Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta­ blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Þrjú í fréttum Lexía, úttekt og vanþekking Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari fagnaði sýknu- dómi í Guð- mundar- og Geirfinnsmál- unum. Sagði Jón Steinar dóminn lexíu fyrir dóm- stóla um að haga sér ekki eins og gert var með dómi Hæstaréttar 1980. Helga Jónsdóttir lögfræðingur settur for- stjóri OR, sagði skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar væri algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum. Óháðir sérfræðingar myndu auk þess standa að úttekt á vinnustaðamenningu OR. Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og bygg- ingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Ljóst sé að skipulagið eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu garðsins. Friðrik segir margar lögleysur hafa verið framdar í málinu. Tölur vikunnar 23.09.09 Til 29.09.09 574 milljónum króna án útboðs námu innkaup Reykjavíkurborgar á fyrstu sex mánuðum ársins.1,9 milljónir tæpar er árlegur meðal rekstrar­ kostnaður hvers grunnskóla­ nemanda samkvæmt greiningu Hagstofunnar. Rekstur grunn­ skóla er á forræði sveitarfélaga. 10 milljónir króna kostaði skýrsla Félagsvísindastofnunar HÍ um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 í umsjón Hannesar H. Gissurarsonar. 1% landsmanna burstar aldrei tennurnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum MMR um tann­ hirðu landsmanna. Meirihluti landsmanna, eða 63 prósent, burstar tennurnar tvisvar á dag. 800 þúsund krónur rúmar kostuðu tveir meintir prufu­ tímar nemanda við Ferða­ málaskóla Íslands. Skólastjór­ inn sagði ekki hægt að prufa og var nemandinn dæmdur til að greiða skólanum full skólagjöld, 440 þúsund krónur, að frádregnu 50 þúsund króna skrásetningargjaldi, vegna leiðsögunáms. Málskostnaður nam 372 þúsund krónum. 331.000 voru gistinætur í ágúst í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í ágúst voru 1.734.000, en þær voru 1.575.000 í sama mánuði árið áður. Fiskeldi Vestfirðingar eru æfir yfir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) felldi úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar (MAST)  um að veita tveimur lax- eldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna eldi í landsfjórðungnum. Teitur Björn Einarsson, sitjandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu, vill skoða það hvort hægt sé að breyta lögum til að auðvelda fyrirtækjum störf sín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður atvinnuveganefndar, telur eðlilegt að bíða niðurstöðu Stjórnar- ráðsins áður en nefndin verður kölluð saman. Hún segir stöðuna alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað svo svigrúm myndist til að vinna með viðkomandi stofnunum og hagsmunaaðilum sem hlut eiga að máli inni í stjórnsýslunni að ásættanlegri niðurstöðu. Ég treysti því að sú vinna sé í gangi,“ segir Lilja Rafney. Í úrskurðum UUA kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að annar mögu- legur framkvæmdakostur hafi komið til greina. Þannig sé ágalli á matinu að enginn annar kostur hafi verið sýndur en sjókvíaeldi í opnum kvíum. MAST hafi því ekki átt að veita rekstrarleyfi til Arctic Fish og Arnarlax byggt á þeim gögnum sem lágu fyrir. Vestfjarðastofa auk sveitarfélaga á Vestfjörðum sendi frá sér harð- orða yfirlýsingu vegna málsins. „Úrskurður UUA er áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlits- stofnunum og ljóst er að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafa yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum. „Úrskurðurinn vekur jafnframt upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða land- búnaðar, gagnvart jafn fordæma- lausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, gat ekki sagt til um það hvort úrskurðurinn fæli í sér að segja þyrfti upp fólki. „Við munum hins vegar þurfa að nýta helgina vel í að fara yfir þetta mál.“ Laxeldi býr til um 600 ársverk á Íslandi, bæði beint og óbeint. Lax- eldi hefur skapað fjölda starfa á Vestfjörðum og er einn burðarása atvinnulífs á svæðinu. Einar K. Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldisstöðva, segir úrskurðinn hafa komið sér á óvart. „Okkar vinna hafði farið eftir lögformlegum leiðum og þar var brugðist við öllum þeim spurningum sem bárust. Á grundvelli þess var samþykkt umhverfismat og í framhaldi af því gefið út rekstrar- og starfsleyfi. Þannig að þetta kemur okkur mjög á óvart. Þarna er verið að benda á ákveðinn formgalla á máls- meðferðinni. Hvað þetta þýðir er ekki gott að segja og við erum að fara yfir það og meta hvaða áhrif þessir úrskurðir hafa,“ segir Einar. sveinn@frettabladid.is Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vest- fjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnu- veganefndar vill skoða að fresta réttaráhrifum vegna úrskurðanna. Þingmaður kallar eftir lagabreytingu. Tvö laxeldifyrirtæki urðu fyrir áfalli á fimmtudag með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þetta er hrikalegt mál og hreint óskiljanleg stjórnsýsla. […] Við slíka stjórnsýslu verður ekki unað og eðlilegt að spurt sé í framhaldinu hvaða lögum ber þá að breyta til að koma okkur upp úr þessu kviksyndi. Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokki 2 9 . s e p T e m b e r 2 0 1 8 l a u G a r d a G u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -8 4 A 4 2 0 F 2 -8 3 6 8 2 0 F 2 -8 2 2 C 2 0 F 2 -8 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.