Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 24
Ég myndi lýsa þessum viðburði sem dálítið forvitnilegum, skemmti-legum og bráðfyndnum þar sem fólk getur skoðað margt skrýtið
og skondið,“ segir Lilja Birgisdóttir
um samstarf verslunarinnar Fischer
og SOE Kitchen í dag á milli 2 og 4.
Verslunin Fischer er til húsa í
Fischer sundi 3 í Grjótaþorpi. Þang-
að verða gestir boðnir velkomnir
til að smakka skrýtið nammi, taka
þátt í gagnvirkri hljóðinnsetningu,
þefa af mismunandi ilmvatns-
hlutum eftir Jónsa, leita að vídeó-
innsetningum, prófa snertistöðvar
með skrýtinni áferð og nota vasaljós
í myrkri.
„Þetta er skynjunarreif og boðið
upp á skemmtilegt ferðalag í
gegnum verslunina í samstarfi við
Góð stund í Fischer. Hrafnhildur Steindórsdóttir, Lilja Birgisdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Sigurrós Elín Birgisdóttir, Atlas
(fjölskylduhundurinn) Snjólaug Anna Sindradóttir, Iðunn Holm og Sigurlína Helga Sindradóttir. FréttABLAðIð/ErnIr
Alls kyns gjörningar sem höfða til skilningarvitanna verða í versluninni.
Lilja og Victoria Elíasdóttir.
Krakkar á
öllum aldri
heiðursgestir
Í versluninni Fischer í
Grjótaþorpinu verður
ævintýralegt um að litast
í dag. Þar verður haldið
svokallað skynjunarreif í
samstarfi við SOE Kitch
en sem rekið er af Ólafi
Elíassyni og systur hans
Victoriu. Gestir fá skrýt
ið nammi að smakka og
geta tekið þátt í alls kyns
gjörningum sem tengjast
skilningarvitunum.
Krakkar eru sérstaklega
velkomnir.
Um helgina
Maniac á Netflix
Einna vinsælustu þættir Net-
flix um þessar mundir kall-
ast Maniac. Þeir eru að ein-
hverju leyti byggðir á samnefndum
norskum sjónvarpsþáttum og segja
frá framúrstefnulegri lyfjatilraun
sem fer úrskeiðis. Emma Stone og
Jonah Hill fara með aðalhlutverkin
og flakka í hlutverkum
sínum bæði í tíma
og rúmi og Ísland
kemur lauslega
við sögu í einum
þáttanna
(þætti
9!).
Ull, ull, ull
Nú er
tími til
kominn
að klæðast eftir
vindasömu
haustveðri.
Ullarpeysur og
góðar úlpur
eru staðalbún-
aður Íslendinga.
Þessi peysa
er úr nýrri
línu Guðrún-
ar&Guðrúnar
frá Færeyjum
og kallast Vetur.
Gómsætar snittur
Unnendur smurbrauðs geta
ekki látið hjá líða að koma við
á Kjarvalsstöðum og gæða
sér á gómsætum snittum Marentzu
Poulsen. Það er upplifun í lagi!
Sorgarmarsinn
Sorgar-
marsinn,
ný skáld-
saga Gyrðis Elías-
sonar, getur ekki
annað en glatt
bókaunnendur.
Tregafull, falleg
og dásamlega
vel stíluð.
SOE Kitchen þar sem öll skynjun er
virkjuð,“ segir Lilja.
Hún segir samstarfið hafa komið til
eftir heimsókn Ólafs Elíassonar lista-
manns í verslunina, í kjölfarið komu
systur hans, Victoria og Christina, til
að skoða sig um. „Victoria er mikið að
vinna í eldhúsi sínu með íslenskar líf-
rænar afurðir sem hún fær beint frá
bónda og var hrifin af okkar vinnu
með íslenskar lækningajurtir. Kom
það þannig til að Fischer er með
nokkrar vörur á veitingastaðnum
þeirra eins og til dæmis Fischer te-ið
sem við gerum úr íslenskum lækn-
ingajurtum. Ég sagði þeim frá hug-
myndum Fischer um að virkja alla
skynjun og langaði þau að gera við-
burð með okkur þar sem við mynd-
um einmitt leika okkur með það og
gera eitthvað skemmtilegt og vinna
markvisst með ilm, áferð, heyrn, sjón
og auðvitað bragð!“ segir Lilja frá.
Hún segir viðburðinn opinn
öllum. „Viðburðurinn er mjög
krakkavænn og eru krakkar á „öllum
aldri“ sérlegir heiðursgestir dags-
ins. Aðallega á þetta bara að vera
skemmtileg stund fyrir fjölskylduna
og tækifæri til þess að bregða aðeins
út af vananum. Það á líka að vera
gott veður á laugardaginn þannig að
eftir að hafa kíkt í heimsókn til okkar
mælum við með að setjast niður á
eitt af mörgum kaffihúsum bæjarins
og njóta dagsins saman,“ segir Lilja.
kristjanabjorg@frettabladid.is
2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
helgin
2
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
9
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
F
2
-B
6
0
4
2
0
F
2
-B
4
C
8
2
0
F
2
-B
3
8
C
2
0
F
2
-B
2
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K