Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 2
Veður Norðan- og norðvestanátt, víða 8-15 m/s en 15-23 (hvassviðri eða stormur) suðaustan til á landinu seinni partinn. Það rofar smám saman til á Suður- og Vesturlandi, en slydda eða rigning og síðar él norðan- og norðaustanlands. sjá síðu 50 bilauppbod.is/auction/view/30455-dekkjalager DEKKJAUPPBOÐ Rúmlega 1750 dekk á uppboði. Endar 3. október kl. 20:00 Sum ar o g ve trar dek k DÓMsMáL Drengur um tvítugt var í Landsrétti í gær sýknaður af ákæru um nauðgun á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Ekki þótti sannað að ásetningur hefði staðið til verknaðarins. Einn dómari skilaði sératkvæði. Í héraði hafði fjölskipaður dómur dæmt ákærða til tveggja ára fangels- isvistar og til að greiða stúlkunni 1,5 milljónir í miskabætur. Þar skilaði einn dómari sératkvæði sem var samhljóða meirihluta Landsréttar. Drengurinn var átján ára og stúlk- an sautján ára þegar atvikið átti sér stað árið 2016. Höfðu þau áður átt í sambandi en upp úr því flosnað. Þau ákváðu að sofa saman í tjaldi drengs- ins. Var hann ákærður fyrir að hafa á meðan á því stóð slegið hana ítrekað og stungið fingri í endaþarm hennar. Hlaut hún af þessu mikið mar víðs- vegar um líkamann. Ákærði bar því við að þau hefðu oft stundað gróft kynlíf og rætt saman um hvað þau vildu gera. Taldi hann að kynlífið í þetta skipti hefði verið vanalegt. Stúlkan sagði þetta hins vegar vera eins og að bera saman „gamnislag“ og hörku áflog. Meirihluti Landsréttar taldi að í ljósi þess hvernig kynlífi þeirra hafði verið háttað áður væri ekki unnt að sakfella drenginn fyrir nauðgun. Í sérákvæði sagði að í ljósi áverka á stúlkunni hafi verið ljóst að hann hafi farið út fyrir mörk samþykkis hennar þrátt fyrir að fyrra kynlíf þeirra hafi verið gróft. – jóe Sýknaður af nauðgun DÓMsMáL Íslenska ríkið var í Lands- rétti í gær sýknað af 4 milljóna miska- bótakröfu Ástu Kristínar Andrés- dóttur. Ásta hafði krafist bóta eftir að hún var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans. Krafa Ástu var annars vegar byggð á hlutlægri ábyrgðarreglu laga um meðferð sakamála. Ríkið var sýknað af þeirri kröfu sem og kröfu byggðri á almennu sakarreglunni. Ekki þótti sannað að rannsakendur hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn henni líkt og áskilið er í skaðabótalögum. Var ríkið því sýknað. – jóe Fær ekki bætur Frá þjóðhátíð. Fréttablaðið/Vilhelm Danski leikarinn Mads Mikkelsen var í gær verðlaunaður með RIFF-verðlaunum fyrir framúrskarandi framlag sitt til leiklistarinnar í Höfða í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Mads verðlaunin. Mads hefur komið fram í fjölda kvikmynda og þáttaraða sem notið hafa mikilla vinsælda víðs vegar um veröldina. Nokkrar valdar kvikmyndir hans verða sýndar á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Fréttablaðið/ernir Mikilsvirtur Mads heiðraður Ásta Kristín andrésdóttir. sTjÓRNsÝsLA Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfs- liðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðast- liðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þing- manns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaður- inn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og net- tengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostn- aður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinn- ar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og netteng- ingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfs- menn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Sím- ans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endur- spegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomu- lag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þing- menn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúru- lega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrir- tæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum. thorgnyr@ frettabladid.is, joli@frettabladid.is Ekki áhugi á að afnema milljónahlunnindin Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna og starfsmanna þingsins minnkað töluvert undanfarin ár. Var fjórtán milljónir í fyrra en 28 árið 2013. Andrés Ingi Jónsson þingmaður segir lækkunina ef til vill endurspegla þróun á markaði og vill ekki afnema það fyrirkomulag að þingið greiði kostnaðinn. andrés ingi vill ekki afnema núverandi fyrirkomulag. Fréttablaðið/eyþór Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambæri- legan kostnað hjá starfs- mönnum sínum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna 2 9 . s e p T e M b e R 2 0 1 8 L A u G A R D A G u R2 f R é T T i R ∙ f R é T T A b L A ð i ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -7 0 E 4 2 0 F 2 -6 F A 8 2 0 F 2 -6 E 6 C 2 0 F 2 -6 D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.