Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 6
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Norður-Evrópuklasinn Reynsla af mismunandi orkunýtniverkefnum í Evrópu Fimmtudagur, 4. október 2018 kl. 9:30 - 14:00, Léttar veitingar Nánari upplýsingar og skráning á os.is SAMGÖNGUR „Einhverjir ökumenn biðu í svona fimm til tíu mínútur til að spara gjaldið en flestir vildu bara drífa sig,“ segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, en í gær var gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin hætt. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, var síðastur til að borga fyrir að keyra í gegnum göngin. „Hann færði svo þeim fyrstu sem keyrðu frítt í gegn blómvönd. Það reyndust vera ítalskir ferðamenn sem voru svolítið hissa á öllu umstanginu. Það var hægt að útskýra málið fyrir þeim,“ segir Gylfi. Hann segir að í kjölfar þess að göngin verði afhent ríkinu til eignar verði farið í það að leysa Spöl upp. „Það gerist fljótlega eftir áramót en það þarf að gera upp árið. Ég sjálfur hætti hins vegar fyrr.“ Endurgreiðsla til þeirra sem eiga inneign í göngin er þegar hafin en einnig verður hægt að fá afsláttar- miða endurgreidda. Að sögn Gylfa verður hægt að sækja þessar endur- greiðslur til loka nóvember. Göngin voru opnuð fyrir umferð þann 11. júlí 1998 en kostnaðurinn var 5,4 milljarðar sem er um 13,5 milljarðar að núvirði. „Göngin hafa haft mikla þýðingu fyrir marga. Við vorum að skoða það hérna á skrif- stofunni að frá því að göngin voru opnuð hefur íbúafjöldi Reykjavíkur vaxið um 18,1 prósent en á Akra- nesi um 41,6 prósent. Menn geta spáð í það hver helsta ástæða þess- arar miklu aukningar á Akranesi er,“ segir Gylfi. Samkvæmt Evrópureglum er hámarksakstur um göngin átta þús- und bílar að meðaltali á dag yfir árið. „Það er langt síðan við spáðum því að við næðum þessu hámarki í árs- lok 2019. Það stefnir í að meðaltalið í ár verði um 7.200 bílar. Reynslan frá Noregi sýnir okkur að umferð eykst um 10 til 30 prósent við það að gjald- töku er hætt. Ég held að það sé ljóst að hámarkinu verði náð ekki seinna en 2020.“ Halldór Blöndal, sem var sam- gönguráðherra á byggingartíma ganganna, segist hafa spáð því við vígslu þeirra að gjaldtöku yrði ekki hætt þegar búið væri að borga þau upp. „Ég taldi að menn myndu kjósa að viðhalda veggjöldum til að fjár- magna önnur göng sem þá væri komin þörf fyrir. Ég er undrandi á því að það hafi ekki verið skoðað af meiri alvöru og sé ekki lengra komið en raun ber vitni.“ Hann segir að allar áætlanir hafi staðist við framkvæmdirnar á sínum tíma. „Þessi göng voru mjög vel undirbúin. Það voru gerðar miklar rannsóknir en þetta sætti ámæli ýmissa þingmanna sem töldu að verið væri að fara illa með ríkisfé. Ég taldi hins vegar að vanda þyrfti allan undirbúning eins og kostur væri til að koma í veg fyrir að eitthvað kæmi upp á.“ sighvatur@frettabladid.is Gjaldtöku hætt en styttist í að göngin anni ekki umferð Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Mikil eftirsjá að góðum vinnustað Sigrún Karlsdóttir vann sína síðustu vakt í gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöngin síðastliðinn fimmtudag. Hún var þó mætt á svæðið þegar gjaldtökunni var hætt í gær því hún vildi verða vitni að því þegar Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, tendraði græna ljósið sem nú fær að loga. „Ég hóf störf í desember 1998 og hef því verið hérna nánast frá upphafi. Það hefur eiginlega allt breyst síðan þá nema gjaldið. Það var þúsund krónur í upphafi og var það líka þangað til núna, þótt það hafi lækkað um tíma.“ Hún segist ekki vita hvað taki við hjá sér en áður en hún hóf störf í göngunum vann hún í 20 ár í Akraborginni. „Það er mikil eftirsjá, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta hefur verið góður vinnu- staður.“ Sigrún segir að göngin hafi verið algjör bylting fyrir Akurnesinga. „Maður hefur séð það bara á leið í vinnu á morgnana. Það er mikil umferð af fólki á leið til vinnu í Reykjavík.“ KjARAMál Bæjarráð Akureyrarkaup- staðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag ráðningarsamning og launakjör Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra. Ásthildur var ráðin bæjarstjóri frá 14. september síðast- liðnum til loka kjörtímabils. Samkvæmt ráðningarsamningn- um fær Ásthildur 1.150 þúsund krónur í dagvinnulaun sem taka breytingum samkvæmt launavísi- tölu í janúar og júlí ár hvert. Ofan á það leggst síðan stjórnendaálag sem nemur 517.500 krónum, eða 45 prósentum af mánaðarlaunum samkvæmt samningnum. Stjórn- endaálag er sagt þóknun fyrir unna yfirvinnu og allt áreiti utan dag- vinnutíma, undirbúning, ferðatíma, móttökur gesta og annað vinnu- framlag utan dagvinnutíma. Alls verða laun bæjarstjórans því 1.667.500 krónur en Ásthildur fær ekki greitt aukalega fyrir setu í bæjarstjórn, bæjarráði eða öðrum nefndum bæjarins. Bæjarstjóri fær greitt fyrir akstur í þágu vinnu- veitanda á eigin bifreið samkvæmt skráningu í akstursdagbók. Bærinn greiðir einnig kostnað bæjarstjóra vegna notkunar á farsíma ásamt kostnaði við heimanettengingar. Bærinn leggur bæjarstjóra til far- síma og fartölvu til notkunar í störfum og kaupir líf- og slysatrygg- ingu fyrir bæjarstjórann. F r é t t a b l a ð i ð greindi frá því í maí að laun b æ j a r s t j ó r a A k u r e y r a r v o r u a l l s 1.562 þúsund krónur á síð- asta ári. – smj Bæjarstjórinn fær 1,6 milljónir Spölur mun afhenda ríkinu Hvalfjarðar- göngin til eignar við há- tíðlega athöfn á morgun. Samgönguráðherra varð í gær síðasti ökumaður- inn til að greiða veggjald í göngin. Framkvæmda- stjóri segir stutt í að fjöldi bíla um göngin nái leyfilegu hámarki. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar- kaupstaðar. DÓMSMál Íslenska ríkið var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða karlmanni 100.000 krónur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Kröfu um ólögmæta handtöku og óþarft ofbeldi við hana var hafnað. Í desember 2012 var lögregla köll- uð á heimili mannsins vegna gruns um heimilisofbeldi. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn ölvaður og ósamvinnuþýður og gerði sig líkleg- an til að ráðast á lögreglumenn. Þeir vörðust honum með piparúða og kylfum og færðu hann á lögreglustöð. Við handtökuna brotnaði ölnar skaft vinstri handleggs mannsins. Dómari málsins taldi ekki að of mikilli valdbeitingu hefði verið beitt við handtökuna. Hins vegar hefði maðurinn verið færður á lögreglustöð og vistaður þar í þrettán klukkustundir. Í skýrslum var ekki að finna upplýsingar um ástand mannsins morguninn eftir handtökuna og því óútskýrt hví hann var ekki látinn laus fyrr. Fékk hann því 100 þúsund í miska- bætur vegna þess þáttar málsins auk dráttarvaxta frá 1. desember 2013. – jóe Fær miskabætur vegna handtöku viðSKipti Russell vísitölufyrirtækið hefur upplýst að það muni færa Ísland upp í flokk vaxtarmarkaða (e. front ier market) við næstu end- urskoðun í september að ári liðnu. Ísland fór á athugunarlista fyrir ári yfir lönd sem færa átti upp um flokk í ljósi þess að fjármagnshöftum var lyft hér á landi. Á meðal landa sem falla munu í sama flokk og Ísland eftir breytinguna eru Búlgaría, Eist- land, Slóvakía og Malta. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir í samtali við Frétta- blaðið að úr þessu mengi landa séu búnar til vísitölur, þeirra þekktust sé FTSE Frontier 50. „Ég geri mér vonir um að á næstu árum förum við upp um einn eða tvo flokka hjá þeim,“ segir hann. „Við viljum að sjálfsögðu komast í sama flokk og hin Norðurlöndin sem er efsti flokkurinn.“ Páll segir að í raun sé ekki mikið sem vanti upp á. FTSE Russell noti 21 mælikvarða til að meta gæði markaða og Ísland uppfylli 15. Ef bankarnir og WOW air fari á íslenska hlutabréfamarkaðinn og það yrðu sæmileg viðskipti með bréfin „færum við langleiðina með að upp- fylla stærð markaðarins“. Viss gagnrýni sem varði uppgjör muni leysast þegar nýtt tölvukerfi verði innleitt á næsta ári. Færa þurfi lagaumgjörð sem varði skortstöður og lánamarkað í svipað horf og í nágrannalöndum þar sem lífeyris- sjóðum og verðbréfasjóðum sé heimilt að lána verðbréf. Þá standi eftir aflandsmarkaður með krónur. „Ég geri mér vonir um að á næsta einu til þremur árum ætti að vera hægt að sigla þessum málum í höfn.“ – hvj Russell færir Ísland upp í flokk vaxtarmarkaða Við viljum að sjálfsögðu komast í sama flokk og hin Norður- löndin. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar Heildarlaun bæjarstjóra Akureyrarkaupstaðar verða 1.667.500 krónur. Fleiri myndir frá síðasta gjaldtökudeginum er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLúS 2 9 . S e p t e M b e R 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t A b l A ð i ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -9 8 6 4 2 0 F 2 -9 7 2 8 2 0 F 2 -9 5 E C 2 0 F 2 -9 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.