Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Við hjá
Fréttablaðinu
höfum
bent á að
hægt sé að
reka RÚV
fyrir 3,5
milljarða og
án þess að fá
krónu í
auglýsinga-
tekjur en
enginn vilji
hefur verið til
að hlusta á
slíkar tillögur.
Ég boða yður þann fögnuð frá sjúkrabeði þar sem ég ligg hádramatísk með hor, hita og hugaróra að enn á ný er kveftíminn runninn upp. Kvef rænir mig rök-
hugsun. Þegar líkamshitinn rís upp fyrir 39 gráður kæri ég
mig ekki lengur um sannleikann. Þótt ég viti vel að engin
lækning er til við kvefi hamast ég hamslaus í Google í leit
að kraftaverki. Ég er til í að prófa hvað sem er í von um
skjótan bata: sólhatta, C-vítamín, orkuarmbönd, smá-
skammtadropa, mulin nashyrningshorn.
En þótt kvefið byrgi mér sýn á einu sviði skýrir það
annað. Kvef skilur hismið frá kjarnanum. Vanlíðan varpar
ljósi á hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Þegar fréttir
bárust af því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefði
loksins afhent Bjarna Benediktssyni skýrslu sína um
erlenda áhrifaþætti bankahrunsins gat mér ekki staðið
meira á sama. Ekki voru þó allir svo lánsamir að vera í
hitamóki daginn sem skýrslan var birt.
Skýrsla Hannesar sem var fjögur ár í smíðum og kostaði
ríkið tíu milljónir fékk víðast dræmar viðtökur. Ritstjóri
Stundarinnar sagði að niðurstaða Hannesar hefði verið
„að lýsa Davíð Oddssyni sem hetju, grafa undan trú-
verðugleika óháðrar rannsóknarnefndar, skella skuldinni
á Samfylkinguna og réttlæta vanhæfi og innherjavið-
skipti“. Ritstjóri Kjarnans benti á það á Twitter að „Davíð
Oddsson er nefndur 163 sinnum í skýrslu Hannesar
Hólmsteins … Ekkert verið að eyða miklu púðri í kaup
bankanna á eigin bréfum, með eigin peningum, eða for-
dæmalausa dóma vegna þessa. Minnst á það einu sinni.“
Úrilli frændinn í afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er eins og gamli, úrilli
frændinn í barnaafmælinu sem situr úti í horni og afneitar
tungllendingunni, helförinni og kvartar yfir að það sé
ekki nógu mikill sykur á pönnukökunum: „Ég er búinn
að segja þetta síðan í ástandinu – allt er útlendingum
að kenna … dýrð sé Davíð í upphæðum, nei, ég meina
Hádegismóum … kolkrabbi er ljúffengur djúpsteiktur með
Gunnars majónesi … og að lokum eins og ávallt: „Carthago
delenda est“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Niður
með Samfylkinguna.“
Áratugum saman hafa Íslendingar, eins og gestirnir í
barnaafmælinu, umborið Hannes frænda vandræðalegir
í framan. Við höfum fylgt honum gegnum súrt og sætt,
fylgst með honum fara með fleipur, vera dæmdur fyrir rit-
stuld og valda glundroða við Háskóla Íslands er kynslóðir
af nemendum í stjórnmálafræði kvarta undan vinnu-
brögðum hans.
Það sætir því furðu, í ljósi orðstírs Hannesar, að enn
leitar Sjálfstæðisflokkurinn á náðir hans þegar sanna
á ágæti stefnu flokksins með vísindalegum hætti.
Flokknum hlýtur þó að vera ljóst að rétt eins og sólhattar,
orkuarmbönd og smáskammtadropar virkar Hannes ekki
vísindalega.
En á óvísindalegu valinu kann að vera vísindaleg
skýring.
Kraftur sjálfsblekkingarinnar
Til er það meðal sem dregur úr sjúkdómseinkennum sem
fylgja bæði kvefi og laskaðri pólitískri hugmyndafræði.
Fyrir tæpa 15 dollara, 1.650 krónur, má kaupa á Amazon
bláar og hvítar töflur sem ganga undir vöruheitinu Zeebo.
Töflurnar skal taka „eftir þörfum“ við „leiðigjörnum
kvillum“. Utan á fallega hönnuðu lyfjaglasinu stendur
stórum stöfum: „Sannheiðarleg lyfleysa“.
Lengi hefur verið vitað að lyfleysa getur dregið úr sjúk-
dómseinkennum. Var talið að blekkingin væri lykillinn að
mætti lyfleysunnar – sjúklingar töldu sig vera að fá alvöru
lyf sem olli bættri líðan. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar
að kraftur lyfleysunnar felst ekki aðeins í blekkingu heldur
líka sjálfsblekkingu. Lyfleysa virkar eins vel og stundum
betur þegar sjúklingurinn veit að hann tekur inn lyfleysu.
Hannes Hólmsteinn er lyfleysa Sjálfstæðisflokksins.
Þegar engin lækning er til, rök eru þrotin og sannleikurinn
rotinn, er Hannes dreginn fram eins og sætasta sykur-
pilla til að lækna hið ólæknanlega með krafti sjálfsblekk-
ingarinnar.
Sparnaðarráð til Sjálfstæðisflokksins fyrir hönd skatt-
greiðenda: Zeebo er sex þúsund sinnum ódýrara en
Hannes Hólmsteinn, hefur sömu virkni og er í einkennis-
litum flokksins.
Lyfleysa Sjálfstæðisflokksins
Þótt vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna á yfirborðinu um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði heyrist lítið um hvernig eigi að útfæra þær hugmyndir sem menntamálaráðherra kynnti á
dögunum.
Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að RÚV
fái 570 milljónir til viðbótar við þá sex milljarða
sem stofnunin hefur þegar úr að spila á ári. Til að
setja þá tölu í samhengi er það tvöföld sú tala sem
kostar að reka fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar
á ári og hærri tala en kostar að reka ritstjórn
Fréttablaðsins á ári.
Í heild má ætla að RÚV verði með 6,7 milljarða í
tekjur á næsta ári. Stærstur hluti þeirra kemur frá
ríkinu og virðist RÚV vera ein af fáum stofnunum
sem hafa óhindraðan aðgang að fjárhirslum
ríkisins enda hefur hver menntamálaráðherrann
á fætur öðrum látið útvarpsstjóra og félaga valta
yfir sig.
Ástæðan er augljós. Stjórnmálamennirnir eru
hræddir við að taka á RÚV vegna þess að menn og
konur óttast að lenda í andstöðu við ríkismiðil-
inn fyrir það eitt að vilja breyta bákninu í Efsta-
leiti. Bruðlið þar er mikið. Við hjá Fréttablaðinu
höfum bent á að hægt sé að reka RÚV fyrir 3,5
milljarða og án þess að fá krónu í auglýsinga-
tekjur en enginn vilji hefur verið til að hlusta á
slíkar tillögur.
Fyrir stuttu voru fréttir af uppsögnum og hag-
ræðingu hjá danska ríkisútvarpinu. Þar á bæ þarf
að skera niður kostnað um tuttugu prósent og 400
störf á næstu fimm árum. Ekki hafa komið fram
slíkar kröfur á RÚV. Engum virðist detta í hug, að
það sé raunhæfur möguleiki.
Á sama tíma frumsýnir RÚV nýtt fréttamynd-
ver, sem kostar hvorki meira né minna en tæpar
200 milljónir. Og þegar það var kynnt til leiks var
sýnt fréttasettið hjá BBC – ríkisútvarpi 70 millj-
óna þjóðar til að gefa forsmekk af slíku myndveri.
Þess má geta að Stöð 2 setti upp nýtt fréttamynd-
ver fyrir 2 árum, sem kostaði 12 milljónir króna.
Á Íslandi eru tvö hundruð skráðir einkareknir
fjölmiðlar og óljóst er hvernig þær 400 milljónir,
sem menntamálaráðherra kynnti í tillögum
sínum, skiptast. Ljóst er að ef potturinn á að
skiptast milli allra, kemur ekki mikið í hlut hvers
og eins.
Sennilega mun svo fækkun á auglýsingamín-
útum hjá RÚV, sem einnig er hluti af tillögunum,
þýða það eitt, að verðið á þeim mínútum sem
eftir eru, mun hækka.
Síðustu vikur hafa komið upp dæmi um ótrú-
legt bruðl hjá hinu opinbera og Reykjavíkurborg.
Langlundargeð almennings, sem greiðir fyrir vit-
leysuna, er að minnka. Það er því ekki nema von,
að spurt sé: Hvenær er nóg nóg?
Þegar nóg er nóg
2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
2
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
9
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
F
2
-7
A
C
4
2
0
F
2
-7
9
8
8
2
0
F
2
-7
8
4
C
2
0
F
2
-7
7
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K