Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2018, Side 4

Læknablaðið - 01.01.2018, Side 4
11 Aðalheiður Rán Þrastardóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Jóhanna Torfadóttir Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Rannsóknin sýndi að nær allir leikskólar í Reykjavík voru með börn með fæðuofnæmi eða fæðuóþol og um helmingur þeirra voru með börn með bráðaofnæmi. Algengi fæðuofnæmis var 5%, byggt á læknisvottorðum. Þetta er hærra algengi en fyrri rann- sóknir sýna að sé á Norðurlöndunum en okkar rannsókn byggir á að börnin hafi vott- orð frá lækni um greiningu á fæðuofnæmi en aðrar rannsóknir byggja á húðprófum, blóðprófum og/eða tvíblindum þolprófum. Alþjóðleg rannsókn sem kannaði algengi fæðuofnæmis með fæðuþolsprófi í 89 löndum sýndi að algengi fæðuofnæmis meðal 0-5 ára barna var allt frá 1% í Tælandi til 10% í Ástralíu. 19 Albert Páll Sigurðsson Segabrottnám við brátt blóðþurrðarslag er mesta framför í læknisfræði í áraraðir Erum við tilbúin til að veita slíka meðferð á Íslandi? Segabrottnám við brátt blóðþurrðarslag er eitt mesta framfaraskref í æðalækning- um í áraraðir. Meðferðin er flókin, nána samvinnu þarf milli mismunandi sérgreina. Innæðalæknar þurfa að vera í náinni samvinnu við slaglækna. Meðferðin krefst skipulagsbreytinga, sennilega með auknum mannafla og kostnaði. Fjarlækningar auka gjöf segaleysandi meðferðar við brátt blóðþurrðarslag og vegna tækniframfara er auðveldara að veita slíka þjónustu, en hins vegar þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi þannig þær geti orðið að veruleika. 4 LÆKNAblaðið 2018/104 F R Æ Ð I G R E I N A R 1. tölublað ● 104. árgangur ● 2018 7 Landinu og læknum til gagns og blessunar í 100 ár Reynir Arngrímsson Læknafélag Íslands var stofn- að 14. janúar 1918 og heldur upp á 100 ára afmæli sitt í mánuðinum. Stofnfélagar voru 34. Um árangur íslenskra lækna og frumkvæði þeirra við skipulagningu heilbrigð- isþjónustunnar á þeim 100 árum sem liðin eru þarf vart að fjölyrða. 9 Eru konur betri læknar en karlar? Elsa B. Valsdóttir Í safngreiningu var niðurstað- an sú að kvenkyns læknar notuðu fleiri samskiptaleiðir sem ýttu undir sjúklinga- miðaða meðferð en karlkyns læknar og eyddu meiri tíma með sjúklingunum sínum. Konur eru einnig líklegri til að fylgja klínískum leiðbeiningum og sinna forvörnum. L E I Ð A R A R LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA 27 Jón Ólafur Ísberg Um sögu Læknafélags Íslands, í tilefni 100 ára afmælis Á síðasta áratug 19. aldar voru starfandi 50 læknar á landinu. Hver hafði sitt hérað, yfirleitt eina sýslu eða bæjarfélag, en nokkrir störfuðu sem aukalæknar, voru í afleysingum eða önnuðust hluta af héraði fyrir héraðslækninn, og síðan voru kennarar við læknaskólann. Læknar höfðu ekki með sér neitt félag, ekki frekar en aðrir hópar eða starfsstéttir. 30 Sigurbjörn Sveinsson Læknadagar alla daga Allir dagar lækna eru „læknadagar“. Skyldan til kennslu og menntunar er tímalaus og án landamæra. Læknadagar Læknafélags Íslands verða vonandi aldrei „barn síns tíma“ og verða í sífelldri þróun eins og raunin hefur orðið.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.