Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Síða 9

Læknablaðið - 01.01.2018, Síða 9
LÆKNAblaðið 2018/104 9 Meðferð við gáttatifi ELIQUIS minni hætta á heilaslagi miðað við warfarin1 minni hætta á meiriháttar blæðingum miðað við warfarin1 1Granger VB et al. N Engl J Med. 2011:365:981-992 Sjá samantekt á eiginleikum lyfs Ábendingar: Eliquis 2,5 mg: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. Eliquis 2,5 mg og 5 mg: Forvörn gegn heila- slagi og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýsting, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. PFI-17-09-02 / PP-ELI-DNK-0080 September 2017 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Á þessu ári hafa birst tvær greinar í virtum vísindatímaritum sem gefa til kynna að mögulega séu konur betri læknar en karlar. Í febrúar birti JAMA grein þar sem skoðaðar voru útkomur sjúk- linga úr Medicare kerfinu í Bandaríkjunum (65 ára og eldri) eftir því hvort lyflæknirinn þeirra (general internist) var kona eða karl.1 Yfir ein og hálf milljón innlagna voru skoðaðar í handahófskenndu úrtaki og sérstaklega skráð dánartíðni og tíðni endurinnlagna. Í ljós kom að dánartíðni sjúklinga kvenkyns lækna var marktækt lægri en þeirra sjúklinga sem höfðu karlkyns lækni, 11,07% á móti 11,49%, p<0,01, eða hlutfallsleg áhættuminnkun upp á 4%. Það sama gilti um endurinnlagnir, 15,02% á móti 15,57%, p<0,01. Í október birtist grein í British Medical Journal frá háskólanum í Toronto, Kanada, þar sem skoðaðar voru útkomur 104.630 sjúk- linga eftir skurðaðgerðir.2 Þegar búið var að leiðrétta fyrir þátt- um tengdum sjúklingum, skurðlæknum og spítölum stóð eftir að dánartíðni sjúklinga í valaðgerð sem höfðu konu sem skurðlækni var marktækt lægri en þeirra sem höfðu karl sem skurðlækni, 11,1% á móti 11,6%, hlutfallsleg áhættuminnkun 12%. Af hverju er verið að rannsaka þetta? Atferlisfræðilegar rann- sóknir hafa sýnt með vísindalegum hætti að konur og karlar hegða sér ekki eins – þó það megi að sjálfsögðu deila um hver ástæð- an fyrir því sé. Í samtali almenns eðlis eru konur líklegri til að segja meira frá sjálfum sér, hafa hlýrra viðmót, hvetja aðra til að tjá sig og draga markvisst úr eigin stöðu til að ná jafnræði við þann sem þær tala við. Þá hefur verið spurt: skilar þessi munur sér í því hvernig konur og karlar stunda læknisfræði eða hverfur þessi munur í þeirri myllukvörn sem læknanámið er? Svarið við því er að munurinn heldur sér. Árið 2002 kom út safngreining sem skoð- aði 29 greinar þar sem þetta var rannsakað og niðurstaðan var sú að kvenkyns læknar notuðu fleiri samskiptaleiðir sem ýttu undir sjúklingamiðaða meðferð (patient centered care) en karlkyns læknar og eyddu meiri tíma með sjúklingunum sínum.3 Konur eru einnig líklegri til að fylgja klínískum leiðbeiningum og sinna forvörnum. Þá liggur beint við að spyrja næst: hefur þetta einhverja klíníska þýðingu? Nú virðist svarið við þeirri spurningu vera já. Munurinn er kannski ekki mikill en óneitanlega til staðar. En hvað eigum við að gera við þessar niðurstöður? Eftir áratuga innrætingu á því að konur og karlar séu jafnhæf til allra verka erum við sem sam- félag tilbúin til að ræða það að kannski sé annað kynið hæfara til sumra starfa en hitt eða að minnsta kosti þurfi annað kynið mögulega að tileinka sér eiginleika í fari hins til að ná sem bestum árangri? Og hvað myndum við gera ef niðurstöðurnar hefðu verið á hinn veginn, að sjúklingum kvenkyns lækna farnaðist almennt verr en karlkyns lækna? Hvers konar umræðu myndi það koma af stað? Ég þykist ekki hafa svörin við þessum spurningum þó ég þykist vita að allir séu sammála um að ekki sé ástæða til að úti- loka karlkynið frá því að stunda læknisfræði. Ég held hins vegar að við ættum að meðtaka þessar niðurstöður og leyfa okkur að segja að við, læknirinn sem einstaklingur, erum mikilvæg breyta í því flókna umhverfi sem nútíma heilbrigðiskerfi er. Við höfum rannsakað endalaust hvaða þættir sem snerta sjúklinginn skipta máli varðandi útkomur, þættir sem snerta heilbrigðisstofnanir, svo ekki sé talað um rannsóknir á lyfjum og tækjum. Niðurstöður þessara tveggja rannsókna ættu að hvetja okkur til að beina sjón- um að okkur sjálfum, því hvernig við vinnum og ekki síst hvernig við ölum upp unga fólkið sem eru læknar framtíðarinnar. Engir af þeim þáttum sem taldir voru upp hér að ofan, sem greina kven- kyns lækna frá karlkyns læknum, eru í raun bundnir kyni heldur einhverju sem hægt er að læra, meðal annars í samskiptafræði. Ef við gerum sömu vísindalegu kröfur til framkomu okkar sjálfra og við gerum til meðferðarúrræðanna sem við ráðleggjum, mun sjúk- lingum okkar allra farnast betur. Heimildir 1. Tsugawa Y, Jena AB, Figueroa JF, Orav EJ, Blumenthal DM, Jha AK. Comparison of Hospital Mortality and Readmission Rates for Medicare Patients Treated by Male vs Female Physicians. JAMA Intern Med 2017; 177: 206-13. 2. Wallis CJ, Ravi B, Coburn N, Nam RK, Detsky AS, Satkunasivam R. Comparison of postoperative outcomes among patients treated by male and female surgeons: a population based matched cohort study. BMJ 2017; 359: j4366. 3. Roter DL, Hall JA, Aoki Y. Physician gender effect in medical communication: a meta-ana- lytic review. JAMA 2002; 288: 756-64. Are women better doctors than men? Elsa B. Valsdóttir Surgeon at Univeristy Hospital of Iceland Assistant professor, Faculty of Medicine, Univeristy of Iceland Member of the editorial board of the Icelandic Medical Journal https://doi.org/10.17992/lbl.2018.01.167 Eru konur betri læknar en karlar? Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir á Landspítala situr í ritstjórn Læknablaðsins elsava@landspitali.is

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.