Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 82
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Það má segja að austrænir gít-arar séu áhugamál hjá mér,“ segir Ásgeir sem hefur leikið
með ýmsum þekktustu tónlistar-
mönnum þjóðarinnar. „Fyrir tíu
árum byrjaði ég gegnum vin minn
að spila austurevrópska tónlist og
heillaðist svo mjög af henni að ég
fór að sækja námskeið og prófa
mig áfram með sífellt austrænni
strengi.“
Hann segir Íslendinga fljóta að
hugsa til Ameríku þegar slegið
er á gítarstrengi en að við vitum
minna um austrænu gítarana.
„Flest lönd eiga sína útfærslu af
gítar. Flestir Íslendingar þekkja
gríska bouzoukið, sem hljómar til
dæmis í myndinni um Grikkjann
Zorba, en svo er til portúgalskur
gítar og í Búlgaríu er til gítar sem
heitir tambúra. Í Arabaheiminum
er síðan hljóðfæri sem heitir oud
og er elsta strengjahljóðfærið sem
er spilað á í óbreyttri mynd í dag
Það er vinsælasta hljóðfærið á
þeim slóðum, afi gítarsins og faðir
lútunnar og afskaplega fallegt
hljóðfæri.“
Fyrir fjórum árum fékk Ásgeir
þá hugmynd að fara með íslensku
Íslensk þjóðlög á austræna
gítara í Björtuloftum
Ásgeir Ásgeirs-
son með for-
föður gítarsins,
hið arabíska
strengjahljóð-
færi oud en
hann leikur
einmitt á það á
tónleikunum á
miðvikudaginn.
MYND/SIGTRYGGUR
ARI
Austlægir vindar
blása um Björtu-
loft í Hörpu næsta
miðvikudag þegar
Ásgeir Ásgeirsson
gítarleikari leikur
ásamt hjómsveit
útsetningar sínar
á íslenskum þjóð-
lögum fyrir aust-
ræna gítara.
Mig langar að
kynna alls konar
takta og skraut og hljóð-
færi fyrir ungu fólki til að
gefa til kynna hvað eru
margir möguleikar í
tónlist.
þjóðlögin í ferðalag til Austur-Evr-
ópu og sjá hvernig þeim semdi við
framandi strengjahljóðfæri. „Ég
þekki orðið mikið af toppklassa
tónlistarfólki á þessum slóðum
og það varð úr að í fyrra fór ég til
Tyrklands og tók upp plötuna Two
Sides of Europe með fimm afburða
tónlistarmönnum og fékk svo Sig-
ríði Thorlacius til að syngja lögin.
Platan fékk fínar viðtökur og ég
fékk mikla hvatningu til að halda
áfram svo ég ákvað að fara aftur af
stað.“ Nýja platan heitir Travelling
through Culture og er tekin upp í
Búlgaríu. „Ég vinn með búlgarskri
hljómsveit en fæ líka til liðs við mig
indverskan tablaleikara, grískan
bouzoukileikara, austurrískan slag-
verksleikara og íslenskan klarínett-
leikara svo áhrifin koma víða að.
Söngurinn er svo í höndum hinnar
óviðjafnanlegu Sigríðar Thorla-
cius.“ Sjálfur leikur Ásgeir á þrjú
framandi strengjahljóðfæri auk
þess að semja fjölmarga aukakafla,
inngangsstef og spunakafla sem
eru tengd við íslensku þjóðlögin.
„Helmingurinn af plötunni er
sunginn og helmingurinn instru-
mental, lög eins og Krummi svaf í
klettagjá, Krummi krunkar úti og Á
Sprengisandi. Sungnu lögin eru til
dæmis Ljósið kemur langt og mjótt
og Góða veislu gjöra skal. Hljóð-
heimurinn er framandi og nýr
svo þá reyni ég á þessari plötu að
nota þekktari lög og bý til þennan
framandi hljóðheim í kringum
þau.“
Aðspurður hvort þetta sé hug-
leiðslutónlist segir hann svo ekki
vera beint. „Þessi tónlist er samt
hugleiðsla og fer inn á fleiri and-
legar stöðvar en vestræn tónlist.
Þegar ég æfi mig fer ég oft í hug-
leiðslugír.“
Ásgeir kennir gítarleik í
Menntaskólanum í tónlist og
segir plöturnar öðrum þræði vera
sprottnar úr þeim jarðvegi. „Þetta
er liður í því að kynna ungu fólki
hljóðfærin sem búa til hljóðheim-
inn á plötunni. Mig langar að vekja
athygli á því að það eru til hljóð-
færi utan vestrænnar tónlistar-
hefðar sem eru mjög áhrifamikil
og sérstök,“ segir hann og nefnir
sem dæmi sekkjapípu og alls konar
sérkennilegar fiðlur. „Mig langar að
kynna alls konar takta og skraut og
hljóðfæri fyrir ungu fólki til að gefa
til kynna hvað eru margir mögu-
leikar í tónlist.“
Í tilefni af útgáfu plötunnar efnir
Ásgeir til tónleika þar sem leikin
verða lög af báðum plötunum en
þess má geta að sú fyrri hlaut tvær
tilnefningar til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna. „Ég fæ til liðs við
mig valinkunna íslenska hljóð-
færaleikara, þau Hauk Gröndal
á klarínett, Þorgrím Jónsson á
bassa, Sigrúnu Kristbjörgu Jóns-
dóttur fiðluleikara og Eric Quick
og Kjartan Guðnason á slag-
verk. Þá kemur sérstakur gestur
frá Búlgaríu, Borislav Zgurovski
harmonikkuleikari, en hann sá um
útsetningar með mér og Sigríður
Thorlacius syngur.“
Tónleikarnir verða í Björtuloftum
í Hörpu næsta miðvikudagskvöld,
3. október, og hefjast kl. 21.
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Opið 8-22
LEIÐSÖGUNÁM
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00,
Martha Jensdóttir
kennari.
Martha Jensdóttir
kennari.
Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466
pið 8-22
I
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00,
Martha Jensdóttir
kennari.
Martha Jensdóttir
kennari.
- Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið -
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8-22
Magnús Jónsson
fv. veðurstofustjóri
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
Leiðsögn erlendra og innlendra ferðamann um Ísland.
• Flest stéttarfélög styrkja nemdur til náms.
• Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu.
Helstu námsgreinar:
• Helstu viðkomustaðir ferpamanna á Íslandi í máli og myndum.
• Mannleg samskipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
• Saga landin, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn: Fyrir nokkrum áruð stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla
Íslands. Námið stóð vel undir væntingum þar sem fjölmargir kennarar komu
að kennslunni og áttu þeir auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn
á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem
landið okkar er og virðingu sem okkur ber að sýna í því. Kennararnir voru
mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu
til skila.
Námið gefur mikla atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Ferðamálaskóli Íslands • ww .menntun.is • Sími 5
elga
Bjarnadóttir
OPIÐ
8-22
Evonia er hlaðin bæti-
efnum sem næra hárið
og gera það gróskumeira.
Myndirnar hér til hliðar
sýna hversu góðum árangri
er hægt að ná með Evonia.
Evonia
www.birkiaska.isFyrir Eftir
Evonia eykur
hárvöxt með því
að veita hárrótinni
næringu og styrk.
12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
2
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
9
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
F
2
-B
F
E
4
2
0
F
2
-B
E
A
8
2
0
F
2
-B
D
6
C
2
0
F
2
-B
C
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K