Læknablaðið - 01.01.2018, Page 29
LÆKNAblaðið 2018/104 29
mál voru á dagskrá. Enginn aðalfundur var haldinn árið 1920 og
er ástæðan talin sú að ekki hafi komið fram nein mál sem læknar
vildu ræða, auk þess sem læknar úti á landi hefðu ekki tíma til
að koma til Reykjavíkur. Aðalfundur var næst haldinn í júní 1921
og þá mættu 26 læknar. Seint í júní 1922 var þriðji aðalfundur
Læknafélagsins haldinn í Alþingishúsinu og mættu á milli 30 og
40 læknar, þar af 10 utan af landi. Árið 1923 var fjórði aðalfundur
Læknafélags Íslands haldinn á sal Menntaskólans í Reykjavík
og mættu 25 læknar við setninguna. Þetta voru nokkru færri
læknar en árið áður og töldu menn vænlegt að halda næsta fund
á Akureyri. Fundurinn var haldinn á sal Gagnfræðaskólans og
voru einungis mættir 15 fulltrúar, þar af einn dýralæknir, og
tveir erlendir gestir. Aðalfundurinn á Akureyri markar tímamót
í sögu Læknafélagsins á margan hátt. Guðmundur Hannesson
sem verið hafði formaður frá byrjun var það ekki lengur en hann
hafði verið einn helsti hvatamaður að stofnun þess og áður verið
formaður í Læknafélagi Reykjavíkur.
Þegar litið er yfir mótunarárin 1918 til 1924 má sjá hvaða mál
voru helst til umfjöllunar á aðalfundum Læknafélags Íslands. Þar
eru auðvitað kjaramál í flestum sínum myndum áberandi þótt
dregið hafi úr vægi launamála eftir að kreppu eftirstríðsáranna
lauk. Umræðan um embættaveitingar og læknabústaði tengist
launamálum en einnig því hvernig bæri að skipa heilbrigðismál-
um og hver ætti að ráða. Ekki voru læknar sammála um tilhögun
embættaveitinga en almennt séð vildu þeir að læknar ættu að
eiga möguleika á að komast úr tekjurýrum héruðum sem yfir-
leitt voru fámenn og erfið yfirferðar í þægilegri og tekjuhærri
héruð. Fengju menn ekki slíka umbun var hætta á að enginn
fengist í rýru héruðin til langframa nema einhverjir sem ættu
enga aðra möguleika og slíkt væri ekki bjóðandi fólki. Lækna-
félagið var fyrst og fremst stéttarsamtök og þótt það samþykkti
ýmsar ályktanir um heilbrigðismál voru það kjara- og réttinda-
mál sem skiptu félagsmenn mestu máli. Um þriðjungur lækna
bjó í Reykjavík og var í Læknafélagi Reykjavíkur sem annaðist
hagsmunamál þeirra en hinir voru dreifðir um landið sem emb-
ættismenn. Þeir mættu lítt á fundi í Læknafélaginu sem hafði
engum lögboðnum skyldum að gegna og gat lítið fyrir þá gert í
launamálum.
Ekki voru haldnir aðalfundir árin 1925 og 1926 en á aðalfundi
1927 var Guðmundur Hannesson kosinn formaður aftur en aðrir
stjórnarmenn voru Gunnlaugur Claessen og Níels Dungal og
Ólafur Finsen var varamaður. Það var greinilegt á þessum fundi
að Guðmundur Hannesson lét rækilega að sér kveða á ný og tók
stjórnina í sínar hendur. Á meðan hans naut við þurftu félags-
menn ekki að óttast lognmollu í félagsstarfinu. Þótt stéttarmál-
efni væru fyrirferðarmikil skyggðu þau aldrei á læknisfræðina
og á hverjum aðalfundi voru til umræðu og ályktunar eitt eða
fleiri mál af því tagi. Berklar voru til umræðu á nánast hverjum
einasta fundi allt til ársins 1934 en þá kom krabbameinið til
sögunnar með ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að hefja
baráttu gegn krabbameini. Aðrir sjúkdómar eins og beinkröm,
holdsveiki og kynsjúkdómar voru einnig til umræðu sem og al-
mennar úrbætur í heilbrigðismálum. Þar bar hæst lög um sjúkra-
tryggingar árið 1936 sem gjörbreyttu stöðu heilbrigðismála til
frambúðar.
Árið 1933 urðu þau tímamót í sögu félagsins að Guðmundur
Hannesson gaf ekki lengur kost á sér til formennsku. Magnús
Pétursson var kosinn í hans stað og gegndi hann formennsku
í félaginu til ársins 1951 að undanskildu árinu 1934. Á fjórða
áratugnum breyttust aðstæður lækna verulega en þrátt fyrir
kreppu í samfélaginu vænkaðist hagur þeirra, bæði stéttarlega og
fjárhagslega. Skiptir þar mestu að alþýðu- og sjúkratryggingum
var komið á, pólitíkin fór að róast hvað þá varðaði og almennt
séð ríkti sátt um meginleiðir í heilbrigðismálum og hlutverk
lækna og félaga þeirra í þeim málum. Læknum fjölgaði mikið,
bæði á landsbyggðinni og ekki síður sjálfstætt starfandi læknum
í Reykjavík, en bölsýnir menn höfðu spáð því að læknar og aðrir
menntamenn yrðu brátt allt of margir, öllu samfélaginu til tjóns.
Landspítali var byggður og þar hófst starfsemi árið 1930, víða um
land voru byggð sjúkrahús eða sjúkraskýli og öll vísindastarf-
semi í landinu fór vaxandi. Nær öll heilbrigðis- og félagsmála-
löggjöf hafði verið endurskoðuð og með því átti meðal annars
að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn, án tillits til
efnahags, stöðu eða búsetu. Á næstu árum virðist sem aðalstarfi
stjórnar Læknafélags Íslands hafi farið í strögl um kaup og kjör,
einkum fyrir héraðslækna, en Læknafélag Reykjavíkur samdi við
Sjúkrasamlag Reykjavíkur fyrir sína félagsmenn. Ekki er hægt
að merkja að baráttan hafi verið rekin af miklum krafti enda var
það ekki til siðs hjá embættismönnum þessara ára að reka harða
kröfugerðarpólitík. Aðalfundir voru haldnir stopult á fimmta
áratugnum og starfsemi félagsins var í lágmarki en þó voru sam-
þykktar nýjar siðareglur 1944. Þá var einnig samþykkt um 1950
sú grundvallarbreyting á félaginu að í stað einstaklingsaðildar
kæmi félagsaðild að sérgreina- eða svæðafélögum sem ættu síðan
aðild að Læknafélaginu.
Félagið efldist og styrktist við þessa breytingu og varð er
fram liðu tímar að öflugum heildarsamtökum í réttindabaráttu
lækna en glataði þó aldrei sínum grunngildum. Frá stofnun hef-
ur Læknafélag Íslands verið samnefnari fyrir lækna og öll félög
lækna. Hverjar sem áherslurnar hafa verið þá hafa læknar komið
sér saman um ákveðin grunngildi sem ekkert hafa breyst þótt
umhverfið og tæknin hafi breyst. Læknisfræðileg nálgun á þeim
viðfangsefnum sem hafa verið til umfjöllunar hjá Læknafélagi Ís-
lands eru annars vegar klínísk og hins vegar samfélagsleg og var
hin síðarnefnda meira áberandi. Það er ljóst að læknar hafa talið
það eina af frumskyldum samfélagsins að búa svo í haginn að
fólk þyrfti ekki að óttast sjúkdóma vegna aðstæðna eða gæti ekki
fengið lækningu meina sinna sökum fjárhagserfiðleika. Þeir vilja
tryggja virkt heilbrigðiseftirlit og að yfirvöld geri nauðsynlegar
úrbætur með lagasetningu og fjárframlögum til þess að tryggja
heilbrigði þegnanna.
Læknar líta ekki eingöngu á sig og sitt starf sem lækna þeirra
einstaklinga sem leita til þeirra heldur ekki síður sem lækna
samfélagsins í heild. Um þetta eru flestir læknar sammála en um
margt annað geta þeir verið ósammála. Læknafélag Íslands hefur
í 100 ár gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu heilbrigðiskerfis-
ins og átt frumkvæði að nær öllum breytingum sem hafa orðið
til hagsbóta fyrir land og þjóð, og þá var betur af stað farið en
heima setið.