Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 7

Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 7
Sérlyfjatexti á bls. 57 LÆKNAblaðið 2018/104 7 R I T S T J Ó R N A R G R E I N The Icelandic Medical Association celebrating 100th year anniversary 2018 Reynir Arngrímsson, MD, PhD Professor of Clinical Genetics/Genetic Medicine, University of Iceland Dept. Genetics and Molecular Medicine Landspítali University Hospital, 101 Reykjavík President of the Icelandic Medical Association https://doi.org/10.17992/lbl.2018.01.166 Reynir Arngrímsson erfðalæknir á Landspítala formaður Læknafélags Íslands reynirar@landspitali.is Læknafélag Íslands var stofnað 14. janúar 1918 og heldur upp á 100 ára afmæli sitt í mánuðinum. Stofnfélagar voru 34. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Guðmundur Hannesson, Guðmundur Magn- ússson og Sæmundur Bjarnhéðinsson. Varamaður í stjórn var Matthías Einarsson. Frá Vestfirðingafjórðungi Halldór Steinsen, í Norðlendingafjórðungi Steingrímur Matthíasson, í Austfirðinga- fjórðungi Georg Georgsson. Í Læknablaðinu frá þessum tíma má lesa: „Um það skal engu spáð, hversu félagi voru farnast, hvert gagn það getur unnið bæði læknastéttinni og landinu, en eins dæmi væri það áreiðanlega, ef það yrði ekki báðum til gagns og blessunar. Í öllum menningarlöndum hafa læknar komið á fót föstum félagsskap og skipulagi sín á milli, og fleiri eða færri málgögnum til að ræða sín mál. Og hvervetna, undantekningarlaust, að eg hygg, hefir þetta komið að bestu notum. Ólíklegt er það, að vér verðum eina undantekningin, að oss gefist betur sundrung og sinnuleysi en „organisation“ og áhugi. Mitt í öllum harðindunum, þrátt fyrir alla dýrtíð og styrjöld, byrja nú íslenskir læknar árið með þessari félagsstofnun, víllausir og alls ósmeikir, til þess að búa betur í haginn fyrir komandi ár. Illviðri og hvers konar óáran bitnar ekki síst á íslenskum læknum og engir sjá meira af hvers konar eymd og volæði. Þeir hafa þó ekki gugnað til þessa, og eitthvað meira mun þurfa til þess að draga úr þeim kjarkinn en þessi illviðri og óáran, sem nú gengur yfir.”1 Um árangur íslenskra lækna og frumkvæði þeirra við skipulagn- ingu heilbrigðisþjónustunnar á þeim 100 árum sem liðin eru þarf vart að fjölyrða. Grunnmenntun í læknisfræði hafa flestir læknar fengið í læknadeild HÍ sem í öllum samanburði stendur jafnfætis því sem best gerist og ber glöggt vitni um framsýni forystumanna í læknastétt. Framhaldsmenntun hafa læknar sjálfir þurft að kosta og skipuleggja erlendis allt fram á þennan dag og nú að nokkru leyti hérlendis. Þannig má fullyrða að eigið framtak, frumkvæði og áræði íslenskra lækna á síðastliðnum hundrað árum hafi stuðlað að heilbrigði þjóðarinnar eins og við þekkjum það í dag. Að tryggja viðunandi mönnun lækna er viðkvæmt ferli og lítið má út af bera ef tryggja á landsmönnum grunnheilbrigðisþjónustu. Skammsýnar ákvarðanir stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðis- stofananna án aðkomu og faglegrar samvinnu við lækna og félaga þeirra er hættuleg þróun. Ábendingar Embættis landlæknis og Umboðsmanns Alþingis og niðurstöður dómsmála í mannauðs- málum helstu heilbrigðisstofnana landsins sem lúta meðal annars að stjórnsýslu þeirra gagnvart læknum, eru áhyggjuefni. Ekki síð- ur viðbrögð stjórnendanna við þessum áfellisdómum. Því miður verður ekki komist hjá því að nefna þetta á þessum tímamótum því fram til þessa hefur lengst af á þeim 100 árum sem LÍ hefur staðið vörð um hagsmuni lækna og stuðlað að framförum á lands- vísu í heilbrigðismálum og eflingu sjúkrastofnana ríkt gagnkvæmt traust á milli lækna og stjórnvalda og ef sagan hefur kennt okkur eitthvað þá hefur það verið þjóðinni til gagns og blessunar. Stofnun LÍ bar upp á frostaveturinn mikla þegar mesta frost sem vitað er um á landinu mældist, -34,5 stig. Þetta var árið sem Katla gaus og spænska veikin varð heimsfaraldur og Ísland varð fullvalda. Í Reykjavík veiktust um 63% íbúa og á fyrstu 6 vikun- um frá því hún barst til landsins höfðu tæplega 500 manns látist. Dánarhlutfall var hæst á meðal ungra barna, fólks á aldrinum 20- 40 ára og aldraðra. Einnig urðu barnshafandi konur illa úti.2 Það var því vel við hæfi að afmælisnefnd LÍ valdi að lækn- irinn og umhverfið yrði þema afmælisársins 2018. Áhrif loftslags- breytinga á heilsufar og lífsviðurværi mannkyns snertir lækna og allan almenning og bregðast verður við þessari umhverfisvá. Um- ræður og skilningur er grundvöllur aðgerða. Í janúar býðst lækn- um og almenningi að taka þátt í afmælisdagskrá í Hörpu þann 15. janúar næstkomandi þar sem fjallað verður um þetta efni frá sjónarhorni lækna. Við endurskoðun Genfar-yfirlýsingar lækna síðasta haust var samþykkt að bæta við grein um mikilvægi þess að læknar sinntu heilsu sinni og heilbrigði í lífsháttum.3 Trú þessum tilmælum Alþjóðalæknasamtakanna og til eflingar félagsanda og samtaka- máttar verður fjölbreytt gleðidagskrá fyrir lækna og fjölskyldur þeirra allt afmælisárið eins og sjá má á öðrum stað í blaðinu. Ég óska læknum öllum til hamingju með sitt síunga félag, megi það verða þeim og landinu áfram til gagns og blessunar. Heimildir 1. Hannesson G. Læknafélag Íslands. Læknablaðið 1918; 4: 1-2. 2. Gottfreðsson M. Spænska veikin á Íslandi 1918. Lærdómur í læknisfræði og sögu. Læknablaðið 2008; 94: 737-45. 3. World Medical Association Declaration of Geneva. wma.net/policies-post/wma-declaration- -of-geneva/ - desember 2017. Sjá íslenska þýðingu Genfar-yfirlýsingarinnar á blaðsíðu 46 í þessu tölublaði. Landinu og læknum til gagns og blessunar í 100 ár Öðlastu nýtt viðhorf Inflectra er fyrsta mAb samheitalíftæknilyfið. Lyfið var þróað til að hafa sambærilega virkni og öryggi og frumlyf infliximab til að auka meðferðarval sjúklinga með gigtar-, meltingar- og húðsjúkdóma.1. Heimildir: 1. INFLECTRA™. European Public Assessment Report (EPAR). June 2013. Available at: http://www.ema.europa.eu/docs/en_GB/document_library/ EPAR_-_Public_assessment_report/human/002778/WC500151490.pdf http://www.ema.europa.eu/docs/is_IS/document_library/EPAR_-_Product_ Information/human/002778/WC500151489.pdf Fyrsta samheitalíftæknilyfið sem er einstofna mótefni (mAb) og notað í gigtar-, meltingar- og húðsjúkdómum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.