessi litli Fiat-bíll leit ekki svon út fyrir
nokkrum dögum. Einhverjir siðlausir menn tóku hann, tengdu hann
aftan í bíl sinn og hafa leikiö sér aö því aö velta honum margar veltur.
Eins og sjá má af myndinni er bíllinn algjörlega ónýtur, og fæst ekki
séö hvaða tilgangi svona verknaður þjónar.
Heyrst hefur...
(síöasta blaði Víkur-frétta birt-
ist lítiö greinarkorn sem baryfir-
skriftina „Kosningaskjálfti", og
var þar lítillega minnst á blðaút-
gáfu stjórnmálaflokkanna hér í
Keflavík. Ekki voru allir jafn
ánægöir meö þá upptalningu
því þar gleymdist aö nefna
„Jökul", blaö ungraframsóknar-
manna, en þaö kom víst út seint á
síöasta ári..
Nú hefur heyrst aö FUF hafi
sagtsig úrfulltrúaráöi framsókn-
arfélaganna í Keflavík og starfar
félagiö nú sem sérstakt pólitískt
félag. Þá hefur því einnig heysrt
fleygt, aö FUF sé nú að undirbúa
sér framboð viö næstu bæjar-
stjórnarkosningar hér í Keflavík.