Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 44
Google spurður í tuttugu ár Tuttugu ár eru síðan Google fór að svara fólki um eitt og annað sem það vill vita. Gúggúl frændi, eins og síðan er stundum nefnd, reynist yfirleitt vel í leit að hinum ýmsu svörum. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Google er spurður um allt milli himins og jarðar en þannig hefur það verið frá árinu 1998. „Hvað á ég að gefa kærastanum mínum í jólagjöf?“ eða „Hvernig verður veðrið á morgun?“ Um þetta er Google spurður og svo margt, margt annað. Það er líka hægt að spyrja um fatnað eða hluti, hvar ákveðin vara fæst ódýrust og hvað eina. Allt þetta veit Gúggúl frændi en spurningarnar hafa breyst í áranna rás. Í hverjum mánuði fær Google yfir 100 milljarða heimsóknir hvaðan- æva úr heiminum. Endalaust bætast nýir spyrjendur við. Meira en helmingur heimsóknanna kemur úr farsímum og spjaldtölvum. Búist er við að árið 2020 verði helmings allra spurninganna spurt með rödd, það þýðir að ekki þarf að skrifa leitar- orðið heldur muni Google skilja mannamál. Í fyrra voru gerðar um 2.400 endurbætur á leitarvélinni. Google-leitarvélin er fáanleg á yfir 150 tungumálum. Meðalsvartími á Google er fjórðungur úr sekúndu. Núna þegar Google heldur upp á tuttugu ára afmælið er upplýst að stöðug aukning sé í verslun í gegnum netið. Þá hefur Google komist að því að nútímafólk sé forvitnara en áður, meira krefjandi og óþolinmóðara en nokkru sinni. Jafnframt er fólk duglegt að leita að hugmyndum eða fá innblástur í gegnum netið. Á undanförnum tveimur árum hefur orðið mikill vöxtur í verslun á netinu og fólk leitar jafnt að skóm, hárvörum, ein- hverju fyrir bílinn og nánast hverju sem er. Það þarf víst ekki að koma á óvart að sú manneskja sem trónir í fyrsta sæti yfir þá sem leitað er að á Google er Donald Trump. Hann vermir líka fyrsta sætið yfir stjórn- málamenn en á eftir honum kemur Barack Obama og í þriðja sæti Adolf Hitler. Það fyrirtæki sem oftast var leitað að er Amazon og í öðru sæti er Walmart en í því þriðja er The Home Depot. Listamaðurinn sem er oftast leitað að er Katy Perry og í öðru sæti Beyoncé en Christina Aguilera í því þriðja. Við spurðum fjóra Íslendinga hvað þeir spurðu Google um síðast þegar þeir fóru inn á leitarsíðuna. Alltaf að spyrja Google Viktoría Her- mannsdóttir, dagskrárgerðar- maður á RÚV, segist hafa spurt Google um veitinga- stað í Kaliforníu þar sem hún er stödd um þessar mundir. „Ég fékk rétt svar og gat séð hvar staðurinn væri og hvað væri sagt um hann. Ég er alltaf að spyrja Google að einhverju. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég færi að án Google. Dóttir mín er líka dugleg að spyrja mig að ýmsu sem ég veit ekki svarið við og þá segir hún mér alltaf að gúgla það.“ Hvernig á að sjóða egg? Greta Salome söng- kona segist síðast hafa gúglað nákvæma tíma- setningu á lin- soðnu eggi. „Ég elda mikið og tel mig nokkuð góða í því en mér tekst alltaf að klúðra linsoðnu eggi. Þetta er orðið að áráttu. Google gaf mér rétt svar en ég klúðraði því samt. Harðsoðið var það. Ég nota Google mjög mikið og veit ekki hvar ég væri án þess. Ég er mikið að spila erlendis og þá er Google Maps ómissandi. Ég væri týnd einhvers staðar í útlöndum ef ekki væri fyrir Google,“ svarar hún. Spurði Google um Google Atli Fannar Bjarkason blaða- maður segist ekki alveg muna hvað hann spurði Google um síðast. „Ég gerði það eina rökrétta í stöðunni: Spurði Google. Google benti mér þá á eigin þjónustu sem heldur utan um hvern einasta leitarstreng sem ég hef stimplað inn í Google síðustu misseri. Þessu fylgdi loforð um að enginn annar en ég hef aðgang að þessum upplýsingum. Eins gott,“ segir hann. „Ég komst sem sagt að því að ég spurði Google hvort það væri raf- magnslaust í Vesturbænum. Rétt svar var ekki langt undan og ég gat skokkað niður og látið nágranna minn vita sem var einnig að velta þessu fyrir sér. Miðað við saman- tekt Google á notkun minni þar þá er ég mjög duglegur, 73 leitir bara í dag. Ég þarf að fara að finna mér eitthvað að gera. Eða geri ég kannski ekkert án Google?“ spyr Atli Fannar. Fékk alla söguna Björgvin Hall- dórsson stór- söngvari var fljótur að svara þegar hann var spurður hvað hann gúglaði síðast. „Brett Kavanaugh. Ég fékk síðan söguna um hann á Wiki- pedia. Ég nota Google mikið og Amazon Echo. Stundum líka Siri á iPhone og iPad,“ segir hann. Viktoría Her- mannsdóttir er í Kaliforníu og notar Google þar. Greta Salome væri týnd í útlöndum ef Google væri ekki til. Atli Fannar Bjarkason spyr Google næstum hundrað sinnum á dag. Björgvin Halldórsson forvitnast um fólk í fréttum á Google. Sölustaðir: Flest apótek, Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Hagkaup, www.lyfja.is og www.heilsanheim.is Með því að nota magnesíum næst rétt sýrustig í handarkrikanum sem hindrar bakteríuvöxtinn sem veldur svitalyktinni. FYRIR BÆÐIKONUR OG KARLA Náttúruleg SVITAVÖRN með MAGNESÍUM - án áls (aluminium), parapena og annarra eiturefna - NÝTT Á ÍSLANDI 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -E 2 7 4 2 0 F 2 -E 1 3 8 2 0 F 2 -D F F C 2 0 F 2 -D E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.