Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 38

Læknablaðið - 01.01.2018, Qupperneq 38
38 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R horfum uppá meira brottfall unglinga úr framhaldskólum en þekkist í nágranna- löndunum og ein ástæða þess er líklega sú að unglingarnir eiga erfitt með að vakna á morgnana og falla svo á mætingu. Erna: Við búum náttúrulega við að- stæður þar sem birtutíminn á veturna er afskaplega lítill. Óbirt rannsókn um líðan fólks á sumrin og veturna sýnir að fólk tengir líðan sína ósjálfrátt við birtu- magnið. Það er allt betra á sumrin. Fólki líður svo miklu betur og þetta fylgir sól- arganginum algjörlega því toppurinn er frá maí fram í júlí og svo dregur úr ánægj- unni eftir það. Við eigum því að reyna að nýta okkur birtuna eins mikið og mögu- legt er á þessum dimmasta tíma. Röng klukka leiðrétt með svefnlyfjum Erla: Mögulega tengist mikil svefnlyfja- notkun hér á landi þessu á einhvern hátt. Sérstakt áhyggjuefni er vaxandi notkun svefnlyfja hjá börnum og unglingum. Að- allega er verið að gefa melatónínskyld lyf, Circadin er algengast og upplýsingar um þetta á heimasíðu Embættis landlæknis eru einfaldlega sjokkerandi. Það er verið að gefa ótrúlega miklum fjölda barna á aldrinum 10-14 ára, sérstaklega drengjum, Circadin og önnur svefnlyf. Við vitum líka að verulegt magn er flutt inn í landið eft- irlitslaust þannig að notkunin er töluvert meiri en innlend lyfsala segir til um. Erna: Þetta lyf Circadin var þróað fyrir fólk eldra en 55 ára sem er með minnkaða melatónínframleiðslu og þó melatónín sé náttúrulegt hormón er langt frá því eðli- legt að gefa það börnum í stórum skömmt- um. Björg: Með þessu er verið að leið- rétta að hluta til afleiðingar rangrar klukku með lyfjum. Það er merkilegt að við skulum velja þann kost að hafa klukkuna rangt stillta þegar þetta er svona mikilvægt. Maður heyrir marga vilja hafa birtuna lengur á kvöldin af því að það lengir frístundir í birtu seinnipart sumarsins. Birtuaukningin er þó strangt til tekið ekki nema 4%, miðað við vöku- tíma fullorðinna (kl. 7-23), og aðeins 1% ef miðað er við vökutíma barna (kl. 7-21). Á hinn bóginn myndi leiðrétting klukk- unnar auka birtutímann á morgnana um 13% og mest afgerandi í svartasta skamm- deginu. Það gerði krökkum kleift að fara í skólann í birtu nánast alla daga ársins, að undanskildu svartasta skammdeginu frá lokum nóvember til janúar. Og þau færu út í frímínútur í björtu. Þórgunnur: Það er víst svo að við not- um hlutfallslega meira af svefnlyfjum, róandi lyfjum og þunglyndislyfjum en hin Norðurlöndin. Ástæðurnar eru eflaust margþættar, en það má leiða líkum að því að ein af þeim sé þessi stilling klukkunnar sem við búum við. Vetrartíminn er rétti tíminn fyrir ísland Erla: Það er líka mikilvægt að leiðrétta þann algenga misskilning að við erum ekki að tala fyrir því að fara í gamla farið þar sem klukkunni var breytt sumar og haust. Við erum að tala um leiðréttingu þar sem við erum allt árið á vetrartíma en ekki eins og núna allt árið á sumartíma. Erna: Sumartíminn er í rauninni fá- ránleg uppfinning og þjónaði upphaflega þeim tilgangi að spara rafmagn. Þetta snerist ekki um lýðheilsu og æ fleiri lönd eru að skoða það í alvöru að hætta með sumartímann og fara í réttan tíma, vetr- artíma, allt árið. Það hefur líka sýnt sig að breyting klukkunnar tvisvar á ári veldur ýmsum vandræðum hjá þeim þjóðum sem það gera. Slysum fjölgar í kringum klukkubreytinguna, hjartaáföllum og heilablóðföllum einnig. Fólk sem á erfitt með að stilla sig eftir öðru en sólarljósinu er sérlega viðkvæmt og venst aldrei almennilega sumartímanum. Við getum ekki hunsað þetta þegar búið er að marg- sýna fram á að hvað þetta skiptir miklu máli og hefur mikil áhrif. Erna: Austurland er í dag hálftíma nær réttri klukku en Vesturland og það er mjög athyglisvert að í könnun Embættis landlæknis kemur fram að unglingar á Austurlandi sofa lengur en unglingar á Vesturlandi. Þau sem fá birtuna fyrr sofa lengur. Af hverju er það? Vegna birtunnar eða eru foreldrar á Austurlandi duglegri að senda krakkana í rúmið? Erla: Þeir sem verða þó einna verst úti með rugl líkamsklukkunnar er vaktavinnufólkið. Að meðaltali sefur vaktavinnufólk 7 klukkutímum skemur á viku en aðrir en með því er ekki öll sagan sögð. Ef við skoðum hvernig fólk hagar seinni hluta næturvaktar sem eru síðustu fjórir tímarnir áður en það fer heim að sofa þá er hegðunin allt önnur en frá 20 til miðnættis þegar fólk er að undirbúa sig fyrir nætursvefninn. Vaktavinnumann- eskjan er gjarnan á fullu í vinnunni, í mik- illi birtu, drekkur kaffi og borðar jafnvel sykur og sumir fá sér jafnvel þunga máltíð þegar heim er komið, rétt áður en farið er að sofa. Mjög ólíkt hegðun manns á venju- legu kvöldi fyrir svefninn. Það er hægt að gera ýmislegt til að lágmarka slæm áhrif vaktavinnu, til dæmis með því að koma sér upp kvöldrútínu í lok næturvaktar. Erna: Þetta hefur verið rætt á Landspít- alanum og ýmislegt er í skoðun en erfitt að hrinda í framkvæmd. Þórgunnur: Margir hnussa þegar þessi umræða kemur upp og segjast ekki eiga neitt erfitt með að sofna sjálfir, og vilja alls ekki hafa dimmt fyrr á kvöldin á veturna. Það getur líka vel verið að það henti sum- um betur að hafa þetta svona, sérstaklega þeir sem eldri eru og eru meiri A-týpur, þeir sem hafa tilhneigingu til að vakna snemma og sofna snemma, og vilja geta „golfað og grillað“ eftir vinnu, eins og stundum hefur verið sagt í gamansömum tón. En þar liggja ekki hagsmunir heildar- innar og eins og Erna nefndi áðan hefur þetta mest áhrif á unga fólkið okkar. Björg: Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um unglingana okkar og unga fólkið sem á frá náttúrunnar hendi mjög erfitt með að stilla sig eftir rangri klukku. Gagnsemi þess að vera með rétta klukku er að þessi stóri og mikilvægi hópur fengi birtuboðin fyrr og ætti miklu auðveldara með að aðlagast þeim kröfum sem gerðar eru til þess af skólum og vinnumarkaði. Þetta snýst líka um að gefa unglingunum tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þar sem líkamsklukkan hefur sannarlega áhrif á það. Fórnarkostnaðurinn er að tapa birtutíma seinnipart dagsins en það er hverfandi miðað við ávinninginn. Læknar athugið... einkaleyfi Cialis er fallið! Nýr valkostur Tadalafil Krka lægra verð - stærri hagstæðari pakkningar 10 m g & 20 m g Tadalafil Krka inniheldur tadalafil og fæst í 10 mg – 4 stk. og 8 stk. pakkningum og 20 mg – 4 stk., 8 stk. og 12 stk. pakkningum. Notkunarsvið: Til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karlmönnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir tadalafili eða einhverju hjálparefna lyfsins. Karlmenn með hjartasjúkdóm sem ráðið hefur verið frá því að stunda kynlíf eiga ekki að nota lyfið. Hjartadrep á síðustu 90 dögum; hjartaöng eða hjartaöng við samfarir; hjartabilun í flokki II eða hærri á síðustu 6 mánuðum; takttruflanir sem ekki hafa svarað meðferð, lágþrýstingur (<90/50 mmHg); háþrýstingur sem ekki hefur svarað meðferð; slag á síðustu 6 mánuðum; töpuð sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla vegna blóðþurrðar án slagæðabólgu; samhliða notkun guanýlat-cýklasaörva eða lífrænna nítrata. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) á vef Lyfjastofnunar – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er KRKA, d.d., Novo mesto. Umboðsaðili er LYFIS ehf. Sími: 534-3500, netfang: lyfis@lyfis.is. SmPC: Apríl og júlí 2017.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.