Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 16
Tækni Google er alls staðar. Vilji maður vita eitthvað slær maður oftar en ekki spurningu inn í Google. „Hvað heitir aftur leikarinn í mynd- inni þarna? Hvað hét þarna sænska lagið sem var alltaf á Bylgjunni? Bíddu, hvað er Buffon eiginlega orðinn gamall?“ eru spurningar sem gæti hafa verið erfitt að fá svar við á stundinni fyrir Google en er þeim mun auðveldara nú. Nú í september eru tuttugu ár liðin frá því að Google kom á markað. Fyrir það höfðu Stanford- stúdentarnir Larry Page og Sergey Brin unnið saman að leitaralgrími. Úr varð leitarvél sem þeir kölluðu í upphafi BackRub. Eftir útgáfu leitarvélarinnar hélt notendahópurinn sífellt áfram að stækka og fyrirtækið sömuleiðis. Google flutti ítrekað í nýjar og stærri skrifstofur og unnið var að nýjum verkefnum eða fest kaup á spenn- andi sprotafyrirtækjum. Google News fór í loftið 2002, Gmail 2004, Google Maps 2005, Google Chrome 2008 og hinn lítt þekkti samfélags- miðill Google+ árið 2011 svo fátt eitt sé nefnt. Þá er einnig vert að nefna kaup Google á YouTube árið 2006. Og líkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær gaf Google, sem hefur til- heyrt móðurfyrirtækinu Alphabet undanfarin ár, einnig út stýrikerfið Android sem er nú það stærsta í heimi. Ýmsir hafa reynt að keppa við Google. Þegar leitarvélin fór í loftið Margt breyttist með tilkomu Google Google er tuttugu ára. Margt breyst frá því leitarvélin fór í loftið. Fréttablaðið ræddi við fræðimann, kennara og blaðamann til að fá mynd af því hvernig Google hefur breytt greinum þeirra. Þau kveðast öll sammála um það að breytingarnar hafi verið afar miklar. Heimurinn varð smærri en áður Guðrún Hálfdánardóttir hefur unnið við blaðamennsku í áratugi. Frá árinu 1996 hefur hún starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is. Að sögn Guðrúnar breyttist margt með tilkomu leitarvéla þar sem heimurinn varð allt í einu smærri en áður. „Þegar ég var að byrja í blaðamennsku fyrir rúmum 22 árum höfðum við ekki aðgang að netinu á ritstjórninni og ég man vel eftir því þegar við hófum undirbúning að stofnun mbl.is haustið 1997 hversu stór­ kostlegt það var að hafa aðgang að netinu,“ segir Guðrún og bætir því við að það hafi alls ekki verið sjálf­ gefið á sínum tíma. Að mati Guðrúnar voru breytingarnar sem Google hafði í för með sér tvímælalaust til hins betra. Nefnir hún í því samhengi að auðveldara aðgengi að upplýsingum hljóti að vera af hinu góða. „Síðan er aftur á móti alltaf spurning um hvort upplýsingarnar eru réttar líkt og fréttir af lyga­ fréttum sýna okkur svart á hvítu.“ Guðrún telur þó að það þurfi að hafa í huga að það sé ekki hægt að trúa hverju sem er. Gæta þurfi þess að nota heimildir sem maður treystir. „Til að mynda er Wiki­ pedia frábær vefur en um leið þá má ekki trúa öllu sem þar stendur. Þú getur hins vegar notað Wikipedia til þess að leiða þig áfram í heimildaleit.“ Google ýmist gullnáma eða vitleysa Guðlaug Guðmundsdóttir, ís­ lenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, segir engum blöð­ um um það að fletta að leitarvélar eins og Google hafi gjörbreytt um­ hverfi skólafólks, bæði nemenda og kennara. „Þær einfölduðu alla upplýsingaleit sem var ótvíræður kostur. Hjá kennarastéttinni voru leitarvélarnar skemmtileg nýjung og viðbót við hin ýmsu uppfletti­ rit sem kennarar notuðu lengi vel samtímis. Nú hefur sjálfsagt dregið úr því. Kennarar eins og aðrir kunna að meta þann hraða sem leitarvélin býður upp á.“ Að sögn Guðlaugar hafa nem­ endur alltaf verið fljótir að tileinka sér tæknina. Google hafi verið stór þáttur í námi allt frá því að leitar­ vélin ýtti öðrum sambærilegum til hliðar. Hins vegar segir hún að góðir nemendur viti að leitarvélar séu ekki óbrigðular upplýsinga­ veitur. Þeir læri að nota aðrar heimildir líka. „Áhrif leitarvéla í skólastarfi hafa bæði verið til góðs og ills. Þær bjóða upp á mikið magn upplýs­ inga í formi texta og mynda, sem geta verið hreinar gullnámur fyrir nemendur á öllum skólastigum. En þær bjóða líka upp á bannsetta vitleysu og oft er ómögulegt að greina þar á milli. Einkum fyrir óreynda og auðtrúa,“ segir Guð­ laug. Hún bætir því við að tíminn sem fari í upplýsingaleit hafi styst en það sé oft á kostnað yfirlegu og yfirvegunar. „Nú er orðið mjög brýnt að kenna að greina og meta upplýsingar sem flæða frá Google. Stundum er gott að geta unnið hratt en að grúska í mörgum ólíkum heimildum og ígrunda þær verður vonandi aldrei úrelt.“ Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. voru fyrir á markaði Yahoo Search, Ask og Altavista. Enga þeirra leitar- véla notar fólk almennt í dag og fór Altavista reyndar á hausinn fyrir hálfum áratug. Og samkeppnisaðilar í nútím- anum hafa nú enga svakalega mark- aðshlutdeild. Samkvæmt GlobalStats hefur Google nú 91 prósents mark- aðshlutdeild. Bing, leitarvél Micro- soft, hefur 3 prósent og Yahoo 2,5 prósent. Kínverska leitarvélin Baidu hefur svo rúmt eitt prósent og hin rússneska Yandex um hálft. Erfitt er að sjá fyrir sér meiriháttar áföll fyrir leitarvélina í framtíðinni. Google hyggur nú á sókn í Kína og er að þróa afar umdeilda, ritskoð- aða leitarvél í samstarfi við kínversk yfirvöld. Því munu Kínverjar loks fá löglegan aðgang að Google, þó tak- markaðan. Ótrúleg upplýsingabylting „Fyrir leitarvélarnar, Google og fleiri, þurfti að treysta miklu meira á að fletta upp í bókum, nota efnis yfir lit og einstök efnisorð til að finna efni. Guðlaug Guð- mundsdóttir framhaldsskóla- kennari. Við getum sagt að treysta hafi þurft á almenningsbókasöfn, eigið bóka- safn og eigin kennslubækur. Þetta var mjög takmarkandi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og rafmagnsverkfræðingur, um áhrifin sem Google hafði á fræða- starf. Eftir tilkomu Google segir Jón Atli að auðveldara hafi orðið að komast yfir upplýsingar. „Við getum kannski sagt að leitarvélin hafi fært upplýs- ingarnar, gögnin og þekkinguna til fólksins, þar á meðal nemenda og kennara, með mjög einföldum hætti. Þetta er í reynd ótrúleg upplýsinga- bylting sem er enn í gangi.“ Að sögn Jóns Atla hefur stafræna tæknin og internetið haft áhrif á allt líf okkar, samfélagið, atvinnulífið, stjórnmálin, samgöngur, viðskipti, samskipti, íþróttir, lækningar og hvernig við hlustum á tónlist. „Í reynd er ekkert svið undan- þegið – allra síst menntun og rann- sóknir. Dæmi um þetta eru svokölluð „moocs“ sem eru netnámskeið sem hafa meðal annars verið þróuð af MIT og Harvard og fleiri aðilum undir merkinu edX en hafa breiðst út um allan heim. Með opnum net- námskeiðum stóreykst aðgengi að menntun, óháð efnahag, aldri og búsetu og nemendur geta stundað námið hvar og hvenær sem er. Sam- hliða þessu er verið að þróa ný náms- umsjónarkerfi sem bjóða upp á allt annars konar samskipti nemenda og kennara en áður.“ Jón Atli segir að nýjar kynslóðir nemenda geri kröfur um sveigjanlegt nám, að háskólar bjóði upp á stuttar, hagnýtar námsleiðir og að fólk geti farið inn og út úr háskóla alla ævi. Þannig sé stafræna tæknin að ger- breyta aðgengi að námi, hvernig og hvenær nemendur læra og hvernig kennarar kenna. „Háskólar um allan heim eru að endurskoða starfsemi sína í þessu ljósi og við í Háskóla Íslands fylgj- umst vel með þessari þróun.“ Þá segir hann að hin stafræna bylting hafi haft mikil áhrif á rann- sóknarstarf. Hafi umbylt mögu- leikum til öflunar, greiningar og miðlunar upplýsinga. Það feli í sér einstakt tækifæri til að takast á við þær stóru áskoranir sem fram undan eru. Hins vegar felist líka áskoranir í þessari byltingu. „Upplýsingar geta verið mjög verð- mætar og ganga kaupum og sölum. Og þær má einnig misnota. Þetta gerir siðferðilegar kröfur til okkar allra. Við verðum ævinlega að hafa hugfast að tæknin er tæki í okkar höndum og það er skylda okkar að umgangast hana á ábyrgan hátt í þágu betra samfélags og mannlífs,“ segir Jón Atli. Við getum kannski sagt að leitarvélin hafi fært upplýsingarnar, gögnin og þekkinguna til fólksins. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Google fagnar nú tuttugu ára afmæli sínu. Frá því leitarvélin fór í loftið hafa upplýsingar færst nær almenningi. Ýmsir hafa reynt að keppa við Google en öllum hefur mistekist. Nordicphotos/Getty Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 2 9 . s e p T e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 f r é T T i r ∙ f r é T T A b L A ð i ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -6 B F 4 2 0 F 2 -6 A B 8 2 0 F 2 -6 9 7 C 2 0 F 2 -6 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.