Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 33
Traustur bakhjarl í þrjá áratugi Nýinnflutt bifreið komin í smiðju Víkurvagna þar sem hún fær dráttarbeisli. Vel búin smiðja Víkurvagna þar sem ýmsar gerðir dráttarbeisla eru smíðaðar. Nýr og glæsilegur Ifor Williams vélavagn er afar þægilegur í notkun og hentar fyrir flestar gerðir smærri véla. Víkurvagnar er rótgróið fyrirtæki sem hefur þjón­ustað landsmenn í rúmlega þrjá áratugi. Fyrirtækið er meðal annars leiðandi í framleiðslu á dráttarbeislum, kerrum og vögnum hér á landi auk þess sem það flytur inn vörulyftur til að nota aftan á sendiferðabíla og vörubíla. Að sögn Bjarna Benediktssonar, framkvæmdastjóra Víkurvagna, eru sífellt fleiri farnir að setja dráttarbeisli undir bíla sína en áður. „Aukin hjólhýsa­ og ferða­ menning kallar á fleiri dráttarbeisli undir bílaflota landsmanna. Síðan fjölgar þeim stöðugt sem hjóla. Þá er tilvalið að setja festingar ofan á dráttarkúlurnar svo hægt sé að taka hjólin með, til dæmis í fríið eða ef ætlunin er að hefja hjólatúr­ inn langt frá heimilinu.“ Leysa málin Víkurvagnar flytja inn beisli frá tveimur fyrirtækjum, Westfalia og Steinhof, sem eru bæði virtir evrópskir framleiðendur, að sögn Bjarna. „Rafsettin fyrir dráttar­ beislin erum við að taka bæði frá Ryder í Bretlandi, Jaeger í Þýskalandi og ECS í Hollandi. Við smíðum einnig töluvert af beislum sjálfir, bæði undir t.d. ameríska bíla en einnig höfum við smíðað mikið af prófílbeislum undir jeppa og sendiferðabíla. Þannig getum við nánast alltaf leyst beislismálin með því að smíða þau því ef við eigum það ekki á lager er það ein­ faldlega smíðað undir viðkomandi bíl. Við eigum mikið af mótum fyrir beislin þannig að oft erum við búnir að smíða beislin áður en bíll­ inn kemur til okkar. Víkurvagnar eru langelsta fyrirtækið hér á landi í dráttarbeislum og þjónustu við þau og búum við mjög að því.“ Hentugar vörulyftur Vörulyftur, sem festar eru aftan á sendiferðabíla og vörubíla, spara mikinn tíma og fyrirhöfn. Víkurvagnar eru umboðsaðilar fyrir Zepro vörulyftur en þær eru sænskar og hluti af HIAB sam­ steypunni. „Við höfum aðallega þjónustað sendiferðabíla eins og MB Sprinter, Renault Master, Ford Transit og slíka bíla. Þar bjóðum við upp á mjög skemmtilegar lyftur með lyftublaði sem hægt er að leggja saman. Þá er hægt að ganga um aðrar afturdyrnar óháð lyftunni. Við setjum þær undir og þjónustum viðkomandi bíla. Einnig má nefna að við erum með mjög góða varahlutaþjónustu fyrir allar Zepro lyftur, bæði gamlar og nýjar. Þjónustustigið er mjög gott hjá okkur en við getum útvegað nánast alla varahluti á 24 tímum sem er nauðsynlegt í þessum bransa.“ Gott úrval varahluta Víkurvagnar bjóða einnig upp á nánast alla varahluti sem þarf í kerrur, bæði bremsulausar og með evrópsku bremsukerfi óháð tegund kerrunnar. „Þá erum við að tala um bremsuhluti, beislin sjálf og allan ljósabúnað ásamt ótal öðrum stykkjum. Einnig bjóðum við upp á hjólabúnað fyrir þá sem að eru að smíða sér kerrur sjálfir. Víkurvagnar sjá um viðgerðir á öllum kerrum, bæði reglubundið viðhald en einnig breytingar og slíkt sem stundum þarf að huga að.“ Fram undan er góður vetur að mati Bjarna en starfsmenn stefna alltaf á að gera hvert ár betra en fyrra ár. „Lífssýn okkar snýst um að sinna færri verkefnum en sinna þeim betur, í stað þess að vera með puttana í of mörgum verkefnum. Í vetur verður nokkuð um smíðar á sleðakerrum og síðan erum við líka að bjóða upp á skíðafestingar og ­boga á flestar gerðir bíla.“ Nánari upplýsingar má finna á www.vikurvagnar.is. „Aukin hjólhýsa- og ferðamenning kallar á fleiri dráttarbeisli,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI Víkurvagnar hafa í þrjá áratugi þjónustað lands- menn og eru m.a. leiðandi hér á landi í framleiðslu á dráttarbeislum, kerrum og vögn- um. Aukin hjól- hýsa- og ferða- menning kallar á fleiri dráttarbeisli undir bílaflota landsmanna. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 2 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 VIÐHALD BíLSINS 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D F -2 9 D C 2 0 D F -2 8 A 0 2 0 D F -2 7 6 4 2 0 D F -2 6 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.