Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 22
Fótbolti Sigurlausir Keflvíkingar eru þeir einu sem standa í vegi fyrir því að Valsmenn verji Íslands- meistaratitilinn í dag. Valur er með 43 stig á toppi Pepsi-deildar karla, tveimur stigum á undan Breiða- bliki og þremur stigum á undan Stjörnunni. Þá eru Valsmenn með betri markatölu en bæði Blikar og Stjörnumenn. Það yrði eitt það ótrúlegasta í íslenskri fótboltasögu ef Keflvík- ingar kæmu í veg fyrir að Valsmenn ynnu titilinn. En líkurnar á því eru litlar og nánast engar. Keflavík hefur aðeins náð í fjögur stig í Pepsi-deild- inni í sumar, á enn eftir að vinna leik og er líklega eitt slakasta, ef ekki slakasta, lið í sögu efstu deildar. Á meðan hefur Valur sýnt mikinn stöðugleika, aðeins tapað tveimur leikjum og náð í 26 af 30 stigum sem í boði hafa verið á heimavelli. Breiðablik tekur á móti KA, sem er í 6. sætinu, og þarf að vinna og treysta á að Keflavík geri Val grikk til að verða Íslandsmeistari í annað sinn í sögu félags- ins. Stjarnan fær FH í heimsókn. Valsmenn í draumastöðu Valur þarf aðeins að vinna botnlið Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla til að verða Íslandsmeistari. Breiðablik og Stjarnan eiga enn veika von um að verða meistari. KR og FH berjast um síðasta Evrópusætið. Fótbolti Valsmaðurinn Patrick Pedersen er með eins marks for- skot á Stjörnumanninn Hilmar Árna Halldórsson í baráttunni um gullskó Adidas. Danski framherjinn hefur verið sjóðheitur í seinni umferðinni og er kominn með 17 mörk í sumar. Pedersen og félagar í Val geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn gegn botnliði Keflavíkur í lokaum- ferð Pepsi-deildarinnar í dag. Kefl- víkingar hafa verið fallbyssufóður í sumar og ekki unnið leik. Það er því margt ólíklegra en að Valsmenn vinni leikinn og það stórt. Marka- metið í efstu deild er 19 mörk og Pedersen gæti slegið það í dag, verði hann og félagar hans í stuði. Pedersen vann Gullskóinn fyrir þremur árum. Hann skoraði þá 13 mörk. Daninn hefur alls skorað 47 mörk í 71 deildarleik á Íslandi. – iþs Slær Pedersen markametið? Pedersen fagnar einu 17 marka sinna í sumar. Fréttablaðið/anton Fótbolti Chelsea tekur á móti Liver- pool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16.30 í dag. Liverpool er eina lið deildarinnar sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu sex umferðirnar en Chelsea er með 16 stig í 3. sætinu, jafn mörg og Eng- landsmeistarar Manchester City en lakari markatölu. Þetta er annar leikur Chelsea og Liverpool á aðeins fjórum dögum. Þau mættust á Anfield í 3. umferð enska deildabikarsins á miðviku- daginn þar sem Chelsea hafði betur. Liverpool komst yfir með marki Daniels Sturridge en Emerson jafnaði fyrir Chelsea. Eden Hazard tryggði svo gestunum sigurinn með glæsilegu marki fimm mínútum fyrir leikslok. Hazard var í miklum ham með belgíska landsliðinu á HM í Rúss- landi og hefur haldið uppteknum hætti í upphafi tímabilsins. Hann er kominn með fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni auk marksins í deildabikarnum. Hazard virðist finna sig vel undir stjórn Mauri- zio Sarri sem hefur umbylt leik- stíl Chelsea. Aðeins City er meira með boltann að meðaltali í leik en Chelsea. Á síðasta tímabili var Chelsea 54,4% með boltann en 65,7% í ár. Lykillinn að þessari breytingu er ítalski leikstjórnand- inn Jorginho sem Sarri tók með sér frá Napoli. Eins og áður sagði hefur Liverpool unnið fyrstu sex deildarleiki sína. Beri liðið sigurorð af Chelsea verður það í fyrsta sinn frá tímabilinu 1990- 91 sem Liverpool vinnur fyrstu sjö leiki sína í efstu deild. Aðeins eitt lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið fyrstu sjö deildarleiki sína; Chelsea, tímabilið 2005-06. Varnarleikur Liverpool hefur verið sterkur á tímabilinu en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk, fæst allra í ensku úrvalsdeildinni. Liver- pool hefur hins vegar ekki haldið hreinu í síðustu 14 deildarleikjum gegn Chelsea og þá er óvíst með þátt- töku hollenska miðvarðarins Virgils van Dijk í leiknum á Stamford Bridge í dag. – iþs Annar leikur Liverpool og Chelsea á fjórum dögum Glæsimark Edens Hazard réð úrslitum í leik liverpool og Chelsea í 3. umferð enska deildarbikarsins á miðvikudaginn var. nordiCPHotos/GEtty Stjörnumenn eiga enn tölfræðilega möguleika á Íslandsmeistaratitlin- um en þeir þurfa að vinna FH-inga stórt og vonast eftir því að Keflvík- ingar vinni Valsmenn. FH berst um síðasta lausa Evr- ópusætið við KR. Til að það heppn- ist þurfa FH-ingar að ná betri úrslit- um en KR-ingar sem sækja Víkinga heim. KR og FH eru með jafnmörg stig en markatala KR-inga er betri. Víkingur bjargaði sér frá falli í síð- ustu umferð og hefur ekki að neinu að keppa. Grindavík og ÍBV mætast suður með sjó. Óli Stefán Flóventsson og Kristján Guðmundsson stýra þar sínum liðum í síðasta sinn. Eyja- menn eru í 7. sæti og Grindvíkingar í því níunda. Þá eigast Fylkir og Fjölnir við í Árbænum. Leikurinn  skiptir engu máli þar sem Fjölnismenn féllu eftir tap fyrir Blikum í síðustu umferð. Fylkismenn gætu náð 8. sætinu ef úrslitin í lokaumferðinni verða þeim hagstæð. Allir sex leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 14.00. ingvithor@frettabladid.is 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 l A U G A r D A G U r22 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -A 2 4 4 2 0 F 2 -A 1 0 8 2 0 F 2 -9 F C C 2 0 F 2 -9 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.