Læknablaðið - 01.01.2018, Page 11
LÆKNAblaðið 2018/104 11
R A N N S Ó K N
Inngangur
Algengi fæðuofnæmis hjá evrópskum börnum á aldrinum 0-18
ára spannar allt frá 2-28% á árunum 2003-2005.1-3 Munur á aðferð-
um rannsakenda við upplýsingaöflun á hvort fæðuofnæmi sé til
staðar er mikill. Í sumum tilvikum er algengi fæðuofnæmis byggt
á frásögn foreldra en í öðrum tilvikum á húðprófi, blóðprófi og/
eða tvíblindum þolprófum.3-5 Íslensk rannsókn á 0-1 árs börnum
staðfesti fæðuofnæmi hjá 1,9% íslenskra barna með tvíblindu þol-
prófi (IgE-miðlað fæðuofnæmi) en rannsóknin var gerð á árunum
2005 til 2008.6 Til samanburðar sýndi dönsk rannsókn á þriggja ára
börnum fyrir aldamótin að 3,4% barna voru með fæðuofnæmi en
algengið lækkaði í 1,2% við 6 ára aldurinn, greint með tvíblindu
þolprófi.7
Þegar einstaklingar eru með ofnæmi fyrir tveimur eða fleiri
fæðutegundum kallast það fjölfæðuofnæmi (multiple food allergy).
Í danskri rannsókn þar sem börnum var fylgt eftir frá fæðingu
til 6 ára aldurs greindust 3,7% barna með fjölfæðuofnæmi greint
með þolprófi.8 Í daglegu tali eru þeir sem eiga á hættu að fá of-
næmislost sagðir vera með bráðaofnæmi. Helsta ástæða ofnæm-
islosts (anaphylaxis) er neysla fæðutegundar (33%).9 Hjá börnum má
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi fæðuofnæmis
og fæðuóþols hjá börnum á leikskólum Reykjavíkurborgar og hversu vel
leikskólar standa að því að hafa umhverfi barna með fæðuofnæmi sem
öruggast.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti útbúinn fyrir þessa rannsókn var
sendur til 65 leikskóla Reykjavíkurborgar árið 2014. Svör fengust frá 49
leikskólum (75%) með 4225 börn. Algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols
var metið út frá fjölda læknisvottorða sem afhent voru til leikskólanna.
Lýsandi tölfræði var notuð til að meta hvort ferlar væru til staðar fyrir börn
með fæðuofnæmi/-óþol á leikskólum og hvort þeir tengdust menntun
leikskólastjóra, menntun starfsmanns í eldhúsi og fjölda barna á leikskól-
anum.
Niðurstöður: Algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols var 5%, bráðaofnæmis
1% og fjölfæðuofnæmis 1% samkvæmt læknisvottorðum. Mjólkuróþol var
algengast (2%) en þar næst mjólkurofnæmi (2%) og eggjaofnæmi (1%).
Allir leikskólar nema einn voru með börn með fæðuofnæmi og/eða -óþol.
Tæpur helmingur leikskólanna (41%) var með viðbragðsáætlun til að fara
eftir ef barn skyldi fyrir slysni fá ofnæmisvaka með fæðunni. Aðeins 55%
leikskóla með barn með bráðaofnæmi sögðu allt starfsfólk sitt þekkja ein-
kenni ofnæmiskasts og aðeins 64% þeirra sögðu starfsfólk sitt upplýst og
þjálfað í viðbrögðum við ofnæmiskasti. Engin marktæk tengsl voru á milli
menntunar leikskólastjóra, starfsmanns í eldhúsi og fjölda barna á leik-
skóla og hvernig staðið var að málum barna með fæðuofnæmi/-óþol.
Ályktun: Fimm prósent leikskólabarna í rannsókninni voru með
fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol í Reykjavík. Í 59% leikskóla skorti við-
bragðsáætlun í tengslum við fæðuofnæmi.
Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og
fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar
Aðalheiður Rán Þrastardóttir1 lýðheilsufræðingur, Fríða Rún Þórðardóttir2 næringarráðgjafi og næringarfræðingur,
Jóhanna Torfadóttir1,3 næringar- og lýðheilsufræðingur
1Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 2Landspítala, 3Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum svarar Jóhanna Torfadóttir, jet@hi.is
https://doi.org/10.17992/lbl.2018.01.168
Greinin barst til blaðsins 16. júní 2017, samþykkt til birtingar 3. desember 2017.
Á G R I P
einnig rekja meirihluta tilfella (56-84%) ofnæmislosts til fæðuof-
næmis.10-12 Áströlsk rannsókn sem skoðaði innkomur á bráðamót-
töku barna vegna ofnæmislosts greindi frá því að flest tilvik (48%)
verða á heimili barnsins en næst algengasti staðurinn er skólinn
og daggæslan (9%).13 Ofnæmislost geta verið banvæn en það er
sjaldgæft.10,13 Það er því nauðsynlegt að gerð sé viðbragðsáætlun
um hvernig bregðast skuli við ofnæmiskasti barns hjá aðilum/
stofnunum sem bera ábyrgð á börnum á dagvinnutíma.14
Þegar fjallað er um fæðuóþol á það oftast við um mjólkuróþol
og glútenóþol. Mjólkuróþol stafar af því að einstaklingur getur
ekki brotið niður mjólkursykur í meltingakerfinu15 en glútenóþol
er sjálfsofnæmissjúkdómur.16
Í rannsókn sem meðal annars var gerð á Íslandi kom fram
að starfsfólk grunnskóla í Reykjavík er almennt meðvitaðra um
fæðuofnæmi en starfsfólk skóla hinna landanna 7 sem tóku þátt
í rannsókninni. Þannig greindu 85% íslensku skólanna (n=11) frá
því að starfsfólk sitt væri frætt um einkenni fæðuofnæmis. Einnig
höfðu 44% (n=4) grunnskólanna frætt starfsfólk sitt um hvernig
ætti að lesa innihaldslýsingar og 91% skólanna (n=10) voru með
adrenalínpenna á staðnum. Aðgerðaráætlun við alvarlegu ofnæm-
isviðbragði í skólum var til staðar í 67% tilvika (n=8) þar sem gert
er ráð fyrir að starfsmaður geti notað adrenalínpenna. Stjórnendur
fjögurra skóla vildu hins vegar að annaðhvort væri hringt í foreld-
rana eða á sjúkrabíl í stað þess að nota adrenalínpenna.17
Heilmildir. 1: Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Ganfort® dags. 1. júní 2017. 2: Leske MC et al. Arch Ophthalmol 2003; 121: 48-56.
Þegar meðferðarmarkmið næst ekki
með einlyfjameðferð1
Hver einasti mmHg skiptir máli2 (bimatoprost/timolol) augndropar, lausn 0,3+5 mg/ml
Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Ganfort augndropa, lausn:
GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn. Virkt innihaldsefni: Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat). Ábendingar: Til að lækka augnþrýsting hjá
fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur.
Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost. Markaðsleyfishafi: Allergan Pharmaceuticals Ireland. Fyrir frekari
upplýsingar um lyfið má hafa samband við Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf., Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður, sími 550 3300, www.actavis.is. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika
lyfsins: 1. júní 2017. Október 2017. Nálgast má upplýsingar um Ganfort, fylgiseðil lyfsins og gildandi samantekt á eiginleikum þess á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.isActa
vi
s
71
01
32
UMBOÐSAÐILI Á ÍSLANDI: