Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Síða 35

Læknablaðið - 01.01.2018, Síða 35
LÆKNAblaðið 2018/104 35 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R karlakórinn Fóstbræður fram og rakin saga Kaldalóns og tónsmíða hans. Þetta var flutt í lokaðri dagskrá á Læknadög- um í fyrra og vakti svo mikla ánægju að ákveðið var að endurtaka það núna í dag- skrá sem er opin almenningi.“ Fastir liðir á sínum stað „Málþing um sársauka í bókmenntum er einnig á dagskrá þannig að segja má að ýmislegt sé í boði sem óvenjulegt og skemmtilegt má telja. Þá má nefna hádeg- isverðarfund um áhrif lakkrís á heilsuna. Af praktískum læknisfræðilegum toga er málþing um innkirtlasjúkdóma, þvagfæra- skurðlæknar verða með hagnýtt málþing um nýjungar í þeirri grein og krabba- meinslæknar fjalla um sortumein ásamt fyrirlesara frá Lundi í Svíþjóð. Hjartalækn- ar verða með málþing um ósæðarlokuað- gerðir og bráðalæknar með vinnubúðir um þyrlulækningar og fyrstu viðbrögð á slysstað en í þeim efnum hefur orðið mikil þróun þar sem nýjar aðferðir gera kleift að bjarga slösuðum utan spítalans sem ekki var áður hægt. Við eigum von á því að þyrlan mæti kannski í heimsókn. Öldrunarlæknar verða með málþing um breyttar áherslur í öldrunarþjónustu Landspítalans og hafa fengið erlendan fyrirlesara til að kynna fjarlækningar í þjónustu við aldraða. Þetta gæti mögulega hentað okkur með okkar mikla dreifbýli og eigum erfitt með að manna allar lækna- stöður um landið.“ Jórunn segir að lokum að Spek- ingaglíman og kokdillirinn verði á sínum stað í lok Læknadaga og árshátíðin á laugardagskvöldi. Sú breyting hefur þó orðið að nú stendur LÍ í fyrsta skipti fyrir árshátíðinni en Læknafélags Reykjavíkur hefur haft veg og vanda af henni um ára- tugaskeið. Varðveislu trúnaðarupplýsinga lýkur með eyðingu þeirra Bæjarflöt 4 112 Reykjavík Sími: 568 9095 www.gagnaeyding.is Við vinnum eftir vottuðu gæðakerfi Örugg eyðing gagna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.