Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 32
V ið Jenný ákváðum mjög snemma að reyna að stilla okkur á sama hraða, við erum svo skyldar s á l i r . Þ a ð va r ð kveikjan að okkar sambandi,“ segir tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sig- mundsson. Kona hans, Jenný Borge- dóttir, tekur undir það og bætir við að þau séu búin að vera saman í 31 ár og byrjuð á ári númer 32. Magnús segir eitt af nýju lögunum sínum, Ein róandi, vera um fyrstu kynni þeirra. „Textinn er um það þegar hún teygir sig inn í hamrana í brjóstinu á mér, dregur mig út og segir: Hérna ert þú, eða svona sé ég þig – og að þá leist mér bara vel á þann gæja.“ „Mér líst ennþá vel á hann líka,“ segir Jenný brosandi. „Titillinn á laginu er samt stolinn,“ viðurkennir Magnús. „Móðurbróðir minn kom í heimsókn og líkaði vel við Jenný – menn og dýr elska Jenný – og þegar hann fór sagði hann: Já, Magnús, ég sé að þú hefur haft vit á að fá þér eina róandi!“ Sú fregn flaug um netheima fyrir nokkrum vikum að þau hjón hefðu endurnýjað hjúskaparheitið og haldið sumarbrúðkaup í garðinum. Þau staðfesta hana. „Við báðum um eina heiðna athöfn þar sem Hilmar Örn allsherjargoði blessaði okkur, himininn og jörðina. Hver veit nema við tökum svo eina hindúíska og aðra búddíska!“ segir Magnús kíminn. „Upphaflega giftum við okkur í Bessastaðakirkju. Það var 10. júní 1993 og þá var mikið rok,“ segir Jenný og bendir á mynd á vegg, þar virðast þau vera að fjúka. „Við höldum aldrei neitt sérstaklega upp á giftingardaginn, meira upp á sól- stöðurnar því þá hittumst við fyrst,“ segir Magnús. „Á djasstónleikum í Duushúsi í Grjótaþorpinu.“ Magnús er úr Njarðvíkunum og ólst upp við ameríska útvarpið sem hann segir hafa haft mikil áhrif á hann. „Því fylgdu aðrir menningar- straumar en íslenska útvarpinu eins og það var þá. Ég man eftir þáttum sem hétu Top Forty, þar hljómuðu nýjustu lög þeirra tíma,“ rifjar hann upp. Jenný er fædd og uppalin að mestu í Reykjavík. „En ég er ættuð vestan af Mýrum, frá Brúarlandi, og þar var ég alltaf í sveit hjá ömmu og afa. Mér finnst ég alin þar upp líka – þar er andinn minn.“ Magnús segir Jenný hafa skapandi anda. „Hún prjónar, saumar og leirar. Ég man fyrsta bíltúrinn sem við áttum saman. Þá var hún að prjóna, ég man eftir smellunum í prjónunum. Ég samdi um það popplag þar sem þessar ljóðlínur koma fyrir: Önnur eins spariföt enginn á, efnisvalið silkimjúkt, það klæðir mig svo sjúkt, alltaf hjartanu næst.“ Viðbrigði að koma af Laugaveginum Nú búa þau Magnús Þór og Jenný í blómabænum Hveragerði og hús þeirra er umlukið gróðri að miklu leyti. Það er líka ævintýralegt og hlýlegt þegar inn er komið, fullt af myndum, hljóðfærum, blómum og teppum. Þar spígspora um kettirnir Mosi, Mói og Dimmblá og einnig tíkin Garún Elsa. Í bakgarðinum vappa svo marglitar hænur. „Við fluttum hingað 2. september 2001, úr Fálkahúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Okkur leið vel þar en samt voru mikil viðbrigði að koma hingað, bara í paradís,“ segir Jenný. „Hér getum við ræktað margt, það frýs til dæmis aldrei í garð- inum okkar. Samt festir þar snjó og stundum myndast skafl en þegar hann fer kemur grasið grænt undan. Ef gæludýr deyr hjá sonum okkar koma þeir með það hingað og jarð- setja undir stofuglugganum. Þar er alltaf hægt að grafa. En náttúran hér er síkvik og eftir síðasta jarðskjálfta hefur ekki verið hiti í gólfinu hjá okkur, sem var stundum áður, það var notalegt.“ „Einu sinni var hver hér í eldhús- gólfinu, að sögn gömlu konunnar sem seldi okkur húsið,“ segir Magn- ús sem nú er tekinn til við að brugga kaffi í stórri, gylltri og tilkomumik- illi kaffivél. „Þessi vél var fundin upp 1905 af manni sem bjó hana til handa konu sinni, Viktoriu Ardu- ino, og var fyrsta sjálfvirka kaffivél- in. Ég vissi af svona könnu á Hótel Borg, nema stærri, þær voru víða á kaffihúsum á árunum 1930-1970. Svo sá ég þessa auglýsta á netinu og var búinn að tryggja mér hana eftir klukkutíma. Það er svolítið maus að laga kaffi í henni, það þarf að mala í hana og hlúa að henni. Magnús er tónskáld og texta- smiður auk þess að vera gítarleik- ari og söngvari. Ég króa hann af við kaffivélina og spyr hvort hann semji eitthvað á hverjum degi. „Ja, ég samdi eitt lag í gær. Er að vinna með manni frá Ameríku, Chris Omarti- an, sem flutti hingað í götuna með konu sinni, þau leigja húsið hennar Ágústu Evu í nokkrar vikur. Þar var hann með mjög fullkomin tæki og núna erum við öllum stundum hér inni í stofu að hljóðblanda plötu – sem er æðislegt.“ Platan sem er í burðarliðnum heitir Garðurinn minn og Magnús segir efni hennar hafa blundað með honum í tíu, tólf ár. Jenný sé mikill áhrifavaldur bæði tóna hans og texta, það fylgi henni ákveðin djúp þögn sem hægt sé að kafa í. „Jenný er ekki síblaðrandi en það sem hún segir er mælt af visku og hæversku. Pabbi var svona þögull líka og sonur minn og einnig sonur hans. Það er lærdómur að skynja svona fólk. Þá er maður veiðimaður, kastar í dýpið og reynir að veiða hugsanir og orð. Eitt lagið mitt er um það, og heitir Afleiður undirliggjandi þagna.“ Stundum kölluð skáldagyðjan Titillag nýju plötunnar rekur Magnús líka til konu sinnar. „Hug- myndin að því varð til þegar ég sá Jenný krjúpa í garðinum, það var rigning og hún var komin á hnén fyrir neðan eitt tréð. Brumið var að byrja að koma. Ég hugsaði: Þetta er náttúrlega glæsilegasta blómið Einu sinni var hver í eldhúsinu „Ég hef gert nokkrar tilraunir til að skapa fæting en það er ekki séns,“ segir Magnús þegar Jenný kveðst engan láta draga sig í rifrildi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MÓÐURBRÓÐIR MINN KOM Í HEIMSÓKN OG LÍKAÐI VEL VIÐ JENNÝ – MENN OG DÝR ELSKA JENNÝ – OG ÞEGAR HANN FÓR SAGÐI HANN: JÁ, MAGNÚS, ÉG SÉ AÐ ÞÚ HEFUR HAFT VIT Á AÐ FÁ ÞÉR EINA RÓANDI! Magnús ↣ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Nokkur af vin- sælum lögum  Magnúsar Þórs Still waiting Hljóð er nóttin Ást Sú ást er heit Álfar Þú átt mig ein Jörðin sem ég ann Ást við fyrstu sýn Amazon Blue Jean Queen Húmar að Ísland er land þitt Gleraugun hans afa Börn Regn Hlýjan og róman- tíkin geislar af hjón- unum Magnúsi Þór Sigmundssyni tónlistar manni og Jenný Borgedóttur. Þau búa í blóma- bænum Hveragerði með ketti, hund og hænur og innri stof- an er full af hljóðfær- um og græjum enda er verið að hljóð- blanda þar plötu. 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -7 5 D 4 2 0 F 2 -7 4 9 8 2 0 F 2 -7 3 5 C 2 0 F 2 -7 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.