Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 13
LÆKNAblaðið 2018/104 13
Viðbragðsáætlun fyrir börn með fæðuofnæmi og/eða -óþol
Sérstaklega var unnið með þrjár spurningar úr spurningalistan-
um sem þóttu lýsa vel hvernig unnið var að fæðutengdum málum
barna með fæðuofnæmi/-óþol innan leikskólans:
1. Er til staðar viðbragðsáætlun sem fer í gang ef barn með fæðu-
ofnæmi/-óþol fær mat með ofnæmisvaka í? Þessi spurning
verður hér eftir kölluð viðbragðsáætlun.
2. Eru allir starfsmenn leikskólans upplýstir og þjálfaðir í því
hvernig bregðast skal við ofnæmiskasti barns? Þessi spurning
verður hér eftir kölluð upplýstir og þjálfaðir.
3. Þekkja allir starfsmenn leikskólans einkenni ofnæmiskasts
barns?
Spurningarnar höfðu þrjá svarmöguleika: 1) já, 2) nei og 3) á ekki
við. Við úrvinnslu gagna var svarmöguleiki nr. 3 settur saman við
svarmöguleika nr. 2 sem var nei.
Skýribreytur
Leikskólastjórnendur voru beðnir um að haka við hæsta menntun-
arstig sem lokið var og voru valmöguleikarnir eftirfarandi: 1) próf
úr Fóstruskólanum, 2) B.Ed., 3) önnur grunnmenntun, 4) viðbót-
ardiplóma, 5) M.Ed., 6) önnur framhaldsmenntun, 7) Ph.D., 8) Ed.D.
og 9) önnur menntun. Menntuninni var skipt í þrjá flokka: grunn-
menntun, viðbótardiplóma og framhaldsmenntun. Þátttakendur
með grunnmenntun voru allir sem höfðu lokið 1) prófi úr Fóstru-
skólanum, 2) B.Ed. og 3) annarri grunnmenntun. Þátttakendur
með viðbótardiplóma voru þeir sem hökuðu við valmöguleika 4)
viðbótardiplóma. Þátttakendur með framhaldsmenntun voru þeir
sem höfðu lokið við 5) M.Ed. og 6) annarri framhaldsmenntun.
Enginn leikskólastjórnendanna hafði lokið Ph.D. eða Ed.D. Þrír
hökuðu við 9) önnur menntun en við þann valmöguleika var opið
svar og var hægt að færa þau svör á viðeigandi stað í þrískiptri
menntunarbreytunni sem er lýst hér að ofan.
Til að kanna menntunarstig starfsmanns í eldhúsi/mötuneyti
var spurt: Er starfandi menntaður matartæknir, matreiðslumað-
ur eða matráður við leikskólann? Svarmöguleikarnir voru 1) já, 2)
nei og 3) önnur menntun starfsmanns í eldhúsi/móttökueldhúsi.
Breytan var endurskráð í tvíkosta flokkabreytu en í þremur tilvik-
um var starfsmaður í eldhúsi skráður þannig að hann væri kominn
áleiðis í matartækninámi og voru þeir endurskráðir þannig að þeir
væru með enga menntun.
Einn leikskóli keypti mat annars staðar frá og var hann undan-
skilinn í greiningu gagna þegar metið var hvort menntun starfs-
manns í eldhúsi væri tengt því hvort viðbragðsáætlun væri til stað-
ar og hvort starfsfólk væri upplýst og þjálfað til að bregðast við
ofnæmiskasti barns.
Stærð leikskóla var annars vegar metin eftir fjölda barna og
hins vegar eftir fjölda starfsfólks. Fjölda barna á leikskóla var skipt
í minni leikskóla (47-83 börn) og stærri leikskóla (84-172 börn),
var skipting gerð þannig að sem líkastur fjöldi væri í báðum hóp-
um. Fjöldi starfsfólks á leikskóla var skipt í minni leikskóla (12-21
starfsmaður) og stærri leikskóla (22-42 starfsmenn).
Í tveimur tilvikum hafði verið sleginn inn rangur fjöldi barna á
leikskóla, annars vegar 0,3 börn og hins vegar 3 börn. Meðaltal var
tekið af fjölda barna í leikskólunum sem tóku þátt í rannsókninni
(N = 86) og sú tala notuð fyrir þessa tvo leikskóla. Einn leikskóli
misskráði fjölda starfsmanna þannig að einn starfsmaður ynni á
leikskólanum en meðalfjöldi starfsmanna í hinum leikskólunum
sem tóku þátt voru 24 starfsmenn og var sú tala notuð fyrir þennan
leikskóla.
Úrvinnsla gagna
Stuðst var við forritið SPSS útgáfu 23 við tölfræðilegar greiningar.
Notuð var lýsandi tölfræði til að meta algengi fæðuofnæmis og
fæðuóþols. Fjöldi barna með fæðuofnæmi og fæðuóþol var metinn
út frá fjölda læknisvottorða.
Einnig var því lýst hvaða fæðutegundir voru helst að valda
fæðuofnæmi/-óþoli og hvort um fjölfæðu- eða bráðaofnæmi væri
að ræða.
Spurningalistanum lauk með opnum athugasemdum sem
dregnar voru saman og fjallað um í niðurstöðukaflanum.
Gerð var tvíkosta lógistísk aðhvarfsgreining til að meta gagn-
líkindahlutfall (OR) og 95% öryggisbil (CI) fyrir virkt ferli á leik-
skólum og upplýsta og þjálfaða starfsmenn greint eftir menntun-
arstigi leikskólastjóra, menntun starfsmanns í eldhúsi, fjölda barna
á leikskóla og fjölda starfsmanna á leikskóla. Hver skýribreyta var
skoðuð ein og sér en einnig var framkvæmd fjölbreytugreining
þar sem leiðrétt var fyrir menntunarstigi leikskólastjóra og starfs-
manns í eldhúsi, fjölda barna og fjölda starfsmanna á leikskólun-
um.
Krosstöflur voru notaðar til að bera stærð leikskóla, annars
vegar eftir fjölda barna á leikskóla og hins vegar fjölda starfs-
manna á leikskóla, saman við viðbragðsáætlun og upplýsta og
þjálfaða starfsmenn. Einnig voru krosstöflur notaðar til að bera
saman leikskóla með eða án bráðaofnæmis og hvort starfsfólk væri
R A N N S Ó K N
Tafla III. Samband milli menntunar stjórnenda og hvort viðbragðsáætlun er til staðar í leikskólum ef matur inniheldur ofnæmis eða óþolsefni.
N Já (%) OR OR1
Menntun leikskólastjóra
Grunnmenntun 18 8 (44) - -
Viðbótardiplóma 20 8 (40) 0,83 (0,23-3,03) 0,78 (0,21-2,93)
Framhaldsmenntun 11 4 (36) 0,71 (0,15-3,33) 0,54 (0,10-2,80)
Menntun starfsmanns í eldhúsi
Ómenntaður 18 7 (39) -
Menntaður 30 13 (43) 1,20 (0,37-3,96) 1,06 (0,29-3,88)
1Leiðrétt fyrir fjölda barna á leikskóla og fjölda starfsfólks á leikskóla. OR = Odds ratio = gagnlíkindahlutfall.