Læknablaðið - 01.01.2018, Page 50
50 LÆKNAblaðið 2018/104
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
LÆKNAR OG UMHVERFI
14:00-14:05 Fundarstjórar bjóða afmælisgesti velkomna
14:05-14:15 Formaður LÍ, Reynir Arngrímsson flytur ávarp
14:15-14:25 Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp
14:20-15:00 Dr. Antony Costello flytur erindi um áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og heilsufar
15:00-15:20 Dr. Karine Nordstrand flytur erindi um störf Lækna án landamæra
15:20-15:30 Læknakórinn, blandaður kór lækna undir stjórn Árna Harðarsonar
15:30-16:00 Afmæliskaffi
16:00-16:25 Andri Snær Magnason rithöfundur, hugleiðing um tímann og vatnið, framtíðina og ísinn
16:25-16:35 Stjórn LÍ – heiðranir félagsmanna
16:35-17:55 Fjölbreytt tónlistaratriði undir stjórn Guðmundar Óskars Guðmundssonar
17:55-18:00 Fræðslustofnun lækna – Læknadagar, Jórunn Atladóttir formaður
Fundarstjórn: Ebba Margrét Magnúsdóttir og Michael Clausen
UM FYRIRLESARA AFMÆLISHÁTÍÐARINNAR
Dr. Anthony Costello er barnalæknir og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra hjá Alþjóða
heilbrigðismálastofnuninni, World Health Organisation, Department of Maternal, Newborn, Child and Adolescent
Health. Hann var áður framkvæmdastjóri University College London Institute for Global Health og er stofnandi
NGO – Women and Children First. Hann hefur verið í forsæti fyrir Lancet Commission on Health and Climate
Change. Hann mun fjalla um niðurstöður skýrslunnar The Lancet Countdown: tracking progress on health and
climate change, ásamt áhrifum loftslagsbreytinga á heilbrigði og stöðu mæðra, barna og ungmenna.
Dr. Karine Nordstrand, er formaður norsku samtakanna Lækna án landamæra, Medicins Sans Frontiers
– Leger uten grenser. Hún hefur starfað með samtökunum frá 2008 m.a. í Grikklandi, Kongó, Haiti og Indónesíu.
Hún mun halda erindi og kynna hlutverk og verkefni Lækna án landamæra og norsku samtökin verða með
myndarlega veggspjaldasýningu á Læknadögum til kynningar á starfi sínu.
Andri Snær Magnason rithöfundur fjallar um tímann og vatnið, framtíðina og ísinn. Maðurinn hefur
haft margvísleg áhrif á jörðina en samkvæmt spám vísindamanna virðast stærstu breytingarnar framundan.
Við sem tegund höfum haft áhrif á heilu vistkerfin en nú virðumst við höggva nærri sjálfum grundvelli lífsins,
efnasamsetningu lofthjúpsins og sýrustigi hafsins. Jöklar sem hreyfðust á jarðfræðilegum skala, hverfa nú
á mannlegum skala. Allar mælingar benda í sömu átt en svo virðist sem ártöl eins og 2080 og 2120 séu of
fjarlæg til að tengjast okkur persónulega. Þegar eldur kviknar taka menn höndum saman og slökkva bálið, en
nú gjósa 100 eldfjöll samtímis í sprengihreyflum heimsins, og við virðumst ekki geta hægt á okkur þrátt fyrir að
afleiðingarnar séu augljósar fyrir afkomendur okkar. Andri Snær fer með okkur í ferðalag um fortíð, samtíð og
framtíð í leit að tengingum við tímann. Andri Snær hefur fengist við skáldsagnaskrif, ljóðlist, leikritagerð, almenna
hugmyndavinnu og kvikmyndagerð. Verk hans hafa verið gefin út eða sýnd í meira en 30 löndum og þau hafa
hlotið margvíslegar innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar.
Dagskrá aldarafmælishátíðar
Eldborg 15. janúar 2018
Ráðstefnur, fundir og viðburðir
Nánari upplýsingar um þjónustu
okkar má nálgast á
mice.icelandtravel.is
conferences@icelandtravel.is
Læknadagar eru í góðum höndum
Iceland Travel Ráðstefnur hefur haldið utan um skipulag
Læknadaga til margra ára.
Iceland Travel Ráðstefnur sérhæfir sig í skipulagningu,
undirbúningi og utanumhaldi ráðstefna, funda og viðburða.
R ÁÐSTEFNUR